Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 11

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 11
Kcgtur um frnmfwímut vinnurannsúkna Samþykktar af Norska vinnuveitendasambandinu og Landssambandí verkalýðsfélaganna 1 ýmsurn löndum haja heildarsamtök launþega og vinnuveitenda gert með sér samkomulag um reglur um framkvœmd vinnurannsókna. Vonir standa til, að vinnurannsöknartœkni verði í ört vaxandi mœli tekin í þjónustu íslenzks atvinnulíjs á næstu árum. Einkum verður þetta nauðsynlegt, ef hagnýta á ákvœðisvinnufyrirkomulag meira en nú er gert. Til fróðleiks birta IÐNAÐAR- MÁL hér norsku reglurnar í lauslegri þýðingu, en þœr eru skv. samningi Landssambands verkalýðsfélaga í Noregi og Norska Vinnuveitendasambands- ins frá 1947, en reglurnar voru endurskoðaðar 1955. Athygli skal vakin á greininni „Vinnurannsóknir og vandamál við framkvæmd þeirra“, sem birtist annars staðar í þessu hefti. I. Með skírskotun til samkomulags um framleiðslunefndir við iðnaðar- og handverksfyrirtæki, gr. 2 b, þar sem segir m. a.: „Nefndin skal vinna að því að stuðla að hagkvæmri fram- leiðslu og heilbrigðri vinnuhagræð- ingu“, vilja aðilar stuðla að fram- kvæmd vinnurannsókna sem þáttar í hagræðingu iðnaðarins og til mynd- unar réttra ákvæðisvinnutaxta. Við framkvæmd vinnurannsókna skal farið eftir leiðbeiningum þeim, er hér fara á eftir og byggjast á þeirri forsendu, að hagræðingarstarf- semi leiði til bættra vinnuskilyrða. Markmið vinnurannsókna er að finna hinar beztu vinnuaðferðir og ákveða staðalafköst við hin einstöku verk. Fyrir staðalafköst greiðist eins og ákveðið er í taxtasamningi eða samkvæmt sérsamningi. Vinnurannsóknum má ekki beita til að draga úr tekjuöflunarmöguleikum verkafólks á samningstímabilinu, nema því aðeins, að opin leið sé til endurskoðunar á taxtasamningi eða sérsamningi. II. Áður en vinnurannsóknir eru hafn- ar við fyrirtæki, skal leitað eftir sam- bandi við trúnaðarmenn verkafólks- ins og framleiðslunefndina til að veita IÐNAÐARMÁL upplýsingar um og ræða hinar fyrir- huguðu framkvæmdir. Verkafólkið kýs trúnaðarmenn vegna rannsókna, einn eða fleiri, eftir stærð fyrirtækisins, og skulu þeir ræða við stjórnendur þess um þau mál, er varða vinnurannsóknir, og að- stoða verkafólk, er þess kann að óska, við athugun á ákvæðisútreikningum. Hin almennu ákvæði höfuðsamkomu- lagsins gilda einnig fyrir þessa trún- aðarmenn. Tilskilið er, að trúnaðar- menn þessir hafi góðan skilning á tæknilegum málefnum og áhuga á vinnurannsóknum. Starfstímabilið skal vera tvö ár. Svo framarlega sem málefnalegar ástæður til breytinga eru ekki fyrir hendi, skal framlengja þetta tímabil. Ef aðilar koma sér sam- an um, geta nýjar kosningar farið fram eftir styttri tíma. Fyrirtækið skal hjálpa til að veita þeim verkamanni eða verkafólki, er kosningu hlýtur, hina nauðsynlegustu kennslu, bæði fræðilega og hagnýta, sem þörf er á, til að skilja og meta vinnurannsóknargögn. Á námstímabilinu og við fram- kvæmd trúnaðarmannastarfa sinna skulu þeir fá greiðslu, sem svarar venjulegum meðaltekjum. Meðan rannsóknir standa yfir, er tilskilið, að allir aðilar vinni af heil- um hug að því að ná réttum árangri. III. Með vinnurannsóknum er átt við eftirfarandi rannsóknir: 1. Vinnuaðferðarannsóknir 2. Tímatapsrannsóknir 3. Ákvæðistímarannsóknir. Þessum rannsóknum mun verða beitt, ýmist einum sér eða saman, eft- ir því hver tilgangurinn er. Yfirleitt skulu þó vinnuaðferðarannsóknir eiga sér stað fyrst til að hagræða starf og ákveða þá vinnuaðferð, er beita skal. 1. Vinnuaðferðarannsóknir miða að því að hagræða starfið, rannsaka vinnustað, vélar, verkfæri, efni, flutn- inga, vinnuskilyrði og sjálfa vinnuað- ferðina í því skyni að gera hana ein- faldari og betri viðfangs og ákveða hagkvæmustu aðferðina við fram- kvæmd þess. Sá, sem hefur á hendi framkvæmd vinnuaðferðarannsókn- ar, skal eiga viðræður við það verka- fólk, er hlut á að máli, svo að kunn- átta þess og reynsla megi stuðla að því, að sem beztur árangur náist. 2. Tímatapsrannsóknir eru fram- kvæmdar í mismunandi tilgangi, eða: 1) til að skrá allt tímatap á vinnustað eða í deild með það fyrir augum að koma á endurbótum og 2) til að á- kveða hina nauðsynlegu tímatapsvið- auka. Þessir viðaukar skiptast í eftirfar- andi flokka: a. Rekstrartæknilega tímatapsvið- auka. b. Persónulega tímatapsviðauka. c. Sérstæða viðauka. a. Rekstrartæknilegt tímatap er sá tími, sem bæta verður við hinn virka framleiðslutíma og reikna verður með vegna aðstæðna, sem verkamað- urinn getur ekki haft áhrif á, svo að nokkru nemi, og er í tengslum við 65

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.