Iðnaðarmál - 01.04.1961, Qupperneq 12

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Qupperneq 12
verkefni, vinnurými, vélar, verkfæri eða annað slíkt. Viðaukinn kemur þá fram sem árangur af tímarannsókn- urri, er ná yfir svo langan tíma, að þær gefa rétta mynd af því tímatapi, er á sér stað. Viðaukann verður að ákveða sérstaklega fyrir hverja einstaka vél, vinnustað eða deild. b. Persónulegt tímatap er sá tími, er hver einstakur verkamaður verður að hafa til umráða á degi hverjum til algjörlega persónulegra þarfa. Þessi tími er yfirleitt tilgreindur sem ákveð- inn hundraðshlutaviðauki við saman- lagðan virkan framleiðslutíma og rekstrartæknilegan taptíma. Viðauk- ann skal í flestum tilfellum ákveða með samningum — eða eftir tímataps- rannsóknum í fyrirtækinu. c. Sérstæðir viðaukar: Auk hinna rekstrartæknilegu og persónulegu tímatapsviðauka getur reynzt nauð- synlegt við einstaka vinnufram- kvæmdir að veita sérstaka viðauka. Það getur t. d. verið viðauki vegna vinnu, sem er sérstaklega erfið, at- kennd eða þvinguð, eða vegna óhag- stæðra hita- eða loftræsiskilyrða eða einhverra þeirra aðstæðna, sem eru frábrugðnar hinum venjulegu og eðli- legu aðstæðum í hlutaðeigandi starfs- grein. Slíkan viðauka skal helzt veita fyrir þann hluta eða hlutaframkvæmd vinnunnar, sem gerir viðaukann nauðsynlegan, og skal hann ákvarðast af vinnurannsóknaranum, á grund- velli reynslu hans og fræðilegrar kunnáttu, í samráði við trúnaðar- menn verkamanna vegna vinnurann- sókna. 3. Ákvœðistímarannsóknir eru framkvæmdar til að finna þann staðaltíma, sem laginn verkamaður með eðlileg afköst notar til að leysa verk af hendi. a. Staðalafköst er sú vinna, er æfður verkamaður leysir af hendi, sem kunnugur er vinnuaðferð, verkfær- um og vélum og vinnur með góð- um hraða, sem unnt er að halda, án þess að það skaði heilsu verka- mannsins. b. Meðan á rannsókn stendur, er dugnaður og atorka verkamanns- ins metinn þannig, að tíminn — ef nauðsynlegt reynist — er færð- ur upp á við eða niður á við. c. Rannsóknina skal framkvæma á æfðum verkamanni. Ef nauðsyn krefur, skal rannsókn framkvæmd á fleiri verkamönnum, er æfingu hafa í viðkomandi starfi, til að fá öruggan grundvöll að byggja á. Gert skal ráð fyrir, að unnt sé að framkvæma viðbótarrannsóknir án sérstakra breytinga á framleiðslu- áætluninni. d. Tímatöp þau og staðaltímar, sem rannsóknin leiðir í Ijós, gilda við þau skilyrði og við notkun þeirra aðferða, sem tekin var föst ákvörð- un um, meðan rannsóknin fór fram. IV. Akvæðisvinnuútreikningar 1. Staðaltíminn ákvarðast við vinnurannsóknir og/eða kerfis- bundna endurathugun á fyrri vinnu- rannsóknum við fyrirtækið. 2. Ákvæðistíminn ákvarðast yfir- leitt á þann hátt, að hinum rekstrar- tæknilegu, persónulegu og e. t. v. sér- stæðu viðaukum er bætt við staðal- tímann. 3. Við útreikning ákvæðanna er ákvæðistíminn lagður til grundvallar með greiðslu fyrir staðalafköst, eins og að framan er tilgreint í kafla I. 011 ákvæði reiknast annaðhvort sem tíma- eða krónuákvæði. Áður en ákvæðis- tímarannsóknum er hrundið í fram- kvæmd, skal allt liggja ljóst fyrir milli aðila um útreikningsgrundvöllinn. V. Ákvæðissamningar — ókvæðislistar 1. Þegar útreikningi ákvæða er að fullu lokið, skulu þau borin fram til samþykkis fyrir þann verkamann eða vinnuflokk, er leysa skal verkið af höndum, og undirritast af hinum venjulega trúnaðarmanni, ef það brýtur ekki í bága við gildandi sam- þykktir. 2. Ef verkamaðurinn óskar, skal leggja fyrir hann tímarannsóknir þær og útreikninga, er ákvæðin byggjast á. 3. Verði samkomulag um ákvæðin, skulu þau ganga í gildi þegar í stað. 4. Verði ekki samkomulag um á- kvæði, ber aðilum sem fyrst að kom- ast að endanlegri niðurstöðu. Vinnu- rannsóknara og trúnaðarmönnum verkamanna við vinnurannsóknir ber því, svo fljótt sem auðið er, að fara yfir rannsóknargögnin og — ef þess gerist þörf — framkvæma nauðsyn- legar samanburðarrannsóknir. Náist samt sem áður ekki samkomulag um ákvæðistaxtana, skal beita hinum venjulegu reglum í samkomulaginu um ákvæðisvinnusamninga og deilur. 5. Aðalsamtökin mæla með, að í þeim tilfellum, er ekki næst samkomu- lag um ákvæðin, beri aðilum að koma sér saman um þá skipan, að ákvæðin gildi, þar til komizt hefur verið að endanlegri niðurstöðu. Hið endan- lega samkomulag gildi síðan aftur fyrir sig frá þeim tíma, er bráða- birgðaákvæðin voru látin gilda. 6. 011 gildandi ákvæði skal skrá og varðveita í ákvæðaspjaldskrá. Með ákvæðunum skal fylgja vinnulýsing. Trúnaðarmenn verkamanna geta, ef þess er óskað, fengið afrit af gildandi ákvæðum, undirrituð af stjórnendum fyrirtækisins. VI. Gagnkvæmar skuldbindmgar 1. Ákvæðisvinnutekjur, er fara fram úr því, sem venjulegt getur talizt við ákvæðisvinnu, er byggð er á vinnurannsóknum, réttlæta ekki lækk- un á ákvæðistöxtunum, þegar tekjurn- Framh. á 72. bls. 66 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.