Iðnaðarmál - 01.04.1961, Side 17
Nefnd sú, sem skipuð var árið 1955
„til þess að rannsaka þjóðhagslegt
gildi neyzluvöruiðnaðarins hér á
landi, til sparnaðar á erlendum gjald-
eyri og til verknýtingar“, hefur fyrir
nokkru skilað áliti. Við upprunalegt
starfssvið nefndarinnar bættust rann-
sóknir, sem voru framkvæmdar á ár-
unum 1957 og 1958 á samkeppnisað-
stöðu iðnaðarins og verndarþörf með
tilliti til hugsanlegrar þátttöku í frí-
verzlunarsvæði Evrópu.
Rannsóknirnar beindust sérstak-
lega að árinu 1957 og voru þær tak-
markaðar við þann neyzluvöruiðnað,
sem ekki vinnur úr sjávar- og land-
búnaðarafurðum. Byggingariðnaði
var einnig sleppt. Vinnsla úr erlendum
hráefnum var því yfirgnæfandi í þeim
greinum iðnaðarins, sem voru athug-
aðar. Niðurstöður nefndarinnar, sem
voru með töluverðum fyrirvörum
vegna ónógra upplýsinga, fara hér á
eftir í stuttu máli.
Verknýting
Árið 1957 hafði 13,8% þjóðarinn-
ar framfæri sitt af þeim iðnaðargrein-
um, sem voru til athugunar. Árið
1950 var samsvarandi hluti 14,5%,
svo að þessar iðnaðargreinar hafa
ekki dregið vinnuafl frá öðrum at-
vinnuvegum.
Aðeins 1195 karlmenn á aldrinum
18—50 ára voru starfandi í iðnaðar-
greinum, sem ætla má, að eigi að ein-
hverju eða öllu leyti tilveru sína að
þakka vernd tolla og hafta. Ekki kæmi
því til mikils tilflutnings vinnuafls
pjóðliagslegf gildi
neyzluvöruiÓuabarms
þaðan t. d. til sjávarútvegs, þótt dreg-
ið yrði úr verndinni.
Launagreiðslur neyzluvöruiðnað-
arins voru áætlaðar 425 millj. kr. árið
1957, og heildarframleiðsluverðmæt-
ið sama ár var talið 1000—1100 millj.
kr.
Samanburður var gerður á afköst-
um á vinnueiningu og stofnfjárnotk-
un iðngreinanna, og útgerðar togara
og báta. Hann leiddi í ljós, að hag-
kvæmustu greinar iðnaðarins, eins og
framleiðsla veiðarfæra, fiskumbúða,
málningar, áburðar, sements og báta-
smíði, stóðust fyllilega samjöfnuð við
útgerðina.
Gjaldeyrissparnaður og verndarþörf
Gjaldeyrissparnaður á vinnuein-
ingu reyndist verulegur í ýmsum
greinum og jafnvel sambærilegur við
gjaldeyrisöflun sjávarútvegsins í sum-
um tilfellum.
Athuganir á verndarþörf neyzlu-
vöruiðnaðarins vegna þátttöku ís-
lands í markaðsbandalagi, gáfu til
kynna, að þær greinar, sem þyrftu
verndunar við, væru ekki fleiri en svo,
að þátttaka væri ekki frágangssök
þeirra vegna. Nægilega langt tímabil
tollalækkana og ráðstafanir ríkis-
valdsins mundu gera aðlögunina að
markaðsbandalagi auðveldari.
Það er einkum tvennt, sem vekur
athygli í sambandi við þetta nefndar-
álit.
í fyrsta lagi hin erfiða aðstaða
slíkra rannsókna vegna ógreiðrar
gagnasöfnunar. ítarlegar tölulegar
heimildir um atvinnuvegina er algjör
forsenda skynsamlegra ályktana um
ástand þeirra og tillögur um úrbætur,
er illa horfir. Skortur á áreiðanlegum
iðnaðarskýrslum hefur líklega gert
iðnaðinum meira ógagn en margan
grunar.
í öðru lagi er vandamálið um mæli-
kvarðann á þjóðhagslegt gildi at-
vinnuvega eða æðstu markmið í efna-
hagsmálum. Flestir munu sammála
um, að keppt sé, þegar til lengdar læt-
ur, að bættum lífskjörum sem árangri
aukinnar þjóðarframleiðslu. Vegna
margra ára jafnvægisleysis í gjaldeyr-
ismálum hefur gjaldeyrissparnaður,
mjög óljóst hugtak, orðið að hinum
eina sanna mælikvarða og markmiði.
Lausnin á talinu um gjaldeyrissparn-
að var ekki að samþykkja hann sem
mælikvarða, heldur að sýna fram á,
að hann væri ekki til eða hvaða af-
leiðingar það hefði að beita honum í
öllum tilfellum.
í nefndarálitinu segir svo á bls. 5:
„Það er að sjálfsögðu raunveruleg
verðmætissköpun atvinnuveganna,
sem ræður gildi þeirra fyrir þjóðar-
búið, en ekki hitt, hvort bein áhrif af
starfsemi þeirra á greiðslujöfnuðinn
eru mikil eða lítil.“
Hefði nefndin haft nægileg gögn og
getað hagað störfum sínum í sam-
ræmi við þessa staðreynd, væru í dag
til betri heimildir um þjóðhagslegt
gildi neyzluvöruiðnaðarins.
Þ. E.
IÐNAÐARMAL
71