Iðnaðarmál - 01.04.1961, Page 18

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Page 18
Vintuirannsóknir Framh. ai 62. bls. ist einnig kostur á framhaldsþjálfun á sjálfum vinnustaðnum, í samstarfi við tímarannsóknarmanninn. Vinnuveitandinn Sérfræðingur í vinnurannsóknum mun ekki létta störfum af honum, svo að nokkru nemi, og vinnurannsókna- deild getur ekki komið í hans stað. Ekki má líta á tímarannsóknir sem starsfemi, er aðeins þurfi að fram- kvæma í eitt skipti, heldur ber að skoða þær sem tæki, er beita þarf stöðugt og á kerfisbundinn hátt. Það er augljóst mál, að stofnun vinnu- rannsóknadeildar mun kosta talsvert fé, en það er varla hægt að benda á nokkra fjárfestingu, er gefur jafn- skjótan arð. Gabrielsson framkvæmdastjóri hef- ur reiknað út, að til þess að unnt sé að spara einn mann við framleiðsl- una, verði fyrirtækið VOLVO h/f að ráðast í eina af þremur eftirfarandi fjárfestingum: í byggingar og vélar .. ca. 300.000 ísl. kr. í verkfæri og útbúnað . — 150.000- 1 endurbætur á vinnu- aðferðum ...... — 35.000 — — Tölur þessar eru sj álfsagt breytileg- ar hjá hinum ýmsu fyrirtækjum, eftir aðstæðum, en sennilegt má telja, að hjá mörgum fyrirtækjum séu aðstæð- ur svipaðar og hjá VOLVO h/f: Að ódýrasta aðferðin til vinnusparnaðar, eða — það sem er kjarni vandamáls- ins — til framleiðsluaukningar með því vinnuafli, sem maður hefur yfir að ráða, sé fjárfesting í endurbótum á vinnuaðferðum, með stofnun vinnu- rannsóknadeildar. Verkstjórinn Þegar tímarannsóknir eru teknar upp, mun honum finnast sem eitthvert framandi afl sé að ryðjast inn á hans verksvið. Og við breytingar eða end- urskipulagningu á vinnuaðferðum er hætt við, að honum finnist sem verið sé að svipta hann allri stjórn, þótt hann hafi raunar enga ástæðu til að taka því á þann hátt. Verkstjórinn er nefnilega fagmaður — sá sem veit mest um starfið — þar sem vinnu- rannsóknamaðurinn er aftur á móti skipulagningarmaður, sein með tækni- legum aðferðum sínum hjálpar til að finna hentugustu aðferðirnar. Það verður því að leggja áherzlu á, að gott samstarf milli vinnurannsóknamanns og verkstjóra er sérlega mikilvægt til að ná góðum árangri. Verkstjórinn verður samt sem áður að fá sína við- bótarfræðslu, t. d. á námskeiði, í þeim efnum og um þau vandamál, sem komið hafa fram á sjónarsviðið, þeg- ar tekið var að beita vinnuhagræð- ingu og tímarannsóknum. Vinnugreiningarmaðurinn Þetta er ekki auðvelt starf, en skemmtilegt. Vinnurannsóknamaður- inn á að uppfylla óskir vinnuveitand- ans jafnt sem verkafólksins. Auk stað- góðrar menntunar þarf hann að eiga í fari sínu eftirfarandi eiginleika: Hæfileika til að umgangast fólk. Réttsýni og einbeitni. Hæversku og prúða framkomu. Vakandi áhuga á hugmyndum ann- arra. Stöðu hans í fyrirtækinu verður að telja meðal hinna mikilvægustu. Tímabilið, meðan verið er að koma öllu af stað, er jafnan erfiðast. Þegar nokkur tími hefur liðið og starfsliðið hefur komizt að raun um, að framleiðsluaukning hefur átt sér stað vegna endurbættra aðferða, en ekki vegna meiri áreynslu hvers ein- staklings, og tekjur fara vaxandi vegna þess, að eigið framlag er meira, verður afstaðan gagnvart vinnurann- sóknarmanninum önnur. Tímarannsóknir eru tæki í hagræð- ingarstarfinu. Eins og hverju öðru tæki má beita því á réttan eða rangan hátt. Sé því beitt ranglega, verður á- rangurinn rangsnúinn, en notað á réttan hátt er það óviðjafnanlegt. Fyrírlestur, haldinn í Stjórnunarfélagi fslands 24. jan. 1961. }. Bj. þýddi. Kcglur um i'ínnurunmélmir Framh. aí 66. bls. ar stafa af dugnaði og vinnuframlagi, sem fer fram úr staðalafköstum. 2. Tilskilið er, að hver einstakur verkamaðui leitist við að notfæra sér þá möguleika til tekjuöflunar, sem hin vinnurannsökuðu ákvæði veita. VII. Grundvöllur til breytinga ó vinnurannsökuðum ákvæðum Endurskoðun ákvæðisgildanna skal geta átt sér stað, þegar eftirgreindar aðstæður — ein eða fleiri — eru fyrir hendi: 1. Almenn hækkun eða lækkun launa vegna endurskoðunar samn- ingsákvæða. 2. Breytingar á aðferð, vél, vinnu- plássi eða efni. 3. Breyting á hinu almenna hag- ræðingarstigi fyrirtækisins (eða deildarinnar), sem m. a. kemur fram í breytingum á persónulegu eða rekstrartæknilegu tímatapi. 4. Ákvæði, sem eru sýnilega röng, t. d. vegna þess, að reikningsskekkja hefur átt sér stað við útreikning þeirra. Báðir aðilar skuldbinda sig á gagnkvæman hátt til að skýra frá, ef þeir uppgötva slíkar skekkjur. VIII. Laun meðan vinnurannsókn fer fram Meðan vinnurannsókn er fram- kvæmd, skal greiða laun samkvæmt eftirfarandi reglum: 1. Hafi vinnan áður verið greidd samkvæmt ákvæðistaxta, skal greiða eftir honum. 2. Við tímataps- eða vinnuaðferða- rannsóknir skal greiða eins og venja er fyrir verkið — eins og engin rann- sókn stæði yfir. Við tímalaunaða vinnu, sem krefst ákvæðisvinnuhraða og er unnin þannig, skal þó veita við- bót eins og nefnt er í 3. gr. þessa kafla. Ákvæðisvinnumenn, sem ekki geta Framh. á 79. bls. 72 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.