Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 21
Polysulphide-þéttiefni
Nýtt „Thiokol“-þéttiefni til al-
mennra nota, gætt frábærum eigin-
leikum.
Þetta nýja þéttiefni er samsett af
tveimur efnablöndum: Þéttinum, er
byggist á .,Thiokol“-polysulphide, og
herðinum. Fyrir notkun skal blanda
saman þétti og herði í hlutfallinu 9:1.
Blandan inniheldur 100% föst efni,
hefur eðlisþyngd 1.35 og þarfnast
ekki hita eða þrýstings til herzlu eftir
notkun.
Herzla byrjar þremur klukkustund-
um eftir notkun, og innan 24 klst. er
þéttleiðin norðinn svipaður gúmi, ef
blandað er við venjulegan stofuhita.
Viðloðun er mjög góð. Fyrir notk-
un þarf yfirborðið að vera þurrt og
ryklaust. Ef um steinsteypu eða timb-
ur er að ræða, eykur grunnmálning
viðloðunina.
Þetta nýja efni hefur marga af-
burðakosti. í fyrsta lagi skreppur það
mjög lítið saman vegna hins mikla
innihalds fastra efna. Það er gætt
mikilli staðfestu á hitasviði allt frá
-1- 50° C til 120° C, sprunguþétt við
mjög lágt hitastig og rennur ekki,
jafnvel við 120°C. Staðfesta þess er
endingargóð, og það veitir frábært
viðnám gegn veðrun, sjávarlöðri, súr-
efni, ozone, ýmsum upplausnarefnum
og kemískum efnum (sýrum, bösum,
olíum o. fl.)
Þá má nefna eiginleika eins og tog-
þol, 20—40 kg/cm2, mikið svigþol og
þrýstiþol, höiku og þéttleika gegn
gufum. Unnt er að teygja það um
300%, áður en það brestur. Það
myndar góða festingu við næstum
allt byggingarefni: stein og stein-
steypu, gler, við, stál, kopar, bronz og
hörð polyvinyl chloride plastefni.
Eina undantekningin er polyethylene.
Þetta „Thiokol“ þéttiefni er not-
hæft við næstum hvers konar bvgg-
ingarstarfsemi. Einkum er það mikil-
vægt við byggingu gluggat j alda-
veggja í nýtízku byggingum. Þá má
nota það við skipabyggingar, þar sem
það getur komið í stað hampþétting-
ar, pípufóðranir, þéttingar á geymum
o. fl.
Efnið er fáanlegt í nokkrum litum:
svörtum, brúnum, rauðum og alúmín.
Þá eru einnig fáanlegar sértegundir,
miðaðar við sérstakar þarfir sam-
kvæmt ósk kaupenda.
Framleiðendur eru N. V. Fabriek
van Chemische Producten „Saba“,
Dinxperlo, Hollandi, og Thiokol
Chemical Corp., Trenton, N.Y. USA.
E.T.D. no. 3497.
HraSteikniútbúnaður
Gerður hefur verið einfaldur og
fyrirferðalítill teikniútbúnaður til að
auðvelda gerð tæknilegra uppdrátta.
Hann er samsettur af gagnsærri
sniðplötu, sem er nákvæmlega tilskor-
in og fest við grunnspjald með stækk-
unarútbúnaði (pantograph) á tvö-
földum hjörum. Grunnspjaldið er not-
að sem teikniborð, og er það útbúið
með hornum, er halda teikningunum
í réttum skorðum. Ollum útbúnaðin-
um er komið fyrir í hulstri, er fella
má saman og er með sérstökum vasa
í lokinu fyrir teiknipappír.
Stensillinn er útbúinn með öllum
venjulegum hornum, hringum og
sporbaugum, ásamt mörgum öðrum
gagnlegum táknum og mælikvörðum.
Hann innifelur einnig ágætt kerfi fyr-
ir sniðstrikun, án þess að meta þurfi
fjarlægðir milli lína.
Framleiðandi er The Quickdraw
Co. Ltd., 127 Gunnersbury Avenue,
London, W. 3.
Ur „Engineering Materials and Design",
sept. 1960. — DSIR Technical Digest no.
1294.
Plasthúöaðar stálþynnur
Ýmsir stálframleiðendur í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og víðar eru nú
farnir að húða stálþynnur sínar með
vinyl-plasti, um leið og plöturnar eru
framleiddar. Með þessu móti sameina
þeir kosti þessara tveggja efna, um
leið og þeir standa betur að vígi í
samkeppninni við aukna notkun plast-
platna í stað stálþynna. Þessi plast-
húðun er allflókin, þar eð ekki má
setja plastið beint á völsuðu plöturn-
ar, heldur eru þær fyrst hreinsaðar
með kemiskri aðferð. Síðan er yfir-
borð þeirra hrufað lítið eitt með sýru
og rafmagni, áður en þær eru grunn-
aðar með hitaherzlulími (plasti) og
hitaðar. Þá fyrst er vinyl-plasthúðin
völsuð á stálþynnumar (öðrum meg-
in).
Helztu kostir þessara vinyl-húðuðu
stálþynna (%—1% mm) eru þeir, að
vinna má þær eins og blikk án þess að
eiga á hættu að plasthúðunin skemm-
ist eða rifni af stálinu. Plasthúðin,
sem fæst í mörgum litum og áferðum
(hrjúf eða slétt), er endanleg áferð
hins smíðaða hlutar, og þarf því ekki
neitt að hugsa um hreinsun, sprautun
eða bökun á honum. Sparar þetta
mikinn kostnað og vinnu við fram-
leiðslu ýmissa hluta, sem jafnframt
hafa mjög sterka varnarhúð og fallegt
yfirborð, sem er hlýtt viðkomu (ólíkt
lökkuðu eða máluðu stáli).
Þessar plast-stálþynnur má beygja
180 gráður, djúpmóta (pressa), högg-
skera, rafsjóða (bak) o. s. frv. án þess
að skemma á nokkum hátt plasthúð-
ina eða án þess að hún losni frá stál-
IÐNAÐARMÁL
75