Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 27

Iðnaðarmál - 01.04.1961, Síða 27
Vinnurannsóknir og ákvæðisvinna Framh. af 59. bls. þess og taki virkan þátt í ráðstöfunum til að skapa skilyrði til, að svo megi verða. Að sú áætlun um þjálfun manna í vinnurannsóknum, sem hér hefur ver- ið minnzt á, geti orðið að veruleika og borið góðan árangur, er því að veru- legu leyti undir því komið, að jafnt samtök launþega sem atvinnurekenda séu fús til að veita málinu stuðning sinn og áhuga. Takist að skapa skilyrði til að hagnýta vinnurannsóknir í ríkum mæli í þágu íslenzkra atvinnuvega í náinni framtið, má fullyrða, að aðstaðan til að bæta lífskjörin mun batna til muna. S. B. H'c^um 0(8 ejjni a jjleili tcetznisélþceðincjuml Mikið er um það talað, að hér á landi þurfi fleiri vel menntaða, tæknisérfróða menn til að fylgjast með hinni öru tækniþróun erlend- is og beina henni inn í atvinnulíf okkar, annaðhvort með bættum starfsaðferðum og tækjum eða með hagnýtri rannsóknarstarfsemi og upplýsingastarfsemi. Ekki er að efa, að þetta sé rétt, enda hafa ýmsar athuganir erlendis sýnt, svo að ekki er um villzt, að aukin tœknikunn- átla er helzli þátturinn í vaxandi framleiðni og ejnahagslegri velmeg- un iðnaðarþjóða (sbr. síðasta hefti Iðnaðarmála, bls. 38, „Dulið afl“). Þó virðist þróunin hér í þessum málum vera öll á annan veg. Fjöldi tæknisérfróðra manna flyzt nú af landi burt eða kemur alls ekki heim að loknu námi erlendis vegna lélegra kjara og starfsskilyrða. Sama máli gegnir í rannsóknarstarfsemi okkar, en samkvæmt athugunum rannsóknarráðs er kjörum og starfsskilyrðum sérfræðinga þeirra mjög ábótavant og starfskraftar þeirra illa nýttir. Auk þess þarf að veita miklu meira fé en gert er í rannsóknarstarfsemi í þágu atvinnu- veganna, til þess að hún geti sýnt verulegan árangur. Þegar svo er komið, að mikill hluti færustu tæknisérfræðinga okk- ar flyzt úr landi og sérhæfir starfskraftar þeirra, sem ennþá sitja heima, eru illa nýttir og vanmetnir, þá er ekki hægt að segja, að við höfum efni á fleiri „fræðingum“. En er þá ekki kominn tími til að taka þessi mál til alvarlegrar end- urskoðunar? L. L. Reglur um vinnurannsóknir Framh. af 72. bls. lialdið sínum venjulegu tekjum vegna tímataps- eða vinnuaðferðarannsókn- anna, skulu fá tryggð meðallaun sín á klst., meðan rannsóknir þessar standa yfir. 3. Þegar ákvæðisvinnutaxtar eru ekki fyrir hendi, skal greiða fyrir ákvæðisrannsóknartímann þann á- kvæðisviðauka, sem ákveðinn er í taxtasamningi eða í eigin samkomu- lagi, að því tilskildu, að störfin séu unnin með venjulegum ákvæðisvinnu- hraða, meðan á rannsókn stendur. Oslo, 19. júlí 1955 Norska vinnuveitendasambandið Tryggve Klappe John Andrésen Landssamband verkalýðsfél. Konrad Nordahl Alf Andersen Síarfsniannasliipti í maíbyrjun tók Þórir Einarsson viðskiptafræðingur til starfa í Iðnað- armálastofnun Islands. Þórir lauk kandídatsprófi í viðskiptafræðum vorið 1957, en hefur frá hausti sama árs stundað framhaldsnám í hagfræði við Hamborgarháskóla. Síðari hluta þessa tímabils hefur hann sérstaklega lagt stund á iðnaðarmál við Institut fiir Industri- und Gewerbepolitik, sem er í tengslum við háskólann í Ham- borg. Með þessu hefti IÐNAÐARMÁLA tekur Þórir Einarsson sæti í ritnefnd, en hann mun eirinig gegna starfi skrif- stofustjóra eins og fyrirrennari hans, Guðmundur H. Garðarsson. Þá hefur frú Maja Olafsson verið ráðin til stofnunarinnar í byrjun árs- ins til að annast gæzlu Tæknibóka- safns IMSI. Er nú safnið opið mun lengur en áður, og sömuleiðis hefur þjónusta þess verið aukin til muna við komu bókavarðarins. Stjórn og starfslið Iðnaðarmála- stofnunarinnar vilja nota þetta tæki- færi til að bjóða þau Maju og Þóri velkomin til starfs. S. B. •IÐNAÐARMAL 79

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.