Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 RITSTJÓRNARGREIN Reiði og hefndarþorsti Mjög fróðlegt er að skoða svör nítján forstjóra við spurningum Frjálsrar verslunar sem birt eru hér í blaðinu. Það vekur ugg að flestir þeirra telja að enn sé langt í land með að fjárhagslegri endur skipulagningu fyrirtækja sé lokið, jafnvel tvö til þrjú ár. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að fyrirtæki geta ekki byrjað að fjárfesta aftur fyrr en efnahagsreikningur þeirra er kominn í lag. Mörg fyrirtæki ráða ekki einu sinni við þær afborganir sem þau þurfa að greiða núna, hvað þá að fara í nýjar fjárfestingar. Það sama á við um einstaklinga, þeir byrja ekki að framkvæma aftur fyrr en þeir hafa gert upp við bankana og komið lagi á sínar skuldbindingar. Það er áberandi að forstjórunum finnst vanta upp á traustið í þjóðfélaginu. Þeir eru ekki einir um að finn­ ast of miklum kröftum varið í hefndarþorsta og leit að blórabögglum úr fortíðinni í stað þess að hafa það meginmarkmið að bjarga fólki og fyrir tækj ­ um – og byggja upp, í stað þess að brjóta niður. Þegar spurt er að því hvort það hefði mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópu sam­ bandinu eru skoðanir skiptar. Margir segja að aðildin ein og sér breytti ekki miklu þar sem reglur Evrópska efnahagssvæðisins gildi nú þegar og hafi gert. Aðrir svara því til að eingöngu aðild með nýjum gjald­ miðli hefði áhrif. Hver er sinnar gæfu smiður. Ekki er nokkur vafi á að brýnasta verkefni okkar Íslendinga er að ná tökum á okkar eigin efna­ hagsstjórn og blása andrúmi kjarks og vonar út í þjóð félagið – að jákvæðni sé tekin fram yfir svartsýni. Miklar bylgjur jákvæðni leysa krafta úr læðingi. Núverandi ríkisstjórn hefur verið of upptekin af reiði og hefndarþorsta. Fram kemur í svari eins forstjórans að reiðin sé skiljanleg í samfélaginu eftir hrunið en að hún ein og sér leiði ekki til endurreisnar efnahagslífsins. Ef markmiðið sé að rækta hér upp blómlegt mannlíf, drifið áfram af bjartsýnu fólki, þurfi til þess svo margt annað en peninga. Það þarf von og trú. Þá telja forstjórarnir að efnahagsstjórnunin hafi ein kennst um of að hækka skatta á einstaklinga og fyrir ­ tæki – og það letji frekar en hvetji til athafna. Það sé ekki hægt að búa til verðmæti með skattahækkunum. Margir hætta við að stofna fyrirtæki – eða hætta atvinnu rekstri – ef efnahagsumhverfi fyrirtækja einkennist af háum skött um. Frjáls verslun hefur frá hruninu haustið 2008 barist hart fyrir því að sett yrðu lög á Alþingi um að vísi tala neysluverðs, sem notuð er í öllum verð tryggðum lána­ samn ingum, yrði fryst eða sett þak á hana, t.d. 2% á ári. Spurt er um þetta og telur meirihluti for stjóranna að slík aðgerð væri illframkvæmanleg og sennilega ekki lögleg. Aðrir eru mjög ákafir í því að af nema verð trygg inguna til að lækka fjármagnskostnað og einn segir: „Verð trygg­ ingin er vítisvél.“ Nýlega boðaði viðskiptaráðherra lög um að ólögleg gengisbundin lán skyldu bera lágmarksvexti Seðla bank­ ans en ekki samningsvexti. Sömuleiðis sagði hann að þessi lagasetning næði ekki til fyrirtækja, heldur ein göngu ein staklinga. Hann lætur sem sé fyrirtækin sprikla áfram í ólinni og kljást áfram við banka um þessi lán þrátt fyrir mjög afdráttarlausan dóm Hæstaréttar frá í sumar. Hvernig geta ólögleg gengisbundin lán einvörð ungu náð til einstaklinga en ekki fyrirtækja? Af þessu sést að það er enginn vandi að setja lög á Alþingi um að t.d. setja 2% þak á hækkun vísitölunnar á ári í öllum lánasamningum. Það er ekki verið að ræða um lög sem giltu aftur fyrir sig. Eftir hrunið í byrjun október 2008 hefur verðtrygg­ ingin hækkað öll vísitölubundin lán í landinu um 16%, í dýpstu kreppu lýðveldisins. Það er eins og að eltast við skottið á sjálfum sér að afnema ekki verðtrygginguna eða setja 2% þak á hana í öllum lánasamningum. Það kemur upp nýr skuldavandi heimila og fyrirtækja eftir hvert verðbólguskot. Núna er verðbólguskot í pípunum verði gjaldeyrishöftin afnumin. Hvernig geta menn viljað að þeir einir, sem lána fé (lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur), hafi einkarétt á að fá allt verðtryggt til baka með ofurháum vöxtum þótt allt hafi hrunið í kringum þá; laun hafi rýrnað, hlutabréf fallið í verði, hús fallið í verði, veð fallið í verði og pen­ ing arnir undir koddanum fallið í verði. Vilja þeir hinir sömu þá ekki taka upp verðtryggingu launa því lífeyrissjóðir standa fyrir eftirlaunum – og eiga eftirlaunin að vera einu verðtryggðu launin í landinu? Hvernig geta menn viljað að vísitala neysluverðs sé grunnur til verðtryggingar fjárskuldbindinga sem hækkar allar skuldir í landinu ef orkuveitunni dettur í hug að hækka verð á heitu vatni? Eða ef fjármálaráðherra hækkar verð á víni og tóbaki? Á þá að breyta grunninum? Sumir vilja það. En er það ekki jafnó lög legt og að festa vísitöluna? Að mínu mati er óskiljanlegt að Íslendingar vilji hafa svona kerfi í dýpstu kreppu Íslandssögunnar – einir þjóða í veröldinni. Hvernig geta menn viljað hafa kerfi þar sem vísitala neysluverðs hækkar allar skuldir í landinu ef orkuveitunni dettur í hug að hækka verð á heitu vatni? Jón G. Hauksson HOTEL SAGA, REYKJAVÍK Þegar þú heldur fund eða ráðstefnu á Hótel Sögu getur þú auðveldlega spunnið þann söguþráð sem hentar gestunum þínum best. Auk fjölbreyttra fundarsala, með öllum nýjasta tækjabúnaði, býður hótelið upp á veitingastaði og bar, heilsumeðferð og fyrsta flokks gistingu ef menn koma langt að. Stemningin bæði á undan og eftir getur skipt máli fyrir árangurinn af fundinum. Það er auðvelt að halda þræðinum á Hótel Sögu. Hótel Saga býður upp á margar fléttur Radisson Blu Saga Hotel Sími: 525 9900 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is P IP A R     • S ÍA     •    9 1 7 3 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.