Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 65

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 65
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 65 Hvenær telur þú að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki og þau geti byrjað að fjárfesta aftur? Ég vona að það fari að sjá til botns í þeirri vinnu og með samstilltu átaki fjármálastofnana, hins opinbera og fyrirtækjanna sjálfra vona ég að það geti orðið á fyrri hluta næsta árs. Ég tel líka mikilvægt að þau fyrirtæki sem hafa svigrúm til að fjárfesta nýti tækifærið til þess nú og örvi þannig hagkerfið. Sem betur fer eru þau fyrirtæki til. Finnur þú á meðal viðskiptavina þinna að þeir fái ekki nægilega fyrirgreiðslu í bönkum? Það er alltaf afstætt hvað maður telur að sé nægileg fyrirgreiðsla og einkum við þær sérstöku aðstæður sem við búum nú við. Ég held að þeir sem óska eftir og geta staðið undir eðlilegri fyrirgreiðslu geti fengið hana á grundvelli greiðslugetu. Málefni annarra eru enn í meðferð og margir eru í leiðréttingarferli með erlend bíla- og húsnæðislán og fá þar af leiðandi ekki fyrirgreiðslu meðan óvissa ríkir um þær málalyktir. Almennt held ég að fjármálafyrirtæki séu varkár í að veita fyrirgreiðslu meðan óvissan um meðferð skuldamála er enn þó nokkur. Finnur fyrirtæki þitt beint fyrir því að gjaldeyrishöftin trufli starfsemi þess? Gjaldeyrishöftin torvelda okkar starfsemi þannig að við þurfum að fara aðrar leiðir til að koma greiðslum til erlendra samstarfsaðila okkar og það tekur oft lengri tíma en áður. Í þessu sambandi langar mig jafnframt að benda á að það var þrekvirki á sínum tíma þegar bankarnir féllu að takast skyldi að halda greiðslukerfinu gangandi. Við hefðum staðið frammi fyrir stórum vanda hefði það ekki tekist. Er fyrirtæki þitt í samkeppni við fyrirtæki í eigu banka eða kröfuhafa? Kreditkort er í eigu Íslandsbanka, Landsbanka, Byrs og fjölmargra sparisjóða og við erum einnig í samkeppni við banka og sparisjóði við að veita þjónustu til korthafa. Kreditkort er þó eina félagið sem býður upp á American Express-greiðslukort með öflugum ferðafríðindum. Hvaða áhrif hefði það á starfsemi fyrirtækis þíns ef Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu? Bein aðild að Evrópusambandinu hefði í sjálfu sér ekki veruleg áhrif á starfsemi Kreditkorts en innganga í myntbandalagið og upptaka annars gjaldmiðils hefði hins vegar mun meiri áhrif. Þá verða allar úttektir á evrópska myntsvæðinu í sömu mynt og innlendar og ekki lengur þörf á yfirfærslu úr einni mynt yfir í aðra sem kann að leiða til lægri kostnaðar við greiðslumiðlun milli landa. Hyggst fyrirtæki þitt bæta við sig fólki á næstunni? Já, það kann að fara svo og það yrði í þeim tilgangi að hagræða og ná fram sparnaði á öðrum sviðum. Ertu hlynnt því að festa vísitöluna í öllum lánasamningum og kippa þannig verðtryggingunni úr sambandi? Ég set spurningarmerki við það hvort eðlilegt sé að nota vísitölu neysluverðs sem grunn til verðtryggingar fjárskuldbindinga sem leiðir til þess að t.d. þegar verð á orku hækkar þá skuli lán einstaklinga og fyrirtækja hækka að sama skapi. Dæmin verða skýrust þegar sveiflurnar eru miklar og mismunurinn milli launaþróunar og verðlagsþróunar er mikill. Slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar og dæmi fortíðar tala sínu máli um það. Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Hvetja þjóðina til að nýta hæfileika sína, hugmyndaauðgi, dugnað og framsækni til að leita leiða til að skapa meiri gjaldeyristekjur og vinna okkur út úr þeirri efnahagslægð sem við erum í. Ég myndi líka grípa til aðgerða til að skapa framtíðarstörf fyrir allt það frambærilega og vel menntaða fólk sem hér býr og skapa umgjörð fyrir betur launuð störf. Það leynast tækifæri víða – þau eigum við að nýta. Viðskiptalífið yrði betra ef … … meira jafnvægi væri milli kynja í æðstu stjórnunarstöðum atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls. Efast um að eðlilegt sé að nota vísitölu neyslu­ verðs sem grunn fjárskuld­bind­ inga MARTHA EIRÍKSDÓTTIR framkvæmdastjóri Kreditkorts Það leynast tækifæri víða – við eigum að nýta þau Martha Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Kreditkorts.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.