Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 143

Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 143
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 143 um árabil og alveg til ársins 1990. Það var eilífðarvél sem átti ekki að geta farið á höfuðið. Málið var að þessi eilífðarvél hafði of greiðan aðgang að ódýru lánsfé í gegnum pólitíkina og fyrir vikið var því ekki ráðstafað í nægilega arðbærar fjárfestingar. Á endanum varð Sambandið of skuldugt og féll.“ Jón sagði að fyrirtæki og heimili á Íslandi hefðu haft mjög greiðan aðgang að lánsfé í útlánabólunni frá 2003 til 2008 sem hefði verið alþjóðleg útlánabóla. Fyrir vikið urðu bæði fyrirtæki og heimili allt of skuldug. „Þess vegna eyðilagðist skuldahlið fyrirtækja á einni nóttu í hruninu.“ Jón rakti einkavæðingu bankanna árin 2002 og 2003 þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir og hvernig Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust. Hann sagði að á sama tíma og bankarnir hefðu verið einkavæddir hefði alþjóðlega útlánabólan byrjað að bólgna út svo um munaði um allan heim og útlendir stórbankar hefðu lánað ótæpilega til Íslands; bæði beint og í gegnum bankana, og efnahagsreikningur bankanna stækkað og stækkað. „Við erum með EES­samninginn og fjórfrelsið í honum. Samningurinn tryggir frjálst fjármagnsflæði á milli landa og hann var forsenda þess að Íslendingar gátu farið í útrás og keypt erlend fyrirtæki.“ Jón sagði að útlendingar sem og Íslend­ ingar hefðu verið agndofa yfir kaupgetu við skiptablokkanna á erlendum fyrirtækjum og spurt: Hvaðan koma allir þessir peningar? „Svarið var auðvelt: Þeir komu frá mörgum af stærstu og þekktustu bönkum í heimi. Þeir lánuðu og tóku mestu áhættuna á uppganginum hér á Íslandi. Þetta eru sömu bankarnir og tapa núna 7.000 til 8.000 milljörðum á bankahruninu á Íslandi. Bankarnir verða að afskrifa en ekki velja japönsku leiðina frá 1990. Þeir verða að afskrifa í fyrirtækjum, breyta skuldum í hlutafé, fá nýtt hlutafé frá nýjum eigendum, fá nýtt hlutafé frá gömlum eigendum sem reka fyrirtækin áfram. Aðferðirnar eru margar.“ Jón velti því síðan fyrir sér í hverja bankarnir hringdu þegar þeir vildu selja fyrirtækin. Hann sagði að hringt væri í lífeyrissjóðirna, Framtakssjóðinn, fjárfesta sem hefðu selt fyrirtæki sín í bólunni og hoppað út úr henni á besta tíma, innstæðueigendur í bönkunum og erlenda fjárfesta. Jón fór síðan nokkrum orðum um Framtakssjóðinn sem væri í eigu sextán lífeyrissjóða. Hann hefði keypt kippu fyrirtækja og væri orðinn sterkasti fjárfestirinn á markaðnum. „Sumir líkja honum við viðskiptablokkirnar sem við höfum búið við. Hann á Icelandair, Icelandic Group, Vodafone, Skýrr, EJS, Hug­Ax, Hands Hold, Húsasmiðjuna og Plastprent. En hvað er Framtakssjóðurinn? Hann er í eigu lífeyrissjóða og Landsbankans. Hann er því fólkið í landinu ef þannig má orða það.“ „Bankarnir verða að afskrifa en ekki velja japönsku leiðina frá 1990. Þeir verða að afskrifa í fyrirtækjum, mörg þessara lána eru hvort sem er töpuð. Þeir verða að breyta skuldum í hlutafé, fá nýtt hlutafé frá nýjum eigendum, fá nýtt hlutafé frá gömlum eigendum sem reka fyrirtækin áfram. Aðferðirnar eru margar.“ jón G. Hauksson hvErnig hrUnið lék 300 stærstU fyrirtækin Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, sagði frá því hvernig hrunið hefði leikið 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi. Hann lagði áherslu á að forðast þyrfti japönsku leiðina. TexTi: Hrund Hauksdóttir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar. Jón spáði því að Framtakssjóðurinn kæmi með einum eða öðrum hætti að kaupum á matvörurisanum Högum sem væri nú í eigu Arion banka. „Ég á ekki von á öðru enda er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti lífeyrissjóðurinn í Framtakssjóðnum.“ Jón endaði síðan erindi sitt á spurningunni: Hvað nú? Hann svaraði því svona: „Það þarf að afskrifa skuldir og hreinsa úr pípunum. Lækka verð á fyrirtækjum í eigu bankanna. Seðlabanki verður að lækka stýrivexti niður í 1% og það þarf að setja lög um að vísitalan í öllum verðtryggðum lánum geti ekki hækkað um nema 2% á ári í mesta lagi. Féð þarf að fara af innstæðureikningum í vinnu til fyrirtækjanna. Endurreisnin þarf að vera í formi kröftugra og samkeppnishæfra fyrirtækja sem geta staðið í skilum og komið fram með nýjar hugmyndir og tryggt fólki vinnu.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.