Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 146

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 146
146 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: HILMAR KARLSSON Kvik myndir Nýjasta kvikmynd Darrens Aronofskys, Black Swan, hefur vakið mikla athygli og var hún opnunar-kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og stuttu síðar sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Black Swan fylgir í kjölfarið á marg- verð launaðri kvikmynd Aronofskys, The Wrestler, en sú mynd var meðal annars valin besta kvikmyndin í Feneyjum fyrir tveimur árum. Black Swan er fimmta kvikmyndin sem Aronofsky leikstýrir á tólf árum og eins og með aðrar kvikmyndir hans er hún ekkert popp kornsfóður. Ballerína af lífi og sál Black Swan er sálrænn hryllingstryllir þar sem ballettinn Svana- vatn ið eftir Tjækovský er í forgrunni. Aðalpersónan er Nína (Natalie Portman), sem eins og margir ballettdansarar á sér aðeins eitt líf; ballettinn. Hún býr með ráðríkri móður sinni (Barbara Hershey) sem er fyrrverandi ballettdansari með endasleppan feril að baki og leggur nú allt í sölurnar fyrir dóttur sína. Þegar listrænn stjórnandi New York-ballettsins, Thomas (Vincent Cassel), ákveður að láta prímadonnuna fjúka í uppsetningu á Svanavatninu og velur Nínu tekur hann völdin í lífi hennar, ekki aðeins í vinnunni heldur einnig í einkalífinu. Nína er að hans mati hin fullkomna ballerína, tæknilega, en honum finnst vanta tilfinningar og ástríðu í dans hennar sem er ekki nema von þar sem Nína er köld í öllum samskiptum og líður illa í námunda við aðra dansara í ballettinum sem njóta lífsins eins og annað fólk, fara út að borða og skemmta sér, sem Nina hefur aldrei gert. Thomas metur það síðan svo að Nína sé mjög góð fyrir hlutverk Hvíta svansins í Svanavatninu en hefur þó í huga að láta nýliðann Lily (Mila Kunis) leika Svarta svaninn, en Lily hefur allt það sem Ninu vantar, er lífsglöð og tilfinningarík. Sérkennilegur vinskapur myndast milli þessara ólíku stúlkna sem hafa ballettinn að atvinnu. Það sem er síðan megininntak myndarinnar eru geðsveiflur Nínu, en smátt og smátt fer hún að missa tökin á veruleikanum og þar með fer myndin í farveg sem þekktur er í sálfræðitryllum. Bíður óskarinn eftir Natalie Portman? Black Swan hefur yfirleitt fengið mjög fína gagnrýni frá þeim gagn- rýnendum sem sáu hana á kvikmyndahátíðunum en þó ekki hjá öllum enda er myndin þannig í eðli sínu að annaðhvort verður fólk hrifið eða þolir myndina ekki. Eitt eru þó allir sammála um, Natalie Portman er stórkostleg í hlutverki Nínu. Hún æfði stíft ballett fyrir hlutverkið og þótt hún sé ekki þrautþjálfuð ballerína Natalie Portman í hlutverki ballettdansarans Nínu sem smám saman fær ranghugmyndir um lífið og tilveruna. Sálfræðitryllir þar sem blandað er saman listum og hryll- ingi á áhrifamikinn hátt og er Natalie Portman líkleg til að fá tilnefn ingu til óskarsverðlauna fyrir leik í hlutverki ball er- ínu sem um sama leyti og hún er að nálgast toppinn er að missa tökin á veruleikanum SVARTI SVANURINN Darren Aronofsky ræðir við Vincent Cassel, sem leikur listrænan stjórnanda New York­ballettsins, meðan á tökum stóð á Black Swan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.