Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 147

Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 147
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 147 eins og Nína á að vera þykir henni takast vel upp í dansinum og bætir við frábærum leik í erfiðu hlutverki þar sem hún lýsir vel kuldanum sem kemur frá Nínu sem og þeim geðbreytingum sem á henni verða. Margir eru á því að óskarinn bíði eftir henni á næsta ári. Sjálf segir Portman um hlutverkið að persónan hafi verið lengi að mótast. „Nokkur ár eru síðan Aronofsky nefndi hlutverkið við mig og af og til höfum við verið að ræða myndina, þannig að ég var búin að hugsa persónuna lengi. Varðandi dansinn þá var ég í ballett til 12 ára aldurs og lagði þannig grunninn en var svo í eitt ár að æfa mig undir leiðsögn tveggja frábærra dansara og kenn ara. Æfingarnar voru ekki stífar í byrjun en eftir því sem nær dró upptökum urðu þær blóð, sviti og tár og ef einhver telur sig sjá sársauka í svip mínum í einhverjum ballettatriðunum þá er það ekki leikur.“ Darren Aronofsky Fyrsta kvikmynd Darrens Aronofskys í fullri lengd er Pi (1998), svart hvít kvikmynd sem vakti mikla athygli og hlaut mörg verð laun. Strax í þeirri kvik- mynd er Aronofsky farinn að kafa í manns sálina en Pi fjallar um hálf brjálaðan stærðfræðing sem er í sífelldri leit að reglu í heiminum. Hann trúir því statt og stöðugt að heim inn sé hægt að tákna með tölum og að hann sé einfaldur og fallegur og hafnar allri óreiðu. Næst kom Requiem For a Dream (2000), sem fjallaði á átakan legan hátt um fjóra eiturlyfja- neyt endur, kvikmynd sem lætur engan ósnort- inn sem hana sér. Þriðja kvikmynd Aronofskys er The Fountain (2006), sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum enda einstaklega tor skilin kvik mynd sem fjallar um vísindamann sem fylgist með eiginkonu sinni versna af krabba meini. Í kring um þennan söguþráð er önnur saga sem spann ar hundruð ára og gerir myndina súrrea líska. Ef einhverjir hafa haldið að Aronofsky væri að flippa út með The Fountain og á brattann væri að sækja fyrir hann þá gerði The Wrestler (2008) þær hugmyndir að engu, en hún er vin sæl asta kvik mynd Aronofskys hingað til og greiddi leið Mick eys Rourkes aftur á topp inn í kvikmynda- brans anum. Fimm kvikmyndir á tólf árum eru ekki mikil afköst og ekkert er á hreinu hvað Aronofsky tekur sér fyrir hendur næst. Hann er orðaður við mörg verk efni en nýjustu fréttir herma að hann komi til greina sem leikstjóri nýrrar Superman-kvik myndar. Ekki er ákveðið hven ær Black Swan verður sýnd hér á landi en hún verður tekin til almennrar sýningar í Banda- ríkjunum 1. desember. KVIKMYNDAFRÉTTIR MORGUNDÝRÐ Harrison Ford og Diane Keaton eiga að baki langan og farsælan feril í kvikmyndum en hafa ekki leikið í sömu kvikmynd fyrr en nú í gaman mynd inni Morning Glory þar sem þau leika morgun þátta stjórn­ endur í sjónvarpi. Fjallar myndin um ungan sjónvarps framleiðanda sem Rachel McAdams leikur. Hún á að hleypa nýju fjöri í morgunþátt sem Diane Keaton hefur drottnað yfir og ræður gamlan ref (Harrison Ford) og er hann settur við hlið Keaton. Eins og vænta má verða fljótt árekstrar enda bæði föst á sínu og þá kemur að hinni samningslipru McAdams sem á nú nóg með sjálfa sig enda einkalífið ekki eins og best verður á kosið. Auk þeirra þriggja leika í myndinni Jeff Goldblum, Patrick Wilson og rapp ar inn 50 Cent. Leikstjóri er Roger Michell sem leikstýrði Notting Hill á sínum tíma. Flóttastúlkurnar Margir rokkaðdáendur kannast við gítarleikarann Joan Jett sem fór fyrir hljómsveit sinni Blackhearts í upphafi níunda áratugarins. Áður hafði hún verið í stelpuhljómsveitinni The Runa ways, sem átti nokkra smelli um miðjan áttunda áratuginn. Þar var aðalsöngdívan Cherie Currie, sem fór illa út úr ljúfa lífinu þar sem dóp og áfengi var daglegt brauð, líf sem Jett þoldi mun betur. The Runa ways segir frá hljómsveitinni og sér staklega þessum tveimur stúlkum og innbyrðis baráttu þeirra um völdin í hljómsveitinni. Í hlutverki Currie er Dakota Fanning sem ekki er lengur með saklausa barnsandlitið sem heillaði alla í Hide and Seek og War of the Worlds. Mótleikkona hennar í hlutverki Joan Jett er annað ungstirni, Kristen Stewart, stjarnan úr Twilight­myndunum. Velkomin í Riley-fjölskylduna Kristen Stewart er vinsæl hjá ungu kynslóðinni og eftirsótt. Auk þess sem hún leikur annað aðalhlutverkið í The Runaways þá er hún mótleikkona James Gandolfinis (Sopranos) í Wel come to the Rileys þar sem hún leikur 16 ára stúlku sem strokið hefur að heiman og leiðst út í vændi. Gandolfini er í hlutverki manns sem í kjölfar dótturmissis yfirgefur eigin konuna og leiðist út í mikla óreglu. Kvöld eitt er hann staddur á strippbúllu þar sem hann rekst á ungu gleðikonuna og í stað þess að borga fyrir blíðu hennar býður hann henni 100 dollara á dag fyrir að mega búa hjá henni í nokkra daga og er ætlun hans að reyna að koma lagi á líf sitt og um leiða að bjarga stúlkunni frá vændinu. Leikstjóri er Jake Scott, sonur Ridleys Scotts. Jake á eina kvik mynd að baki, Plunkett and Macleane (1999), en hefur helst getið sér orð fyrir tónlistarmyndbönd. Diane Keaton og Harrison Ford í hlut verkum þáttastjórnenda í sjónvarpi. James Gandolfini og Kristen Stewart í hlutverkum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.