Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 16
anlega ferskvatnsrannsóknirnar, sem
ýta undir frekari hagnýtingu þessara
efna, og þá fyrst og fremst sökum
aukinnar þekkingar á meðferð þess-
arar óþrjótandi hráefnalindar. Sjór-
inn reynist þannig aðgengilegri en
flesta hefur grunað.
Nágrannar okkar, svo sem Norð-
menn og Bretar, hafa hafið mikla
sjóefnavinnslu í seinni tíð. Þannig er
alkunnugt um hina veigamiklu fram-
leiðslu Norðmanna á magnesíum úr
sjónum og stórfellda framleiðslu
Breta og magnesíumoxíði úr hon-
um.
Aðstaða okkar hér er þó auðsýni-
lega töluvert frábrugðin því, sem
gerist víðast annars staðar, enda þótt
hún ætti væntanlega síður en svo að
vera verri. Sjóefnavinnsla er afar
orkufrekur iðnaður, og við gerum
okkur vonir um að geta samhæft
jarðhita og raforkunotkun sem und-
irstöðu fjölþætts iðnaðar á þessu
sviði, en fjölþætti virðist vera eitt
höfuðskilyrðið fyrir lágum fram-
leiðslukostnaði.
Sé litið á þá sjóefnavinnslu, sem
getið var að framan, víðs vegar um
hnöttinn, verður ljóst, að tvær grund-
vallar-byrjunarleiðir eru farnar nú.
í öðru tilvikinu er vinnsla efnanna
úr sjónum án þess að nema vatn
burtu. I þeim flokki er t. d. magnes-
íum-efnavinnsla og flest brómvinnsla
úr sjó. Hitt tilvikið felur í sér upp-
gufun sjávarins, og þar er fremst í
flokki saltvinnsla. Auðsætt er, að að-
stæður eiga mikinn þátt í þessu, þar
sem uppgufun byggist á ódýrri hita-
orku og þá mest sólarhita enn sem
komið er, en beina leiðin fyrst og
fremst á raforku og réttum hjálpar-
efnum. Gallinn á þessu er hins vegar
sá, að sé lagt í þann kostnað að nema
vatnið burtu, takmarkast framleiðsl-
an af þörfum fyrir það efni, sem
mest er af, sem er salt, og nýting
hinna verður bundin við sölu á því.
Sé beina leiðin farin, vantar hins
vegar oftast salt eða önnur alkalí-
sambönd, og má nefna hina hefð-
bundnu aðferð til þess að vinna
magnesíum úr sjó í því sambandi.
Því mun samhæfing beggja þessara
leiða vera einna hagkvæmust, ef hægt
er að koma henni við.
Til þess að koma á slíkri sarnhæf-
ingu höfum við auk jarðhita og raf-
orku mikilvægt hjálparefni, sem allt-
af er þörf fyrir fyrr eða síðar í slík-
um iðnaði, en það er iðnaðarlega að-
gengilegt alkalí j arðmálmakarbónat.
Það höfum við nær ótakmarkað fyrir
hendi sem skeljasand. Einnig hefur
verið bent á það hér í þessu sam-
bandi, að aðstaða til kælingar er
mjög góð. Kælingaraðstæður hafa í
mörgum tilfellum úrslitaáhrif um
hagkvæmni aðferða, sem notaðar eru
í efnaiðnaði.
Enn má geta eins, sem er ekki ó-
merkast í sambandi við þetta mál,
að við teljum þörf á því að koma á
fót hér fjölþættari framleiðslu og þá
einkanlega til útflutnings og utan
hinna hefðbundnu atvinnugreina.
Landið er mjög hráefnasnautt, að
því er iðnað varðar, og því þá ekki
að nota sjóinn, ef það er jafngott
eða betra en annað, sem við gætum
tekið okkur fyrir hendur?
Nú hefur verið minnzt hér á fjöl-
þætta sjóefnavinnslu, en hugtakið
þarf greinilega nánari skýringar. Það
verður að játa, að nú eru ekki þekkt-
ar leiðir til alveg alhliða sjóefna-
vinnslu á hagkvæman hátt, sem sjá
má, ef haft er í huga, að í sjónum
er meira og minna af allflestum frum-
efnum, sem til eru. Þegar rannsókn
okkar byrjaði, voru 40 efnasambönd
og hrein efni hugleidd. Eftir fljót-
lega athugun varðandi tækni, hrá-
efnaleg atriði og markaðsatriði höfðu
15 þeirra fallið fyrir borð, og eftir
voru þá 25 til frekari athugunar.
Sum þessara 25 efna voru þó milli-
framleiðslustig annars lokaþáttar, svo
að hin raunverulegu lokaefni, sem
um var að ræða, voru í hæsta lagi 18.
Sum þessara 18 efna verða þó að
teljast aukaefni, sem fást með ann-
arri aðalframleiðslu, svo að aðal-
framleiðsluefnin, sem eftir eru, reyn-
ast 6. Þar á meðal eru salt, magnes-
íum og natríum. Nú má ganga ennþá
lengra í þessari flokkun og segja, að
aðalframleiðsluefnin byggist á tveim-
ur aðalsöltunum í sjónum, natríum-
klóríði og magnesíum-klóríði. Ef við
berum þessa niðurstöðu saman við
töflu I, sjáum við einnig, að þetta
eru einmitt líka þau sölt, sem hafa
mest verðmæti miðað við sjávar-
magn. Næst á þeim lista eru súlföt,
og með hækkandi verði á brenni-
steini nú er sennilegt, að þar komi
hinn þriðji þáttur, sem mikið þarf
að hafa í huga. Nýting fleiri efna í
sjónum hér á landi virðist með öllu
háð aðferðum til að vinna efnasam-
bönd þessara þriggja frumefna í
Sjóefnavinnsla og afleidd framleiðsla
S jó r
Skeljasandur
Olíusambond
TÍ4oníum oxíí
86
IÐNAÐARMÁL