Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 44
fé, sem ákveðið er við stofnun, alveg
eins og ótvírætt á við um hlutafjár-
auka síðar.
Hitt skilyrðið varðar það eigið
fjármagn, sem er í félaginu á tiltekn-
um tíma, annað en nafnvirði hluta-
fjár. Utgáfa bréfanna skal byggð „á
raunverulegum verðmætum í sjóðum,
öðrum en skattfrjálsum varasjóði,
eða öðrum eignum félagsins, er verið
hafa í eigu þess minnst þrjú ár . .
Orðalag er þarna ekki alls kostar
skýrt. Talað er um raunveruleg verð-
mæti í sjóðum eða í öðrum eignum
félagsins. Hér mun vera átt við allan
varasjóð félagsins, annan en „skatt-
frjálsan“ varasjóð, bæði sýnilegan
varasjóð og dulinn varasjóð. Sá sýni-
legi varasjóður, sem hér er um að
ræða, er yfirleitt færður upp í reikn-
ingum hlutafélags undir heitinu „höf-
uðstóll“. Þetta fjármagn er e. t. v.
það, sem átt er við í reglugerð með
orðunum: raunveruleg verðmæti í
sjóðum. En hugsanlegt er, að eignir
félags séu í heild ofmetnar, og væri
þá naumast hægt að tala um raun-
veruleg verðmæti. Hins vegar er svo
dulinn varasjóður, þ. e. varasjóður,
sem ekki er sýndur á efnahagsreikn-
ingi, með því að einhverjar eignir
hafa verið vanmetnar. Það er e. t. v.
þetta fjármagn, sem haft er í huga í
orðunum: verðmæti í öðrum eignum
félagsins. Reglugerðin kveður ekki
nánar á um það, hvernig hinn duldi
varasjóður skuli metinn. Um það,
hvernig „rétt“ sé að meta hann, geta
vafalaust verið skiptar skoðanir. í
reikningum fyrirtækis getur t. d.
staðið fasteign, sem er virt á aðeins
lítinn hluta brunabótavirðis eða á-
ætlaðs söluvirðis. Þarna er því greini-
lega um að ræða dulinn varasjóð,
sem svarar til mismunar á „raunveru-
legu“ virði og bókfærðu virði. En
söluvirði getur í þessu tilviki verið
mun lægra en brunabótavirði fast-
eignarinnar. Stjórnendur félags þurfa
þó ekki að tvístíga vegna óvissu um,
hvernig meta megi fjármuni í sam-
bandi við útgáfu jöfnunarbréfa. Þeir
geta leitað álits ríkisskattstjóra. Hin-
ar vanmetnu eignir, sem verið hefðu
í eigu félagsins í a. m. k. 3 ár, gætu
og verið alls konar önnur framleiðslu-
tæki, svo sem skip, vélar og tæki. A
slíkum tækjum fer hins vegar ekki
fram reglubundið opinbert mat, hlið-
stætt brunabótamati.
Þeim reglum, sem nú hefur verið
lýst, skal nú beitt við lausn raunhæfs
verkefnis. Spurt er, hve mikið af jöfn-
unarbréfum fyrirtæki nokkurt megi
gefa út á árinu 1967. Fyrirtækið var
stofnað árið 1955 með 2,0 m. kr.
hlutafé, og var það allt greitt á árinu.
Síðan hefur hlutafé félagsins ekki
verið aukið. Nú hefur hækkunarvísi-
tala fyrir inngreiðslur árið 1955 gild-
ið 305. Samkvæmt því geta útgefin
jöfnunarbréf hæst numið 4,1 m. kr.
(2,0 m. kr. X 2,05) og hlutaféð allt
því hæst orðið 6,1 m. kr. eftir aukn-
inguna. Þá er næst að kanna, hvort
varasjóðir félagsins, aðrir en „skatt-
frjáls“ varasjóður, hafi verið nægi-
legir til að standa undir slíkri aukn-
ingu. Við þurfum þá fyrst að líta
á efnahagsreikning fyrirtækisins í
árslok 1963.
Efnahagsreikningur í árslok 1963 (millj. kr.)
F jármunir: F jármagn:
Fasteign 5,0 Skuldir ... 6,0
Vélar 3,0 Hlutafé ... 2,0
Veltufj ármunir . . 4,0 „Skattfrjáls“ varasjóður . . . ... 1,5
Höfuðstóll ... 2,5
12,0 12,0
Ef fasteign og vélar væru fullmetin
samkv. ákvæðum reglug., eins og hún
er túlkuð af ríkisskattstj óra, kæmi
ekki til greina að gefa út jöfnunar-
bréf fyrir hærra nafnvirði en 2,5 m.
kr., enda hefði sá höfuðstóll ekki
lækkað, t. d. vegna taprekstrar, á
næstu þrem árum (réttara sagt: til
þess tíma á fjórða árinu, er útgáfa
jöfnunarbréfa skyldi fara fram, en
í reynd mun eingöngu litið á efna-
hagsstöðuna eins og hún er um ára-
mót) og ekki myndazt viðurkenndur
dulinn varasjóður á þessum þrem ár-
um, t. d. með því að vélar hefðu verið
afskrifaðar sérstaklega mikið (t. d.
vegna notkunar heimildar samkv. B-
lið 28. gr. reglug.). Á þessum þrem
árum gæti brunabótamat fasteignar
og viðeigandi virðingarverð véla hafa
hækkað vegna almennra verðhækk-
ana, en þær hækkanir mundu ekki
þoka hámarkinu frá 2,5 m. kr.
Segjum nú hins vegar, að bruna-
bótamat fasteignarinnar hafi í árslok
1963 verið 10,0 m. kr., en allt annað
óbreytt frá því, sem getið hefur verið.
Þá hefði verið í fyrirtækinu dulinn
varasjóður að fjárhæð 5,0 m. kr. og
þess vegna hægt, eigin fjárins vegna,
að gefa út jöfnunarbréf að fjárhæð
7.5 m. kr. (höfuðst. 2,5 -j- dulinn
varasj. 5,0). Eins og áður segir, eru
það þrengri takmörkin, sem eru ráð-
andi. Þess vegna yrði ekki hægt að
gefa út bréf fyrir hærri upphæð en
4,1 m. kr. Eigið féð nýttist ekki til
fulls.
Hér hæfir að fara örfáum orðum
um bókanir í sambandi við útgáfu
jöfnunarbréfa. Sú fjárhæð, sem jöfn-
unarbréfunum nemur, er bókuð í
kredithlið hlutafjárreiknings, þ. e.
kemur til viðbótar hlutafé, sem fyrir
er. Debetbókunin getur orðið í höf-
uðstólsreikning, svo langt sem liann
nær, en í umræddu sýnishorni vantar
1.6 m. kr. á að höfuðstóllinn nægi.
í þessu tilviki væri sjálfsagt að færa
þennan mismun til hækkunar á bók-
færðu virði fasteignarinnar. Það
kæmi bókhaldslega jafnvel til greina
að setja alla debetbókunina á fast-
eignina (fasteignareikningur færi þá
upp í 9,1 m. kr.). Þessi síðari háttur
gæti virzt skapa betri möguleika til
arðgreiðslna í framtíðinni. Höfuð-
stóllinn stæði óskertur, og hægt væri
114
IÐNAÐARMÁL