Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 39

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 39
Frá i/ettvangi stjórnunarmála Einkenni drykkjuhneigðar eins og þau birtast I starffi eftir Harrison M. Trice í mörgum fyrirtœkjum gera stjórnendur sér ekki Ijóst, að áfengissjúklingur er meðal starfsmanna, fyrr en drykkjusýkin er komin á það stig, að endur- hœfing sjúklingsins er mjög erfið eða jafnvel ómöguleg. Hér verður bent á nokkur ráð til að finna áfengissjúklinginn, áður en það er um seinan. Það er ekki langt síðan litið var á drykkfelldan starfsmann sem sið- ferðilega úrkynjaðan vesaling, og eft- ir nokkur „síðustu tækifæri“ var hon- um iðulega vikið úr starfi. En nú á tímum eru stjórnendur farnir að taka nýja afstöðu til slíkra starfsmanna. Mörg fyrirtæki líta nú á drykkju- hneigð sem nokkurs konar sjúkdóm, og þar sem komizt hefur verið að þeirri niðurstöðu, að betra sé að end- urhæfa drykkj umanninn en víkja honum úr starfi, hafa verið samdar sérstakar starfsmannaáætlanir og að- ferðir í þessu skyni. í stuttu máli — menn hneigjast nú fremur að lækn- ingum en refsingum. Þetta breytta viðhorf má að miklu leyti þakka nýrri fræðslu um vanda- mál drykkjumannsins, er menn hafa átt kost á síðustu árin. Það er nú vit- að, að drykjumaðurinn getur end- urheimt heilsu sína, og þegar hafður er í huga hinn mikli kostnaður, er áfengisvandamálið leggjur stjórnend- unum sjálfum á herðar, virðast til- raunir til að endurhæfa gamla og góða starfsmenn vissulega ómaksins verðar. Orannsakað vandamál En þrátt fyrir þennan vaxandi skilning á vandamálinu hafa stað- reyndir um áfengismál ekki verið teknar með í starfsskýrslur. Eru ein- hver einkenni drykkjumanna, er birt- ast í starfinu? Hvernig geta stjórn- endur borið kennsl á þær hegðunar- venjur, er gætu bent á drykkjusýki á byrjunarstigi? Hvaða einkenni eru það, sem kenna þarf nánasta yfir- manni að gefa gætur? Þessar spurningar eru þeim mun mikilvægari sem það er staðreynd, að endurhæfing drykkjumannsins er auðveldari, ef sjúkleiki hans er greindur snemma. Ef læknisaðgerðir eru hafnar nógu snemma, verður auðveldara að fást við hinar sál- fræðilegu og líkamlegu truflanir,' og meiri líkur eru til, að hin nauðsyn- lega endurhæfing drykkjumannsins verði árangursrík. Batalíkurnar aukast þannig mjög, ef unnt er að greina drykkjusjúkling- inn að störfum, meðan hann enn er virkur þjóðfélagsþegn og fær um að bregðast rétt við lækningaraðgerð- um. Ég hef rannsakað þessi mál á síð- astliðnu ári í því skyni að finna ein- kenni við störfin hjá áfengissjúkling- um á byrjunarstigi. Árangurinn hirt- ist hér. Oflun upplýsinga Við upphaf rannsóknarinnar var fyrsta vandamálið í því fólgið að tiyggja sér viðeigandi upplýsingar eða skýrslur. En þar sem stutt er síð- an menn fóru að líta á drykkjusýki sem heilbrigðisvandamál, kom í ljós, að starfsmannaskýrslur fyrirtækja gáfu ekki nægar upplýsingar. En til var önnur fræðslulind — hj á félögum AA-samtakanna. Þar var fólk, sem hafði sjálft hlotið reynslu á þessu sviði og haldið áfram að vinna, meðan baráttan hélt áfram, og að lokum endurheimt heilbrigði sína og reglusemi með aðstoð samtakanna. Talið var sennilegt, að með því að safna frásögnum þessa fólks væri unnt að finna einhver einkenni eða ráð til að uppgötva drykkjusýki á byrjunarstigi. Safnað var tvö hundruð frásögn- um AA-félagsmanna með viðtölum og spurningaeyðublöðum. Það skal tekið fram, að AA-samtökin áttu eng- an opinberan þátt í þessari rannsókn, þar sem slíkt hefði brotið í bága við meginreglur þeirra, heldur voru það einstaklingar innan samtakanna, sem að eigin vilja voru reiðubúnir til samstarfs. Aðalspurningin á spurningaeyðu- blaðinu var þessi: Hvaða einkenni í sambandi við starfið myndu hafa gefið athuganda til kynna, að þú œttir við vaxandi áfengisvandamál að stríða? Einkenni viS starfið Af þessum frásögnum var unnt að greina úr þau afbrigði í hegðun við starfið, sem einkenna áfengissjúk- linga á byrjunarstigi. Á fyrstu stig- IÐNAÐARMÁL 109

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.