Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 26
15.
Innflutningurinn, sem sumir hafa
viljað halda fram, að væri hinn nauð-
synlegi hvati fyrir okkar framleið-
endur, er evrópskt meðallag, sem ó-
sjálfrátt verður mælikvarðinn á
gæðavöndun og formskyn framleið-
enda og alls almennings hér.
Eftir því sem næst verður komizt,
eru innflutt húsgögn u. þ. h. 10% af
seldum húsgögnum s.l. ár.
Innflutningskvótinn 1966 var um
19 millj. -(- ca 100%, þ. e. ca 38
millj. að söluverðmæti. Söluverðmæti
innlendrar húsgagnaframleiðslu er á-
ætlað vera 340 millj. (Ókleift liefur
reynzt að afla fullnægjandi heimilda
um framleiðslu eða söluverðmæti
innlendra húsgagna).
Það væri fróðlegt að vita, hve
miklum hluta af þessari upphæð hef-
15. Stóll, Gunnar H. Guðmundsson.
ur verið varið til formsköpunar og/
eða tilrauna til könnunar á gæðum
hráefnis og endingargildis fullunn-
innar vöru.
Það dylst engum, sem til húsgagna-
framleiðslu þekkir, að framleiðendur
eiga við ýmsa erfiðleika að etja, og
það er kannski ótímabært að ætlast
til, að okkar framleiðendur geti í
dag eða á morgun keppt við t. d.
Norðurlandaþjóðirnar á þessu
sviði.
En það hlýtur þó vissulega að vera
takmarkið. Eins og um fleiri greinar
iðnaðar veldur hinn þröngi markað-
ur mestum erfiðleikum, en þessi
markaður verður heldur ekki stækk-
aður, nema veruleg hugarfarsbreyt-
ing eigi sér stað með tilliti til eigin
formsköpunar framleiðenda.
Árið 1959 og 1960 gengust hús-
gagnaarkitektar og framleiðendur
fyrir húsgagnasýningum. Þetta var
vissulega spor í rétta átt og hefði átt
að geta orðið upphaf að íslenzkri
hönnun íslenzkra húsgagna.
Þeir hlutir, er fram úr þóttu skara,
voru sendir á handiðnaðarsýningu í
Munchen. Einn þessara muna hlaut
þar viðurkenningu. Á þessum hús-
gagnasýningum var einnig sýndur
annar listiðnaður, svo sem keramik,
silfur (smelti) og myndvefnaður. Ég
þykist vita, að flestir er sóttu þessar
sýningar, telji sig hafa haft nokkurt
gagn og gaman af.
Það er miður, að þessi starfsemi
skuli hafa legið niðri um sinn.
17. oo 18.
16. Hluti úr batikteppi, Sigrún Jónsdóttir.
17. og 18. Myndvefnaður, Ásgerður Búadóttir.
19. Samfelluhnappur úr silfri, ca. 1800 (Þjóðminjasafn).
20. og 21. Silfursmíði, hálsmen og hringur, Jóhannes
Jóhannesson.
96
IÐNAÐARMÁL