Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 48

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 48
mundu hluthafar verða að greiða skatt af 8.000 hærri fjárhæð en í til- fellum B, og skatturinn mundi nema 4.000. Einn megintilgangurinn með heimildinni til útgáfu j öfnunarbréfa mun einmitt hafa verið að aflétta misrétti, sem skattlagning slíkra tekna felur í sér. Hins vegar kemur til greina, að félag, sem af öðrum ástæðum kýs ekki að gefa út jöfnun- arbréf svo fljótt sem auðið er, fresti útgáfu þeirra þangað til skömmu fyrir slit í þeirri trú, að heimildin verði ekki afnumin. I sýnishorninu að framan var gert ráð fyrir, að á sýndum höfuðstóls- reikningi væri nóg fjármagn til þess að standa bókhaldslega undir útgáfu jöfnunarbréfa. Utgáfan hefði því þau áhrif á eignarskatta að minnka þá um 1,7% af 8.000. Sú spurning vakn- ar, hvort niðurstaðan mundi raskast, ef útgáfu jöfnunarbréfa væri að ein- hverjum hluta eða að öllu leyti mætt með hækkun á bókfærðu virði fjár- muna, t. d. fasteignar. Því er til að svara, að því er varðar fasteignir, að það, sem stendur í bókum félagsins um fasteignir hefur engin áhrif á þá hreina skattskylda eign, sem eignar- skattar eru á lagðir, ef fasteignamat hefur farið fram. Fasteignamatsvirð- ið (margfaldað) er alls ráðandi um hreina skattskylda eign vegna fast- eignarinnar. Útgáfa jöfnunarbréfa raskar ekki þessu sambandi eigna- mats og skatts. Hins vegar kemur ekki til lækkunar á þeirri hreinu skattskyldu eign, sem höfuðstóls- reikningurinn táknar, ef enginn höf- uðstólsreikningur er sýndur í efna- hagsreikningi félagsins. Ef enginn höfuðstólsreikningur hefði verið til í félaginu, sem notaður hefur verið sem sýnishorn, mundu eignarskattar félagsins ekki lækka við útgáfu jöfn- unarbréfa (136 mundu ekki bætast við 3.000). Yfirburðir tilfellis B2 yfir tilfelli A2 yrðu því minni en 123; nánar tiltekið 39 minni. Af 136 færu 27 í tekjuskatt félagsins, 31 í tekjuútsvar félagsins og 39 í tekju- skatta hluthafa. Hið sama yrði uppi á teningnum, ef í hlut ættu aðrir fastafjármunir, svo sem alls konar vélar, tæki og skip. í B-lið 57. gr. reglugerðar segir, að við mat á þessum eignum til eignar- skatts skuli miðað við kostnaðarverð, að frádregnum fyrningum. Hækkun bókfærðs virðis þessara fjármuna mundi heldur ekki skapa rétt til frá- dráttarbærra viðbótarfyrninga. Þess má geta hér, að um skeið var heimilt að hækka bókfært virði fastafjár- muna, sem fyrnanlegir eru af kostn- aðarverði, í endurkaupsverð, eins og það var með hliðsjón af aldri fjár- munanna, enda skyldu fyrningar af hækkuninni frádráttarbærar. Þessi heimild rann út í árslok 1963. Það hefur haft úrslitaþýðingu í sýnishorninu að framan, að ágóði var a. m. k. 10% af hlutafé eins og það gat orðið eftir útgáfu jöfnunar- bréfa og að ætlunin var að greiða út a. m. k. 10% af hlutafé. í sýnishorn- inu var ágóðinn látinn vera 3.000 eða 30% af hinu aukna hlutafé. Ef áœtlaður ágóði væri hins vegar mun minni, t. d. 10% af óbreyttu hlutafé, en það jafngildir 2% af auknu hluta- fé, þá nýttist ekki 10% arðfrádrátt- arheimildin nema að litlum hluta eft- ir aukningu hlutafjár. Ef ætlunin væri í þessu tilfelli að greiða út allan þann ágóða, sem hægt er að greiða (tekjuskattar yrðu hér engir), mundi félaginu sparast 1,7% af 8.000 í eign- arskatta. í höndum hluthafa sætu eft- ir 0,85%, en hins vegar þyrftu þeir nú að greiða 1,1% (helmingur af 2,2%) af „eignaaukningu“ sinni. í þessu tilfelli væri vissulega ekki á- vinningur að útgáfu jöfnunarbréfa, ef litið er framhjá mismun í meðferð á úthlutun við slit, sem áður var rætt um. — Það er því ljóst, að ágóði sem hundraðshluti af hlutafé eftir aukningu þarf að vera einhvers stað- ar á milli 2% og 10%, ef allt skal greitt út upp að 10% markinu hið minnsta, til þess að hluthafa megi einu gilda, hvort jöfnunarbréf séu gefin út eða ekki. Þessi jafnvægis- tala verður ekki fundin hér. I stað þess skal fullyrt, að óskynsamlegt hljóti að vera að gera út félag, sem líklegt þykir, að skili minni ágóða en sem svarar 10% af hlutafé eins og það getur orðið eftir útgáfu jöfnun- arbréfa. Þess er að minnast, að heim- ild til útgáfu jöfnunarbréfa hyggist á því, að hlutafj áraukinn eigi sér mótvirði í hæfilega hátt metnum fjár- munum, og jafnframt kann hlutafélag að vera með ,.skattfrjálsan“ vara- sjóð, sem vissulega krefst ávöxtunar. Og ef félag notar ekki heimildina til 10% arðfrádráttar að því marki, sem ágóði þess leyfir, er verið að kyrr- setja í félaginu fjármagn, sem er mjög dýrt. Þegar hluthafar hefðu greitt tekjuskatta sína af 10% arði, yrðu aðeins 5% eftir. Þessa ávöxtun má bera saman við möguleikana á áhættulausri eða áhættulítilli fjárfest- ingu í verðbréfum, t. d. verðtryggð- um spariskírteinum eða skattfrjáls- um sparisjóðsinnstæðum. Að lokum skal rifjað upp, að allir útreikningarnir að framan hafa verið miðaðir við þá hluthafa, sem njóta svo hárra tekna og eiga nægilega hreina eign til þess að komast í hæstu skattstiga. Sé niðurstaðan sú, að út- gáfa j öfnunarbréfa sé slíkum hlut- höfum hagstæð, er útgáfan enn hag- stæðari fyrir þá, sem komast ekki eins hátt í skattstigunum. (Maí 1967). Reglugerð um lánadeild veiðarfæraiðnaSar Framh. af e) aðrar upplýsingar um rekstur og efnahag fyrirtækis- ins, sem óskað kann að verða eftir. 6. gr. Að öðru leyti gilda ákvæði laga nr. 45, 3. apríl 1963, um Iðnlánasjóð. Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 31, 29. apríl 1967, um breytingu á lögum nr. 45, 3. apríl 1963, um Iðnlánasjóð, til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim, sem lilut eiga að máli. 118 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.