Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 18

Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 18
FRÉTTIR 18 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 Alls 75 milljónum til jafnmargra góðra málefna var á dögunum úthlutað úr Menningarsjóði Landsbankans. Málefnin sem sjóðurinn styrkti eru öll í þjónust- unni Leggðu góðu málefni lið sem Landsbankinn hefur komið á fót, en hún gerir öllum kleift að gerast áskrifendur að góðum málefnum. Úthlutunin fór fram sama dag og Landsbankinn gaf út veglegt blað undir heitinu Leggðu góðu málefni lið en blaðinu var dreift á hvert heimili í landinu. Þar er sögð saga tólf einstaklinga sem glíma við erfiðleika í lífi sínu. „Landsbankinn hefur alltaf lagt áherslu á að móta og efla íslenskt samfélag – vera þátt- takandi í samfélaginu fremur en áhorfandi. Með þessari úthlutun vill bankinn hvetja aðra til hins sama. Það geta allir skipt máli,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Lands- bankans þegar styrkjunum var úthlutað. Tölvumiðstöð sparisjóðanna: Nýja nafnið er Teris Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Teris, kynnir nýtt nafn og merki fyrirtækisins. Tölvumiðstöð sparisjóðanna hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tilkynnt með pompi og prakt í hófi sem haldið var eftir aðalfund félagsins fyrir skömmu. Teris er upplýsinga- tæknifyrirtæki sem þjónar fjármálafyrirtækjum og starfar sem upplýsingasvið þeirra. Hjá félaginu starfa um 100 manns og er Teris því meðal stærstu upplýsingatækni- fyrirtækja landsins. Menningarsjóður Landsbankans: 75 félög fengu 75 milljónir Gjörið svo vel! Björgólfur Guðmundsson afhendir Styrktarfélagi vangefinna eina milljón króna.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.