Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Side 82

Frjáls verslun - 01.03.2007, Side 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 ÚR EINU Í ANNAÐ TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Myndlist: TUNGUMÁL HINS ÓRÆÐA Kraftur. Kraftur pensilstrokunnar. Kraftur litanna. Kraftur náttúru- nnar. Þetta fer um hugann þegar maður virðir fyrir sér málverk eftir Tolla – Þorlák Kristinsson. Hann segir að sjá megi fingrafar sálarinnar á striganum – enginn beiti jú penslinum eins. Litagleðin einkennir málverk Tolla og segist listamaðurinn vilja sjá hvert þanþol litanna leiðir; hann segir þó að í upphafi ferilsins hafi ekki verið auðvelt að mála myndir í svona sterkum litum. ,,Þegar ég byrja á málverki elti ég oft eitthvað óvænt í lit og formi. Þessu má líkja við setninguna: „Þú ratar með því að elta glóðina af sígarettunni,“ eins og eitthvert skáldið sagði.“ Tolli fær oft hugmyndir í náttúrunni og bendir hann á að Íslendingar séu oft tengdir náttúruöflunum. „Við erum tilfinningalega og andlega samofin náttúrunni.“ Þegar hann er spurður hvað íslensk náttúra sé í huga hans segir hann: ,,Íslensk náttúra er hluti af stærri heild en hún hefur sérstöðu. Hér eru gríðarlegir kontrastar í formum og litum.“ Hann nefnir líka vatnið, ísinn, eldinn, miðnætursólina og myrkrið, sem og blámann og þá grunnskildi sem leggjast á ís á veturna þegar sólin skín á hann. ,,Birtan býr til þessa töfra og þetta drama.“ Kraftur náttúrunnar ræður sem sé för þegar Tolli stendur fyrir framan strigann. Um mynd- listina segir hann: „Hún er tungumál hins óræða. Hún tengist þeirri þörf mannsins að kanna óþekktar víddir.“ „Við erum tilfinn- ingalega og andlega samofin náttúrunni.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.