Franskir dagar - 01.07.2012, Qupperneq 4

Franskir dagar - 01.07.2012, Qupperneq 4
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS Texti: Albert Eirtksson Myndir úr einkasafni Bræðrabörnin Steinn Sigrún segja frá lífinu í Dölum Steinn Jónsson og Sigrún Steinsdóttir íjúní2012. Á fögru sumarkvöldi hitti ég frændsystkinin Denna og Sigrúnu, á fallegu heimili hans á Eskifirði, og bað þau að segja mér frá daglegu lífi á þeirra uppvaxtarárum í Dölum. Á meðan þau af leiftrandi áhuga sögðu frá bar Stefanía, kona Denna, fram nýbakaðar pönnukökur með bláberjum og rjóma. Steinn Jónsson, hér eftir nefndur Denni, er fæddur á Eskifirði 22. október 1918.Tíu ára var hann tekinn í fóstur í Dali til Guðbjargar föður- ömmu sinnar og Höskuldar eiginmanns hennar. Sigrún Steinsdóttir er fædd 6. maí 1936, dóttir Vilborgar og Steins í Dölum. Arið 1908 fluttu tvenn hjón í Dali og tóku við ábúð af Birni Stefánssyni: Höskuldur Stefánsson og Guðbjörg Marteinsdóttir (amma Sigrúnar og Denna), dóttir hennar Björg Steinsdóttir og Magnús Stefánsson. Sigrún segir að íbúðarhúsið hafi verið byggt árið 1885, viðbygging var norðan við það og önnur vestan, ávallt nefnd Púltið. Utihús voru þessi: Grundarfjárhús, annað fjárhús var nefnt Bakkahúsið og það þriðja Stórahús var byggt 1930. Þá var íjós og hlaða norðan við bæjar- hólinn. Lág jarðgöng, fjósgangur, lá í gegnum hólinn úr íbúðarhúsinu. Byggt var beitarhús 1939 inni á Seli, sunnan við Dalsá. Beitarhúsið var byggt á rústum bæjarins Dalasels sem síðast var búið í á 19. öld. Rústir eru af þeim ennþá. Ibúðarhúsið á Bjargi á Búðum var rifið og notað í þessi beitarhús. Þurrkhjallur var á Kofagilsbarm- inum. Þar voru geymd reipi, hnakkar og dýnur. Nálægt íbúðarhúsinu var gluggalaust hús, kallað Strompurinn, þar var reykt kjöt, soðið slátur og þvegnir þvottar. Húsið var hlaðið í hring, vegg- irnir vom u.þ.b. mannhæðar háir. Ofan á þá voru settar langsperrur sem gengu saman að ofan með torfi ofan á og efst var gat. Þarna voru tvennar hlóðir og smiðja, húsið var um 9-10 fermetrar að stærð. Fyrir þeirra tíð í Dölum stóð mylla niðri við Dalsá. Heitir þar Myllubali. • 4 DENNI KEMUR í DALI Haustið 1928 fékk Denni mislinga sem þá gengu á Eskifirði. „Milli jóla og nýárs safnaði ég í gaml- ársbrennu með fleiri krökkum. Eftir þetta veiktist ég afrnr og lá fram í febrúar. Um sama leyti var Guðrún móðir mín orðin veik, sennilega með krabba eða berkla. Við mæðginin fómm til Reykjavíkur til lækninga, dvöldum á Landakoti hjá nunnunum. Mánuði seinna fór mamma á Farsóttarspítalann en átti ekki afturkvæmt. I júní fór ég austur með Esjunni og kom að Búðum milli fjögur og fimm að nætur- lagi. Á móti mér tóku Guðbjörg amma og Hösk- uldur. Þau tóku mig í fóstur eftir að mamma dó.” Denni kom í Dali þann 17. júní 1929 og var tekið opnum örmum. Þar voru börn á hans aldri; systkinin Valgerður, Steinunn, Sigmar og Her- borg Magnúsarbörn. Einnig vom þar frændurnir Haraldur Björnsson og Steingrímur Bjarnason, en þeir ólust upp í Dölum. Þá voru á bænum 250 ær, fimm hestar og fjórar kýr. Alltaf tvær snemmbærar kýr og reynt að hafa þær þannig, svo það væri mjólk allt árið. Hábölvað þótti að missa tímann af kúnum. Systkini Denna eru Friðrik, Sigríður, Bóas og hálfsystirin Hulda, sammæðra. Eftir andlát Guð- rúnar kvæntist Jón, Þóru Magnúsdóttur frá Stöðvarfirði. Þau fluttu til Hafnarfjarðar og eignuðust saman Magnús, Ástu og Helga. KAÞÓLSKUR GRAFREITUR I Dölum er forn hringlaga grafreitur, sem kallaður er Kirkjugarðshóll. I kringum hann eru stórar þúfur. Enn má sjá garðinn. „Björn Stefánsson sem áður bjó í Dölum, byggði íjár- eða lamb- hús þar sem bænahúsið stóð. Þegar verið var að stinga út úr húsinu, var komið niður á manna- bein. Fljótlega eftir það var húsið rifið. Upp úr 1860 kom upp taugaveiki í Dölum og því var kennt um að neysluvatnslækurinn rann meðfram kirkjugarðinum. Eftir þetta var hætt að taka vatn úr honum. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og síðar forseti taldi víst að garðurinn væri frá kaþólskri tíð,” segir Sigrún. SKÓLAGANGAN Barnakennarí kom í Dali seinni partinn í októ- ber og dvaldi í um hálfan mánuð, hann kenndi á hverjum degi, en setti börnunum fýrir áður en hann fór annað. Krakkarnir frá Hólagerði og Gestsstöðum komu þangað til náms. Denni segist hafa verið sæmilegur námsmaður, „en þó náði ég aldrei Jóni í Hólagerði, sem var afburða nemandi. Eg hef aldrei vitað annað eins minni hjá nokkrum manni. Kennarinn kom aftur í febrúar og var í heilan mánuð og þá kom í ljós hvað við höfðum lært mikið. Við kláruðum þetta sjálf eftir að kennarinn

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.