Franskir dagar - 01.07.2012, Síða 8

Franskir dagar - 01.07.2012, Síða 8
Norðurljósamyndir vekja athygli Mikil spenna var meðal áhugamanna um norður- ljósamyndatökur þann 8. mars 2012. Oflugasta sólgos til margra ára hafði orðið að veruleika deg- inum áður. Miklar líkur voru á fallegum norður- ljósum í kjölfarið. Ljósmyndarar víða um heim svo og áhugafólk um norðurljós báru saman bækur sínar um hvar helst væru möguleikar á að ná myndum. Meðal annars komu um 800 manns til Islands gagngert í þeirri von að sjá norður- • 8 ljósin skarta sínu fegursta. Skýjahula var víða um land en bjart var þó yfir Austurlandi. Lítil virkni var í byrjun kvölds en það var síðan kl. 22:30 að virknin jókst skyndilega og falleg norðurljósa- kóróna myndaðist yfir Digratindi og geislaði síðan í allar áttir. Jónína Guðrún Óskarsdóttir var tilbúin með myndavélina og náði þessari mynd sem vakti heimsathygli og hefur verið birt víða í blöðum, tímaritum og vefmiðlum. Nefna má að NASA, bandaríska geimferðastofnunin, óskaði sérstaklega eftir að fá myndina og birti hana á vefsíðu sinni. Einnig mátti sjá myndina t.d. hjá Spiegel, Bild, Discovery News, space- weather.com, norska dagblaðinu og alþjóðlega fréttaveitan Associated Press dreifði myndinni mjög víða. BBC hafði einnig samband vegna norðurljósamyndanna.

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.