Franskir dagar - 01.07.2012, Side 12

Franskir dagar - 01.07.2012, Side 12
Franskir dagar - Les JOURS FRAN9AIS Oddný A. Jónsdóttir Vertu ávallt vina mín vör ipínum orðum. Sjáðu ávallt sómapinn með sanngirni á borðum. Lifiu heil við svanasöng sól og langa daga. Ævin gangi Ijúf og löng líkt og ástarsaga. Lfiu heil um lífsins tíð Ijúfa vinan bjarta. Ollpín verði œvin blíð óska e'g af hjarta. Að setja saman stökur var nánast þjóðaríþrótt áður fyrr. Börn ólust upp við bundið mál. Vísur, þulur og lcvæði voru gjarnan það fyrsta sem þau lærðu. Þannig var það með móður mína, Oddnýju á Sunnuhvoli, eins og hún var oftast nefnd. Þess var farið á leit við mig að ég gerði nokkra grein fyrir lífshlaupi hennar og hvernig hið bundna mál fylgdi henni frá fyrstu tíð og allt til enda. Stökurnar hér á undan eru meðal margra sem söfnuðust upp í gamla möppu. Þær eru flestar skrifaðar á notuð umslög, servíettur eða aðra pappírssnepla. Ymist eru þetta vísur eftir hana sjálfa eða þær sem hún hafði eftir öðrum. Innan um eru líka sendibréf þar sem kveðist er á við einhvern hagyrðing. Eg settist niður með systldnum mínum dagpart og við rifjuðum upp nokkur minningabrot: Oddný Aðalbjörgjónsdóttir hét hún fúllu nafni og var fædd á Þorvaldsstöðum í Breiðdal þann 18. mars 1923. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Jónasdóttir frá Hóli í Breiðdal og Jón Björgólfs- son, fæddur í Snæhvammi Breiðdal. Oddný var miðbarn í hópi þrettán systkina. Vegna veikinda móður sinnar var hún send í fóstur og átti það að vera tímabundið, en hún ólst upp hjá Kristínu Helgu Þórarinsdóttur og bróður hennar Birni Þórarinssyni á Dísastöðum í Breiðdal frá fimm ára aldri fram að fermingu. Þá fór hún aftur að Þorvaldsstöðum og var þar til tvítugs. Síðan lá leiðin á Fáskrúðsfjörð til að vinna við fatasaum hjá Kaupfélaginu ásamt systur sinni, Kristínu Björgu. Fljótlega eftir komuna bast hún Þor- valdi Jónssyni. Hann var fæddur á Tanga Fáskrúðsfirði þann 18. ágúst 1908 og lést á gamlársdag árið 1995. Móðir hans var Jóhanna Hólmfríður Kristjáns- dóttir og faðir Jón Davíðsson, verslunarmaður á Tanga til ársins 1933 að Kaupfélagið keypti eignirnar. Fjölskyldan flutti þá á Sunnuhvol. Þorvaldur starfaði lengst af sem afgreiðslumaður Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins. Þau Oddný og Þorvaldur giftu sig í stofúnni á gamla- Sunnuhvoli á vordögum 1943. Við það húsheiti hefúr fjölskyldan jafnan verið kennd, þó að flutt væri í nýtt hús neðar í túninu bar það sama heiti. Börn þeirra eru: Jóhanna Ásdís, Guðný Björg, Jóna Kristín og Kristján. Oddný taldi sig ekki til skálda og tók það alltaf skýrt fram, sagði hins vegar um systur sínar að þær væru skáldmæltar eins og foreldrarnir, Jón og Guðný á Þorvaldsstöðum. En eftir þau öll hafa birst ljóð á prenti og ljóða- bækur eftir systurnar Helgu Björgu og Þóreyju. Vísur Oddnýjar bera þó með sér að hún hafi sjálf verið ágætlega hagmælt. Hið knappa form ferskeytlunnar hent- aði henni vel, ekkert málæði, heldur tjáning í fáum orðum með fúllri meiningu. Þannig ferskeytla getur líka verið góð vísa. Bréfin sem hún skrifaði til uppkominna barna sinna voru stundum í bundnu máli. Kvað þá jafnan við mildan tón og hlýjan, en orðhvöss gat hún verið og skoð- anarík. Hún skrifaðist á við Brynhildi H. Jóhannsdóttur, eiginkonu Alberts Guðmundssonar, hins kunna stjórn- málamanns, í vísnaformi. Margar skemmtilegar vísur eru að finna í bréfúm þeirra á milli og gjarnan um póh'tíkina sem gat verið skrautleg þá ekki síður en nú. Oddnýstuddi Sjálfstæðisflokkinn. En hún var stuðningskona Alberts Guðmundssonar og fylgdi honum að málum með Borgaraflokkinn, flokk litla mannsins, þegar hann klauf Sjálfstæðis- flokkinn í alþingiskosningunum 1987 og tók af honum mikið fylgi. Um kosningabaráttuna er ort í einu bréfanna: Hvaða flokkar fara í stjórn flestirprá að vita. Þá mun einhverfiera fórn sem jysir par að sitja. Enginn vafi er ápví ýmsa munpað gruna að stærstiflokkur stefnir í stjómarforustuna. Erpið gangið upp á svið öllpá saman standi. Góðum málum leggið lið svo leysist allur vandi. Látið ekki Gunnar, Geir grípa afykkur völdin. Eitthvað sjóða erupeir oft á bak við tjöldin. Afmæliskveðjur voru oft í bundnu máli, þá stundum heilræði, sem sýndu afstöðu hennar til h'fsins, eins og eftirfarandi staka: Þú skalt lifa og leika pér lífsins reyndu að njóta best, pvístuttur timi ævin er og ‘enni lýkurfyrir rest. Barnabörnin fengu marga kveðjuna í vísuformi. Eitt þeirra, Berta Dröfn Ómarsdóttir, tekur þátt í tónleikum á Frönskum dögum ásamt Bergþóri Pálssyni og Garðari Thór Cortes. Af því tilefni hefúr hún samið lag við ljóð ömmu sinnar sem frumflutt verður á tónleikunum. Til þessarar ömmustelpu sinnar orti Oddný einhverju sinni: Fjölskyldan á Sunnubvoli: Fyrir aftan standa peer systur Guðný ogjóbanna, og pau Jitlu systkininuKristján ogjóna Kristín ífangiforeldranna. .12

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.