Franskir dagar - 01.07.2012, Page 13

Franskir dagar - 01.07.2012, Page 13
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS Berta Dröfn með brosið sitt bliðust er við mömmu höfuðprýði er hárið pitt hrokkinkolla ömmu. Bertu sendi lítið Ijóð lífsins veitir gleði. Þetta Ijúfa litla fjóð lyftir mínu geði. Hugljúf snót með hýra brá hleypur úti og inni. Þessi litla lipurtá likist ömmu sinni. Oddný var virk í félagsmálum árin sín á Fáskrúðs- firði. Hún sat í stjórn Slysavarnadeildarinnar Hafdísar og í stjórn Kvenfélagsins Keðjunnar um árabil, söng í kirkjukórnum í áratugi. Sat í skólanefnd, barnaverndarnefnd og var um tíma varamaður í hreppsnefnd. Eftir að yngri börnin komust á legg starfaði hún í bókaverslun KFFB. Sumarið 1981, urðu þau þáttaskil í lífi hjónanna á Sunnuhvoli að þau fluttu á mölina. Þau að- löguðust fljótt í borginni og eins og hún hafði gengið Staðarskarðið, Gilsárgilið, Skriðurnar og fjörurnar austur á fjörðum, -kunni hún ágædega við strætin á 101 og Rauðalækinn þar sem þau hjón bjuggu. Eftirfarandi stöku kastaði hún fram, þegar hún hitti kunninga á einni kvöldgöngunni: A að léttast um eitt gramm erpað ráðfrá læknum. Arka égpví út ogfram eftir Rauðalæknum. Oddný var mikil útivistarkona, dýravinur og áhugamanneskja um íslenska steina og náttúru. Hún var einn stofnenda “Félags áhugamanna um steinafræði” og ritari þess eftir að hún flutti suður. I veröld steinanna átti hún gott samfélag með öðrum þeim sem umgangast náttúruna með lotningu fyrir dýrgripunum sem þar liggja. Jafnframt sótti hún félagsskap við bingóspil á kvöldin og sagði við shkt tækifæri: Ein á báti oft ég rte erpó sjálf við völdin. Tek pá stefnu í Tónabæ til að spila á kvöldin. Hún var félagsvera sem vildi samt ráða för sinni sjálf og það tókst henni miklu lengur en heilsan í raun leyfði, en sjúkdómurinn alzheimer ágerðist hratt síðustu árin hennar. Eg vil búa áfram ein engan við að sakast. Meðan gatan björt og bein við blasir, mun pað takast. Þetta var síðasta stakan hennar. Hún var þá farin að hverfa sjálfri sér, fjölskyldu og umhverfi, inn í Grænalandið, svokallaða. En það sem að lokum hvarf henni var bundið mál. Þegar hún þekkti engan lengur var samt nóg að byrja á stöku og hún botnaði hana. Það sem hún hafði lært og numið í vísnaformi strax frá bernsku var það sem hugurinn varðveitti lengst. Oddný á Sunnuhvoli lést þann 12. ágúst 2005. Hjónin Oddný og Þorvaldur ásamt bömum stnum, Kristjáni, Jóhönnu, Guðnýju og Jónu Kristínu, á góðri stundu jýrir um þrjáttu ogfimm árum síðan. Þorvaldur og Oddný í kóngsins Kaupmannahófn sumarið 1951, - eina ferð þeirra hjóna erlendis, utan heimsóknar tilfrændfólks í Fœreyjum. • Þessi mynd birtist t Morgunbl'aðinu með viðtali sem Elín Pálmadóttir tók við Þorvald t tengslum við franska tímabilið á Fáskrúðsf irði. Blaðaviðtalið er tekið eftir að þau hjónin fluttu suður. Sunnuhvoll. Myndin er sennilega tekin á hátíðlegum sumardegi kringum 1960. A fánastöngum blakta íslenski fáninn ogfáni Eimskiþafélags Islands. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. 13.

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.