Franskir dagar - 01.07.2012, Qupperneq 23

Franskir dagar - 01.07.2012, Qupperneq 23
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRAN£AIS Himnesk súkkulaðikaka. Uppskriftin var á baklingi sem kom með simareikningi til Eyrúnar. Dúkurinn er keyptur á sigaunamarkaði á Spáni. HIMNESK SÚKKULAÐIKAKA Vi bolli sterkt kaffi 200 g púðursykur 200 g sykur 350 g smjör 300 g suðusúkkulaði 100 g ljóst rjómasúkkulaði 5 stór egg Setjið kaffi og sykur í pott og látið suðuna koma upp og hrærið í á meðan. Takið af hellunni og bætið smjöri og súkkulaðibitum út í. Blandan má ekki sjóða eftir að súkkulaðið og smjörið er komið út í. Hrærið vel saman. Hrærið eggin saman og setjið út í blönduna og hrærið vel. Setjið í 26 cm springform sem er vel smurt. Klæðið formið að utan með álpappír til að koma í veg fyrir að deigið leki í ofninn. Bakið við 180°C í 60 mínútur. Kakan er góð með jarðarberjum og þeyttum ijóma. DJÚPSTEIKTIR BANANAR 4 bananar 3 egg - slegin í sundur 2 dl ljóst brauðrasp (Ströbröd frá X-tra) 2 dl fínt kókosmjöl olía til steikingar Veltið 4 banönum upp úr 3 eggjum. Blandið saman raspi og kókos og veltið banönum upp úr þessu. Steikið í oh'u, (notaði isio 4 í teflon potti). Berið fram nýsteikt með rjómaís. Bananaréttur, sem Tania larði að útbúa af talenskri konu. í Talandi eru ekki beinlínis eftirréttir, en ávextir gjaman notaðir sem eftirréttir. Kínóa eftirréttur er úr bókinni Hollir réttirfyrir allafjölskylduna eftir Berglindi Sigmarsdóttur PERU- OG EPLABAKSTUR MEÐ KÍNÓA OG PEKANHNETUM - FYRIR 4 1 pera skræld og skorin í teninga 2 epli skræld og skorin í teninga 3 msk. hfrænt hlynsíróp (má líka nota dökkt agavesíróp en það þarf aðeins minna af því) Aðferð: Setjið peru og epli í formið og hellið sírópi yfir. Setjið álpappír yfir formið og setjið í miðjan ofninn á 180° C í 20 mínútur. Á meðan þetta bakast er best að búa til mulninginn sem fer ofan á. MULNINGUR 100 g fínt spelt 70 g hrásykur 100 g kalt íslenskt smjör, skorið í teninga 70 g kínóakorn 80 g haframjöl 100 g pekanhnetur Blandið saman spelti, hrásykri, kínóa og haframjöli í skál. Setjið smjörteninga saman við og kreistið þetta saman í höndunum. Þegar eplin og perurnar hafa verið í ofninum í 20 mínútur takið þá út og dreifið deigmulningnum yfir. Raðið pekanhnetum ofan á. Setið inn í miðjan ofninn og bakið í 180° C í 20-25 mínútur. Fylgist með og takið út þegar mulningurinn er orðinn gullinn og passið að pekanhneturnar brenni ekki. Berið fram með ís eða rjóma. 23.

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.