Franskir dagar - 01.07.2012, Qupperneq 28
Franskir dagar - Les JOURS FRAN9AIS
að það væri nú ekki nema í góðan klukkutíma.
Hann sagði farir sínar ekki sléttar, eftir þriggja
tíma suðu væru þær enn grjótharðar. Konan fór
með honum yfir og í Ijós kom að hann hafði keypt
poppmaís í baunasúpuna. Hlátrasköllin aukast
nú til muna og annarri sögu er bætt við: Ung
stúlka og óreynd í matseldinni fór í næsta hús og
spurði hversu mikið hún ætti að salta saltkjötið.
Skúli rifjar upp að þegar verið var að draga fyrir
nót í fjöruborðinu, sá hann skringilegan hlut og
hljóp að honum. „Gunni Guðjóns sagði mér að
láta hana vera en þetta var koníaksflaska. Ekki
vissi ég um innihaldið og braut flöskuna. Þá
hélt ég að Gunni mundi ganga frá mér, hann
varð alveg brjálaður. Þá var ég fljótur að hlaupa
í burtu á mínum stuttu fótum.”
Skúli tóklítið þátt í skemmtunum en vann öllum
stundum til að safna fyrir lyftingagræjunum sem
hann keypti árið 1970. Lyftingagræjurnar kost-
uðu 70 þúsund og komu með Heklunni. Skúli,
sem var bíósjúkur, fór út af miðri sýningu til að
taka á móti græjunum. „Margir krakkar hópuðust
í kringum kassana og héldu að ég tæki þetta undir
hendina. Það gerðist hins vegar ekki heldur fékk
ég vörubíl til að skutla þeim í Laufás.”
Draumur Sigurbjargar var að eignast ísskáp þegar
hún byrjaði að búa 18 ára gömul á loftinu í Pét-
ursborg. „Eftir fyrstu síldarvertíðina átti að kaupa
ísskáp en þá vorum við að bygga húsið Artún og
ekki var hægt að kaupa ísskáp. Næsta haust á eftir
var þetta eins, peningarnir fóru í annað. Þriðju
vertíðina pantaði ég mér fínan Atlas ísskáp að
sunnan, sem dugði vel og lengi alveg þangað til
við flúðum gosið í Heimaey árið 1973. Þá fór sjór
í hann og svo ekki söguna meir,”segir Sigurbjörg.
Skúli grípur þetta á lofti og segir frá því að hann
hafi unnið einn dag á vertíð í Eyjum. „Þá hófst
eldgosið og ég þurfti að fara í land og ég fékk
daginn aldrei borgaðan,” segir hann hlæjandi.
Og fleiri sögur bætast við: Karl Indriðason á
Eyri var síldarmatsmaður, einhverju sinni eftir
langa og erfiða lotu ætlar Bergur Hallgrímsson
að skutla Kalla heim til sín. Sjá þeir þá hvar bát-
urinn Dagfari kemur að bryggju. Bergur snarast
út úr bílnum til að bjóða þá velkomna. Nokkru
síðar stígur hann upp í bílinn og brunar út að
Eyri. Ut við Sævarborg mætir hann Nilla (Níels
Sigurjónssyni) sem var verkstjóri á planinu. Þeir
stoppa og taka tal saman. Þá var Nilli að koma
frá því að skutla Kalla heim en Bergur tók ekki
eftir því að hann vantaði í bílinn.
SVO HVARF SILDIN
Þessi síldarár og stemningin sem þeim fylgdi
koma aldrei aftur. Fjörðurinn sofnaði þegar síldin
hvarf og vaknaði ekki aftur fyrr en göngin og
álverið komu. Þau eru öll sammála að þau færu
aftur í síld ef hún kæmi núna. „Það rennur eitt-
hvað æði á alla og við tækjum þátt í því.”
Frá vinstri: Haukur Vilhjálmsson, baksvipur á Agli Guð/augssyni, skoðunarmaður á st/d, Skú/i Óskarsson og Guðmundur Hjaltason.
Einar ríki Sigurðsson útgerðarmaður i Vestmannaeyjum hringdi í Oddnýju á Sunnuhvoli og bað hana að taka mynd af Gullborginni
pegar hún kom inn til Fáskrúðsjjarðar með fullfermi. Mynd: Oddný A. Jónsdóttir.
• 28
Hilmisplanið og Pólarstld.