Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR jbo@vf.is Íþróttapósturinn er Úrtakshópur U-16 drengja Þrír drengir af Suðurnesj- unum voru valdir í úrtaks- hóp U-16 í knattspyrnu sem mætir úrvalsliði frá Norska fylkinu Møre og Romsdal í æf- ingaleikjum í vikunni en það verður leikið í Egilshöll í dag og í Kórnum á laugardag. Í hópnum eru þeir Arnór Ingvi Traustason úr Njarðvík, Óttar Nordfjörd úr Njarðvík og Lukas Malesa úr Keflavík. Úrtakshópur U-17 stúlkna Fjórar stúlkur af Suðurnesj- unum voru valdar í úrtakshópi í U-17 í knattspyrnu sem mætir úrvalsliði frá Norska fylkinu Møre og Romsdal í vikunni en það verður leikið í Egilshöll í dag og í Kórnum á föstudag. Í hópnum eru þær Sandra Ýr Grétarsdóttir úr Grindavík, Sara Hrund Helgadóttir úr Grindavík, Silvía Sigurgeirs- dóttir úr Víði og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir úr Keflavík. Leikir kvöldsins Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknatt- leik í kvöld sem allir hefjast kl. 19:15. Grindavík mætir Skalla- grím í Borgarnesi og Njarðvík- ingar mæta Stjörnunni í Ás- garði í Garðabæ. Þórður endurkjörinn Þórður Karlsson var endur- kjörin formaður knattspyrnu- deildar UMFN á aðalfundi deildarinnar. Reiknað er með að allir stjórnarmenn sitji áfram. Reksturinn á síðasta ári var lakari en árið á undan og var innan við 300.000 kr. tap á deildinni. Skýrist það að mörgu leiti af því að tekju- möguleikar yngri flokka rekst- ursins var takmarkaður vegna lokunar Reykjaneshallar á haustmánuðum einnig setti seinkun á því að færa sig yfir á nýja íþróttasvæðið sitt mark á reksturinn. 7.flokks mót Keflavíkur Á laugardag fer fram 7.flokks mót Keflavíkur í knattspyrnu í Reykjaneshöll. Fjölmörg lið eru skráð til leiks og hefst keppni kl. 8.20 á laugardagsmorgun. Stigalausir í lokaleikhlutanum Þróttur Vogum lá naumlega gegn Haukum í 1. deild karla í körfuknattleik síðastliðinn föstudag. Lokatölur voru 68- 70 Haukum í vil í miklum spennuleik. Haukar gerðu sigurstig leiksins þegar 2 sekúndur voru eftir af leiknum og Þróttur náði ekki að nýta þann tíma til að knýja fram sigur. Nokkra athygli vakti að Þróttir skoraði ekki stig í síðasta fjórðung leiksins en það þykir tíðindum sæta í heimi körfuboltans. Þróttur er í níunda og næstneðsta sæti. IGOR BESTI ÞJÁLFARINN - TIFFANY ROBERSON OG JOVANA LILJA Í ÚRVALSLIÐIÐ Úrvalslið umferða 10-17 í Iceland Ex-press deild kvenna í körfuknattleik var tilkynnt á þriðjudag þar sem Igor Belj- anski þjálfari Grindavíkurkvenna var út- nefndur besti þjálfari umferðanna og þær Tiffany Roberson og Jovana Lilja Stefáns- dóttir voru valdar í úrvalslið umferðanna. Báðar hafa þær Jovana og Tiffany bætt sig töluvert frá fyrsta hluta Íslandsmótsins og þá unnu Grindavíkingar sjö af átta leikjum sínum í umferðum 10-17. Grind- víkingar hafa verið fyrnasterkir á heima- velli í vetur og leika næst gegn Val á laug- ardag í Vodafonehöllinni kl. 14:00. Igor þjálfari Grindavíkur var að vonum ánægður með árangurinn og sagði leikmenn sína vera að uppskera fyrir erfiði sitt. „Ég er mjög ánægður og þetta er árangur erfiðisins sem stelpurnar hafa verið að leggja í liðið að undanförnu. Vonandi höldum við bara áfram að byggja ofan á þennan árangur og að hafa unnið sjö leiki og tapað einum á þessum kafla í mótinu er mjög gott en það er eitthvað sem ég væri líka til í að sjá á lokasprettinum í deildinni,“ sagði Igor sposkur en Grindavík á í harðri toppbaráttu við Keflavík, KR og Hauka. Jovana Lilja er áræðinn varnarmaður og er jafnan sett til höfuðs bestu leikmönnum andstæðinga Grindavíkur og hefur henni gengið vel að halda erlendum stjörnuleik- mönnum í skefjum. Jovana gerði 9,5 stig að meðaltali í leik fyrir Grindavík í þessum öðrum hluta en Tiffany Roberson er eitt helsta sóknarvopn Grindavíkur með 28,0 stig að meðaltali í leik fyrir Grindvíkinga en hún er einnig frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 16,3 fráköst að meðaltali í leik. Grindavík mætti Fjölni í gær en nánar er hægt að fræðast um leikinn á vf.is Blóð, sviti og tár Ef við ætlum að vinnan þennan deildarmeistaratitil þá verðum við að vinna KR annað kvöld. Við megum ekki tapa og ef við vinnum þá erum við komnir langt með að landa efsta sætinu í deildinni,“ sagði fyrirliði Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson. Sannkallaður toppslagur verður í Vesturbænum annað kvöld þegar topplið Kefla- víkur mætir KR í DHL-Höllinni kl. 19:15. Keflavík er á toppi Iceland Express deildar karla í körfuknatt- leik með 28 stig en Íslandsmeist- arar KR hafa 26 stig í 2. sæti. Með sigri annað kvöld getur Keflavík náð fjögurra stiga forskoti á KR. „KR er með nokkuð breytt lið frá því við mættum þeim síðast en þetta verður blóð, sviti og tár, alvöru leikur,“ sagði Magnús en fyrri deildar- leikur liðanna var magnaður af hálfu Keflavíkur sem skelltu Íslandsmeist- urunum 107-85. Magnús þekkir það að fagna sigri í DHL-Höllinni þar sem hann tryggði Keflavík sigurinn á KR leiktíðina 2005-2006 með þriggja stiga flautukörfu. „Við viljum klára þennan leik á föstudag fyrr heldur en að treysta á flautukörfu en eigum við ekki bara að segja að kallinn klári þetta aftur á síðustu sekúndunni,“ sagði Magnús léttur í bragði. Eftir áramót hafa Keflvíkingar ekki náð að finna taktinn góða sem var í liðinu fyrri hluta Íslandsmótsins en Magnús segir að nú sé allt að smella í herbúðum Keflvíkinga. „Seinni hálfleikur gegn ÍR var fínn en leikir eftir áramót t.d. gegn Grindavík, Snæ- fell og Njarðvík voru lélegir leikir, við þurfum bara að byrja okkar tímabil aftur með því að vinna KR á morgun.“ Þremenningarnir frá Grindavík. Igor, Jovana og Tiffany. Setur Magnús annan líkkistunagla yfir KR-inga á föstudag?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.