Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.2008, Síða 21

Víkurfréttir - 17.04.2008, Síða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 17. APRÍL 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Ný vatns ból voru tek in í notk un með við höfn í Vogum á föstudag. Vatnsból sveitarfélagsins voru færð þar sem þau lentu inni á mið- bæjarskipulagi við breytt aðalskipulag. Ný dælustöð var sett upp og stofnlögn frá henni. Dælustöðin fullnægir vatns- þörf Voga en meðalnotkun er nú um 6,5 l/s og hámarks- notkun um 20 l/s. Gert er ráð fyrir að árið 2016 verði með- alnotkun um 16 l/s. Heildar- kostnaður við verkefnið nam rúmum 68 milljónum króna. Er það mál manna að gæði vatnsins séu betri í nýju vatns- bólunum. Ný vatnsból í Vogum Fulltrúar ungu kynslóðarinnar í Vogum, þau Einar Sindri Ein- arsson og Sóley Ósk Hafsteinsdóttir, skrúfuðu frá krananum og hleyptu vatni á lögnina þegar nýja dælustöðin var formlega tekin í notkun. VF-mynd: elg Barnakórastarf hefur verið í mikilli uppsveiflu á Suður- nesjum nú að undanförnu. Af því tilefni hafa kórstjórar tek ið hönd um sam an og standa fyrir kóramóti sem haldið verður í Gerðaskóla í Garði 19. og 20. apríl. Þátttakendur í mótinu eru rúmlega 100 syngjandi glaðir krakkar úr Barnakór Garðs, Barnakór Holtaskóla, Barna- kór Heiðarskóla, Barnakór Keflavíkurkirkju og Barnakór KFUM og K í Reykjanesbæ. Gerðaskóli og Íþróttamiðstöð Garðs hafa boðið upp á hús- næðisaðstöðu til að halda mótið og Menningarráð Suð- urnesja hefur styrkt verkefnið fjárhagslega. Auk sundferða, leikja og skemmtanna, mun söngurinn að sjálfsögðu spila stórt hlutverk á mótinu. Há- punktur mótsins verða tón- leikar í Íþróttamiðstöðinni Garði, sunnudaginn 20. apríl kl. 14 og eru allir velkomnir. Hver kór syngur út af fyrir sig en einnig syngja þau saman í rúmlega 100 manna barna- kór söngva sem þau hafa lært á mótinu. Þeir sem að mótinu standa vona að það verði börnunum hvatning jafnt sem skemmtun að vinna með öðrum kórum. Einnig vilja þeir vekja athygli á barna- menningu á svæðinu og því uppeldis- og tónlistarstarfi sem fram fer í kórunum. KÓRAMÓT barnakóra á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.