Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Hann byrj aði að starfa í nefnd um um miðj an 7. áratuginn, kosinn í hrepps- nefnd 1974 þar sem hann var oddviti til 1978. Þá var hann einnig oddviti hrepps- nefndar á árunum 1982 til 1994. Í 24 ár sat hann í sveit- arstjórninni og þar af 16 sem oddviti. Þá sat hann í stjórn Hitaveitu Suðurnesja til margra ára og tók þátt í uppbyggingu hennar. Finn bogi er í dag fram- kvæmdastjóri DS, Dvalarheim- ila aldraðra Suðurnesjum, sem reka hjúkurnarheimilin Garðvang í Garði og Hlévang í Reykjanesbæ. Næst stærsti vinnu- staðurinn Garðvangur er næst stærsti vinnustaðurinn í Garði með 65 manns í vinnu í það heila. Garðvangur var formlega opn- aður í nóvember 1976 sem dvalarheimili fyrir 22 heimilis- menn. Í dag er hann orðinn að hjúkrunarheimili með 38- 40 rúmum. Upphaflega byggingin var verbúð áður en sveitarfélögin keyptu hana en Garðvangur er í eigu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir utan Grindavík. Á þessum árum hefur tvívegis verið byggt við upphaflegu bygginguna. „Þegar litið er í heild á biðlistana á Garðvangi og Hlévangi erum við að jafnaði með um 45 ein- staklinga á biðlista. Nú stendur yfir vinna í fagnefndum hins opinbera vegna hjúkrunar- heimilisins á Nesvöllum en við myndum gjarnan vilja sjá það enda í stærðinni 80-90 rúm. Í dag er mjög brýn þörf fyrir 30-40 rými,“ segir Finnbogi að- spurður um stöðuna í þessum málaflokki í dag. Hann vonar því að þessi mál skýrist fljót- lega. Uppgangstímar í Garði Finnbogi starfaði lengi vel að sveitarstjórnarmálum í Garði eins og áður er getið. Hann er í dag hættur afskiptum af þeim málum en fylgist samt með. „Ég hef dregið mig verulega úr nefndarstörfum og reyni þá frekar að vera til staðar ef fólk vill leita til mín eftir upplýs- ingum. Það getur stytt leiðina mikið að leita í reynslubanka annarra í stað þess að finna aftur upp hjólið,“ segir Finn- bogi. „Þetta var skemmtilegur tími og margt að gerast,“ segir Finn- bogi um árin í sveitarstjórn- inni. „Það má segja að upp úr 1974 hafi orðið mikil spreng- ing í byggingu íbúðarhúsa í Garðinum og ég minnist þess að á einhverju tímabili vorum við með 100 skráðar nýbygg- ingar í gangi. Það var gríðar- mikil hreyfing í gangi enda fór íbúatalan á skömmum tíma úr rúmlega sexhundruð í rúm- lega þúsund.“ -Hvað var það sem ýtti undir þetta? „Það voru bara almennt já- kvæðir straumar í kringum sveitarfélagið. Fólk festi rætur og unga fólkið byggði í sinni heimabyggð. Við vorum líka með tiltölulega lág gatnagerðar- gjöld sem freistuðu fólks utan sveitarfélagsins til að koma til okkar.“ Helstu verkefni Þegar Finnbogi er inntur eftir því hvaða verkefni hafi helst staðið upp úr á þessum árum, er greinilega margt hægt að týna til. „Við réðust m.a. í uppbygg- ingu á íþróttasvæðinu upp úr 1980. Sú framkvæmd heppnað- ist vel. Þá voru talsvert miklar framkvæmdir í vatnsveitu- málum og fráveitumálum. Uppbygging Gerðaskóla og leikskólans Gefnarborgar var einkar ánægjuleg. Stærsta ein- staka framkvæmdin sem ég er mjög stoltur af er bygging íþróttamiðstöðvarinnar. Það var mikil framkvæmd og þá má segja að hún hafi gjörbreytt búsetuskilyrðum fólksins. Það skiptir afar miklu máli fyrir hvert sveitarfélag að hafa góða íþróttaaðstöðu. Einnig tókst að fá á staðinn útibú frá Sparisjóðnum sem var framfaraspor og heilla- drjúgt,“ Breytingar í kjölfar kvótakerfis Talsverðar breytingar hafa orðið á Garði sem ekki er lengur þetta dæmigerða sjáv- arþorp. Fiskiðnaður var áður snar þáttur í atvinnulífi þorps- búa og allmörg fyrirtæki á því sviði voru rekin í Garðinum. En nú eru breyttir tímar. „Kvótakerfið og breyttur tíð- arandi hefur gjörbreytt þessu. Á mínum yngri árum var hér fiskverkun við nánast hvert býli. Hér voru reknar vel á þriðja tug fiskvinnslustöðva á árum áður en eru í dag aðeins örfáar. Nú er svo komið að það er einungis einn stór sjáv- arútvegsaðili við rekstur hér í Garði, þ.e. Nesfiskur sem er mjög öflugt fyrirtæki. Einnig er rekstur H. Péturssonar um- fangsmikill. Þannig að það er allt annar bragur yfir þessu núna,“ segir Finnbogi. „Á sínum tíma börðumst við fyrir því að vegurinn milli Garðs og Kefla vík ur yrði lagður varanlegu slitlagi. Það gerðist 1976 og þessar sam- göngubætur breyttu verulega miklu fyrir íbúana og ýttu Finnbogi Björnsson: Þá var fisk- verkun við hvert býli Finnbogi Björnsson er innfæddur Garðbúi og þekkir þar alla innviði mjög vel enda gegndi hann í mörg ár margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið. undir þá þróun að Suðurnesin verða eitt atvinnusvæði. Sama má segja um veginn til Sand- gerðis. Í dag sækir margur Garðbúinn atvinnu annað en þessu er líka öfugt farið. Til dæmis starfa hér á Garðvangi yfir 25 manns sem koma ann- ars staðar frá,“ segir Finnbogi. Allt önnur fjárhagsstaða -Ef við gefum okkur að þú værir oddviti í dag, hvaða málum vildir þú vilja koma til leiðar í Garði? „Fjárhagsstaða flestra sveitarfé- laganna hér á Suðurnesjum er í dag allt önnur og þar hefur sala á hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja auðvitað breytt miklu. Sveitarfélögin geta í dag leyft sér miklu meira heldur en reglulegir tekjustofnar segja til um. Garður gæti sennilega greitt upp skuldir sínar og átt einn og hálfan milljarð í af- gang. Nýtt álver í landi Garðs mun hafa mikil áhrif í sveitar- félögunum. Ég myndi halda áfram að efla félagslega þjónustu, efla menntastofnanir, íþróttastarf, umhverfismálin og aðra þá grunnþætti sem fólki finnst skipta verulegu máli þegar það tekur ákvörðun um það hvar það ætlar að búa,“ sagði Finn- bogi og vildi að lokum óska Garðmönnum til hamingju með merk tímamót. Finnbogi Björnsson. VF-mynd: elg Frá hátíðarfundi hrepps- nefndar á 17. júní, líklega á átttugasta afmælisári Gerðahrepps. Mynd úr safni VF. Frá byggingu íþróttamið- stöðvarinnar, sem var mikil búbót fyrir íbúana. Mynd úr safni VF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.