Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 12. JÚNÍ 2008 25STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hvað er eftirminnilegast frá þínu starfi sem bæjarstjóri/sveitarstjóri í Garði? Sigurður Jónsson Ég myndi segja að það eftirminnilegasta og stærsta átakið á sínum tíma hafi verið skömmu eftir að ég byrjaði, þegar ákvörðunin um að byggja íþróttamiðstöðina í Garði var tekin. Fyrir það var engin sundlaug í bænum og bara lítill leikfimisalur í skólanum þannig að það var engin aðstaða til sundkennslu eða íþrótta. Það var þess vegna mikil bylting í þjónustu og aðstöðu í bænum og eiginlega byrjunin á þeirri miklu uppbyggingu sem varð. Svo þegar þetta fór að skila sér fóru lóðirnar að renna út og íbúum fór að fjölga. Ellert Eiríksson Þegar ég hugsa til baka finnst mér það standa upp úr hvað íbúar Gerðahrepps voru heil- steyptir og mikil sjálfsbjargarviðleitni í öllum. Miklir einstaklingshyggjumenn, en ákaflega traustir og fylgnir sér. Það er erfitt að taka til einhverjar bryggjur eða skóla, en þegar ég lít til baka leið mér mjög vel í Garðinum og var mjög ánægður að hafa tekið þá ákvörðun að fara til þeirra og vera sveitarstjóri hjá þeim þessi átta ár. Einn af burðarásunum í at- vinnulífi Garðsins er fisk- vinnslan Nesfiskur, en þar starfa um 200 manns á sjó og í landi. Bergþór Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri, sagði í viðtali við Víkurfréttir að fyrirtækið, sem hefur starfað í Garði í rúma þrjá áratugi, hafi verið í hægum en öruggum vexti alla tíð. Þó höfuðstöðvar fyrirtækis- ins séu í Garði er engum afla landað þar, heldur er hann fluttur þangað, m.a. frá Sand- gerði og víðar að. Bergþór segir að það þurfi ekki að skjóta skökku við. „Þetta er bara þannig að við byrjuðum í Garðinum og héldum svo bara áfram þar eftir því sem fyrirtækið stækk- aði. Þetta vex þarna og það má segja að við séum hluti af bænum og bærinn hluti af okkur.“ Ekki er laust við að hremm- ingar hafi skekið sjávarútveg- inn eins og svo mörg önnur svið efnahags lífs ins. Fjár- magnskreppa og niðurskurður aflaheimilda hafa orðið til þess að mörg fyrirtæki hafa orðið að draga saman seglin, en Bergþór segir að Nesfiskur muni reyna að halda sínu striki. „Þessar skerðingar eru miklar hjá okkur og það er spurn- ing hvað maður þolir mikið af slíku áður en maður fer að draga saman í skipastofninum. Við höfum ekki fækkað, en Bjarni Thor: Lærði betur að meta æskuslóðirnar Bassasöngvarinn Bjarni Thor er al- inn upp í Garði o g s ný r a f t u r heim á forn ar slóðir og kemur fram á afmælishátíðinni. Hvernig var að alast upp í Garð- inum? Maður hafði auðvitað mikið frelsi þegar maður ólst þarna upp. Við vorum úti alla daga og öll kvöld að leika okkur í fjörunni, uppi í móanum uppi í heiði og kynntist þar náttúr- Nesfiskur: Bærinn hluti af okkur unni. Þannig hafði Garðurinn og hefur enn mikið upp á að bjóða fyrir börn. Hvernig líturðu á Garðinn í dag? Ég hef búið erlendis mikið undanfarin ár og fór í raun að læra að meta fegurð staðarins betur eftir að ég flutti út. Þessa víðáttu og fjallasýn. Hvað munt þú syngja fyrir gesti á afmælishátíðinni? Ég stefni á að hafa pró- grammið aðgengilegt fyrir þann fjölbreytta áhorfenda- hóp sem þarna verður. Þetta verður íslenskt og erlent efni. Bland í poka. heldur fjölgað. Ef það verða hins vegar meiri skerðingar þurfa einhverjar breytingar að verða.“ Bergþór vill að lokum óska öllum bæjarbúum til ham- ingju með aldarafmælið, segir að það sé afar gaman að vera hluti af samfélaginu í Garði á þessum merku tímamótum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.