Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR VIÐGERÐARÞJÓNUSTA á þvottavélum og þurrkurum Steinar Ragnarsson sími: 8486109 ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, Þórður Þórðarson, Danni, áður til heimilis í Keflavík og á Álftanesi, andaðist á Holstebro Sygehus fimmtudaginn 29. maí. Minningarathöfn fer fram í Garðakirkju föstudaginn 13. júní kl. 14.00. Guðmundur Þorkell Þórðarson, Elenora Ósk Þórðardóttir, David Trevor Park, Jón Þór Ágústsson, Alexandra Ósk Guðmundsdóttir, Embrek Snær Arnarsson, Heimir Berg Guðmundsson, Kári Trevor Park, Þórður Kr. Jóhannesson. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kom í heim- sókn á Keflavíkurflugvöll í vikunni þar sem hann kynnti sér starf Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar og Keilis. Auk þess leit hann við hjá frönsku flugsveitinni sem hefur verið hér við æfingar og sinnt lofthelgisvörnum síðustu vikur. Sama dag reyndi einmitt á sveitina þegar hún var send í veg fyrir tvær rússneskar flugvélar sem komu inn í lofthelgina. Geir sagði í viðtali við Víkurfréttir að sú aðgerð hafi gengið vel. „Aðalatriðið er hins vegar það að hér er verið að byggja upp þekkingu og reynslu sem mun þjóna öllu Atlantshafsbanda- laginu því að öryggi einnar þjóðar skiptir máli fyrir öryggi allra hinna.“ Aðspurður hvort Frakkarnir væru nú komnir í stað Kanans sagði Geir að ekki væri beint hægt að segja það. „En þetta loftrýmiseftirlit sem NATO hefur tekið að sér er að okkar dómi mjög mikilvægt og framhald af þeirri starfsemi sem Bandaríkjamenn voru hér með, en það sýnir það jafnframt að það er mat bandalagsins að það er full ástæða til að halda úti slíku eftir- liti og að engin ein þjóð sé utan við slíkt.“ Geir sagði að lokum að Frökkunum hafi líkað svo vel hér á landi að ákveðið hafi verið að framlengja dvöl þeirra um eina viku. Forsætisráðherra á ferðinni: Heimsótti Kefla- víkurflugvöll Meirihlutinn í bæjarstjórn Sandgerðis sat undir harðri gagnrýni minnihlutans á síðasta bæjarstjórnarfundi þegar fjallað var um þátttöku sveitarfélagins í Fasteign og þá sér í lagi vegna viðbygg- ing ar við grunn skól ann. Minnihlutinn telur að í ljósi veikrar stöðu Fasteignar á lánamarkaði sé nauðsynlegt að öll þátttaka Sandgerðis- bæjar í félaginu verði tekin til endurskoðunar. Minnihlutinn í bæjarstjórn átelur Eignarhaldfélagið Fast- eign fyrir að bjóða ekki út framkvæmdir við Grunnskól- ann í Sandgerði upp á rúmlega 800 milljónir króna. Þá segir minnihlutinn meirihlutann vera kominn í vandræði með þátttöku sinni í Fasteign, sam- kvæmt því sem kemur fram í bókunum frá fundinum. Á fundinum kom til umræðu lántaka Sandgerðisbæjar vegna framkvæmda við grunnskól- ann. Eins og komið hefur fram í fréttum hyggst sveitarfélagið taka lán hjá Lánasjóði sveitar- félaga þar sem erfitt er fyrir Fasteign að nálgast lánsfé eins og ástandið er á fjármálamörk- uðum um þessar mundir. Í greinargerð sem bæjarstjóri lagði fram segir m.a. að talið hafi verið rétt að Sandgerðis- bær sækti um umrætt lán þar sem annað gæti orðið til þess að seinka framkvæmdum við grunnskólann. Í framhaldi af greinargerðinni var lögð fram tillaga um að taka 400 milljóna króna lán hjá Lána- sjóði sveitarfélaga með veði í tekjum sveitarfélagsins. Minnihlutinn lagði fram breyt- ingartillögu þar sem lagt var til að framkvæmdin yrði sett inn í Fasteignafélag Sandgerðis en framseldist ekki til Fasteignar hf. Sú breytingartillaga var felld. Til laga meirihlutans var samþykkt með atvæðum meirihlutans en minnihlutinn greiddi atkvæði á móti. Sandgerði: Enn tekist á um Fasteign 139kr/pk. SÚKKULAÐIBITAR - 200 GR. Capri 40% afsláttur 469kr/kg. Verð áður 782 kr/kg KJÚKLINGUR - FERSKUR Ísfugl 1.854kr/kg. Verð áður 2.648 kr/kg. LAMBALÆRISNEIÐAR - KRYDDAÐAR Goða 31% afsláttur 1.299kr/kg. Verð áður 2.168 kr/kg LAMBALÆRI - M/KRYDDJURTUM Goða 40% afsláttur 1.289kr/kg. Verð áður 1.867 kr/kg. GRÍSAHNAKKASNEIÐAR PIRI PIRI Goða 31% afsláttur 40% afsláttur 199kr/stk. Verð áður 249 kr/stk. TÓMATSSÓSA Hunt´s 725kr/kg. Verð áður 1.209 kr/kg. MEXÍKÓ GRILLPYLSUR Goða Um br ot : A ug lýs in ga st of a Ví ku rfr ét ta Hö nn un : -örugglega ódýrt! Kefl avík • Breiðholt • Húsavík • www.kasko.is • verð birt með fyrirvara um prentvillur • Gildir 12. júní til 15. júní eða meðan birgðir endast Spennandi helgartilboð

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.