Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 12. JÚNÍ 2008 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM www.svgardur.is Viðburðaríkt ár Á 100 ára af mæli sveit ar fé- lags ins er Odd ný Guð björg Harð ar dótt ir bæj ar stjóri. O d d n ý e r fædd og upp- al in í Garð- in um og hef ur búið þar með eig in manni sín um Ei ríki Her manns syni, fræðslu stjóra Reykja nes bæj ar og dætr um þeirra Ástu Björk og Ingu Lilju. „Það er auð vit að afar gam an fyr ir mig vera bæj ar stjóri á þess um merku tíma mót um í sögu Garðs, bæj ar ins sem hef ur alið mig nán ast all an minn ald ur og ætt menni mín og for feð ur langt aft ur í ætt ir.“ seg ir Odd ný að spurð um hvern ig það sé að vera bæj ar- stjóri í sveit ar fé lag inu í Garði þessa dag ana. Und ir bún ing ur fyr ir 100 ára af mæli Garðs hófst í febr ú ar 2007. Að sögn Odd nýj ar var snemma ákveð ið að við burð ir skyldu vera allt árið. „Við byrj uð um í jan ú ar með barna- leik rit inu Land ið Vifra eft ir Þór ar in Eld járn. Síð an tók við sagna kvöld á Flösinni sem var mjög vel sótt og í mars var Garð veisla þar sem tón- list ar menn úr Garði fluttu lög eft ir Garð menn og lög með text um eft ir Garð menn. Egg- ert Þor steins son, Garð mað ur var kynn ir og fullt var út úr dyr um. Jón at an Ingi mars son átti hug mynd ina að Garð veisl- unni og hafði veg og vanda af allri skipu lagn inu.“ Gerða skóli, Gefn ar borg og Tón list ar skól inn héldu skóla- há tíð í lok maí. Sýn ing ar nem- enda voru frá bær ar með sögu sveit ar fé lags ins sem rauð um þræði. Full trú ar Land vernd ar af hentu nem end um og starfs- fólki Græn fán ann sem blakt ir nú við báða skól ana. Há punkt ur af mæl is árs ins er auð vit að af mæl is dag ur inn 15. júní og er há tíð ar dag skrá in aug- lýst hér í blað inu. Sveit ar fé lag ið er svo sann ar lega að kom ast í há tíð ar bún ing. „Við Garð bú ar höf um lagt okk ur fram við að fegra bæ inn í til efni þess- ara tíma móta. Ég held að það fari ekki fram hjá nein um sem fer um bæ inn að hér hafa hús- eig end ur, fyr ir tæki og bæj ar- starfs menn lagt sig fram við að snyrta og prýða þannig að Garð ur inn megi skarta sínu feg- ursta á af mæl is dag inn þann 15. júní. Við eig um von á mörg um gest um og hlökk um til“ seg ir Odd ný Guð björg Harð ar dótt ir, bæj ar stjóri í Garði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.