Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 28
28 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR
Njarðvíkurskóla var slitið við
hátíðlega athöfn þann 5. júní
og var það gleðistund fyrir
stjórnendur, kennara og aðra
starfsmenn skólans, þar sem
nemendur fengu margar við-
urkenningar fyrir glæsilegar
einkunnir. Má þar nefna að
10 nemendur skólans voru
með raðeinkunn 99 í sam-
ræmdu prófi í stærðfræði og
9 voru með raðeinkunn 99
í samræmdu náttúrufræði-
prófi. Marg ir nem end ur
hlutu einnig verðlaun fyrir
frábær verk og vinnu í val-
greinunum, eins og mátti sjá
á vorsýningu skólans.
Meðal þeirra nemenda sem
hlutu verðlaun og viðurkenn-
ingar voru: Adrianna Mari-
anna, Hnís um, og Adri an
Krzyztof, Kríum, fyrir fram-
úrskarandi ástundun. Björk
Gunnarsdóttir, Heiðlóum, fyrir
hæstu einkunn í íslensku og
stærðfræði á samræmdu prófi.
Ása Böðvarsdóttir, Heiðlóum,
fyrir hæstu einkunn í stærð-
fræði á samræmdu prófi. Elvar
Ingi Róbertsson, Þröstum, fyrir
hæstu einkunn í stærðfræði á
samræmdu prófi. Er skemmti-
legt að segja frá því að þessir
þrír nemendur voru jafnir og
fengu allir einkunnina 10.
Bjarki Brynjólfsson, 10. AB,
fyrir bestan námsárangur í
skólaeinkunn í árgangi. Ólafur
Helgi Jónsson, 10. AB, fyrir
góðan námsárangur í heimilis-
fræði. Elísabet Bragadóttir, 10.
SD, fyrir góðan námsárangur
í textílmennt. Ólína Ómars-
dóttir, 10. SD, fyrir góðan náms-
árangur í skrautskrift. Ívar Eg-
ilsson, 8. HK, og Særún Sæv-
arsdóttir, 10. AB, fyrir góðan
námsárangur í valgreininni
tákn með tali. Daníel Bjarni Sæ-
mundsson, 10. AH, fyrir góðan
námsárangur í valgreininni
listir, kerta- og pappírsgerð.
Andri Fannar Freysson, 10.
AB, fyrir mjög góðan árangur
í íþróttum. Styrmir Gauti Fjeld-
sted, 10. AB, fyrir góðan ár-
angur í samfélagsfræði. Bjarki
Brynjólfsson, 10. AB, fyrir
vinnu við félagsstörf skólans.
Bjarki Brynjólfsson, 10. AB,
fyrir góðan árangur í dönsku
á sam ræmdu prófi. Alma
Dögg Helgadóttir, 10. AB, fyrir
góðan árangur í stærðfræði
á samræmdu prófi. Birgitta
Linda Björnsdóttir, 10. SD,
fyrir hæstu einkunn í ensku á
samræmdu prófi. Valur Freyr
Ástuson, 10. AB, fyrir góðan
árangur á samræmdu prófi
og Þorgerður Anja Snæbjörns-
dóttir fyrir hæstu einkunn í
íslensku á samræmdu prófi.
Auk þessara viðurkenninga
voru veittar viðurkenningar til
fyrirmyndarnemenda og nem-
enda í umhverfisráði skólans
og Höfrungar og 7. ÞBI voru
útnefndir fyrirmyndarbekkir.
Myllubakkaskóla var slitið
í síðustu viku og að venju
voru veittar viðurkenningar
fyrir góða frammistöðu og
námsárangur.
Verðlaunahafar í 10. bekk
voru sem hér segir:
Enska: Ragnhildur Rós Þrast-
ardóttir.
Viðurkenning Pennans fyrir
góðan námsárangur á loka-
prófi: Hanna Ósk Ólafsdóttir.
Íslenska: Hanna Ósk Ólafs-
dóttir.
Náttúrufræði: Þorsteinn Logi
Karlsson.
Samfélagsfræði: Andri Steinn
Harðarson.
Danska: Hanna Ósk Ólafs-
dóttir.
Viðurkenningu Innrömmunar
Suðurnesja fyrir góðan náms-
árangur í list- og verkgreina-
vali: Sóley Ingunn Svanbergs-
dóttir.
Viðurkenningar vegna náms í
dagskóla í FS samhliða námi
í Myllubakkaskóla: Hera Sól
Harðardóttir og Hanna Ósk
Ólafsdóttir.
Þá voru einnig veitt verðlaun
úr minningarsjóði Vilhjálms
Ketilssonar og mætti Sigrún
Ólafsdóttir, ekkja Vilhjálms, á
skólaslitin ásamt dóttur þeirra,
Völu Rún, og sonarsyni, Ás-
geiri Elvari Garðarssyni, til að
afhenda verðlaunin. Auk þess
fékk skólinn peningagjöf að
upphæð kr. 100.000 úr minn-
inarsjóðinum og fjölskyldan
færði skólanum málverk af
byggingunni sem var málað af
Stefáni Jónssyni.
Viðurkenningu sjóðsins fyrir
skrift hlaut Sóley Ingunn Svan-
bergsdóttir, viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur á
samræmdum prófum hlaut
Þorsteinn Logi Karlsson og
fyr ir góðan námsárangur
í stærðfræði hlaut Andrea
Björg Jónsdóttir í 9. bekk, en
hún tók samræmt próf í stærð-
fræði.
Myllubakkaskóli:
Vegleg verðlaun úr
minningarsjóði Vilhjálms
Heiðarskóla var slitið við há-
tíðlega athöfn í síðustu viku
og voru fjölmörg verðlaun
og viðurkenningar veittar
fyrir góða frammistöðu. Í
10. bekk fengu eftirfarandi
verðlaun:
Íslenska: Berglind Gréta Krist-
jánsdóttir.
Enska og danska: Alexsandra
Bernharð Guðmundsdóttir.
Stærðfræði, náttúrufræði og
samfélagsfræði: Berglind Gréta
Kristjánsdóttir.
Íþróttir og sund: Karen Guðna-
dóttir og Viktor Smári Haf-
steinsson.
Gler: Sandra Guðný Víðisdóttir
og Sigrún Ósk Magnúsdóttir.
Matreiðsla: Bojan Ljubicic.
Skartgripagerð: Eyjólfur Sverr-
isson.
Myndlist: Alexandra Bernharð
Guðmundsdóttir.
Góð störf í nem enda ráði:
Kristín Rán Júlíusdóttir og
Hildur María Sveinsdóttir.
Prúðmennska og góð fyrir-
mynd: Magnús Þór Magnús-
son og Pálmar Sigurpálsson.
Fyr ir áhuga og virkni í að
koma fram á hin um ýmsu
skemmtunum og viðburðum:
Kristín Rán Júlíusdóttir.
Heiðarskóli:
Skemmtilegum vetri lokið
Njarðvíkurskóli:
Verðlaunuð fyrir glæsilega frammistöðu
Vinsamlega athugið að skólaslitum hjá
öðrum skólum á Suðurnesjum verður gerð
góð skil í næsta blaði Víkurfrétta.
Útskriftarhópur Myllubakkaskóla.
Steinar Jóhannsson, Brynja Árna-
dóttir, Sigrún B. Ólafsdóttir, Vala
Rún Vilhjálmsdóttir og Ásgeir
Elvar Garðarsson með málverkið
sem skólinn fékk að gjöf.