Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 39
39ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Slæmt tap á heimavelli Annað stigamótið á Kaup- þingsmótaröðinni fór fram á Hólmsvelli í Leirunni um síðastliðna helgi. Erfiðar aðstæður voru á fyrri keppnisdegi í mótinu en þá var gerði mikið hvassviðri með mikilli úrkomu og voru skor kylfinga því eftir því. Það var annað veður sem tók á móti kylfingum á öðrum keppnisdegi því þá gerði blíð- skaparblíðu og náðu margir kylfingar að sýna sínar bestu hliðar. Það var engu að síður he i mama ð u r i n n Ól af u r Hreinn Jóhannesson úr GS sem sigraði á mótinu en hann lék hringina tvo á samtals 147 höggum eða þremur höggum yfir pari. Davíð Már Vilhjálms- son GKj varð í öðru sæti, einu höggi á eftir Ólafi. Björgvin Sigurbergsson GK varð svo í þriðja sæti. Þetta er fyrsti sig- urinn hjá Ólafi á Kaupþings- mótaröðinni en Ólafur varð afi í síðustu viku og hefur því svifið á sannkölluðu sæluskýi eftir sigurinn á sunnudaginn. „Þetta er virkilega góð tilfinn- ing og mjög gaman að hafa unnið,” sagði Ólafur Hreinn en segist þó ekki ætla að breyta skipulagi sínu fyrir sumarið þrátt fyrir sigurinn. „Þessi sigur breytir litlu fyrir mig því ég er að kenna hjá GS en ég fer sennilega á Íslands- mótið í Vestmannaeyjum og það er í raun eina mótið sem ég tek þátt í á Kaupþingsmóta- röðinni fyrir utan þetta um helgina,” sagði Ólafur. „Ég var ánægður með seinni hringinn fyrir utan eina holu, ég var að spila mjög jafnt golf þó að ég hafi ekkert verið að setja of mikið af púttum í fyrir utan kannski í lokin þegar ég þurfti á því að halda þó að þau hafi ekki verið löng. Heilt yfir er ég sáttur og þetta var jafnt golf hjá mér. Það gekk mjög vel á fyrri deginum og ég reyndi að spila af skyn- semi og vera ekkert að æsa sig. Ég vissi ekkert hver staðan var fyrir síðustu holuna en ég var nokkuð viss um að ég þyrfti fugl til að halda þessu vakandi og það tókst.” Það voru mjög erfiðar að- stæður til golfiðkunar á fyrri hringnum en Ólafur segir að það hafi verið gaman að takast á við veðrið. „Það var mjög gaman að spila fyrri hringinn í veðrinu og ég hef talað við mjög marga sem höfðu mjög gaman af því að spila í þessu veðri og eiga við vindinn. Við erum á strandvelli og það á að vera aðeins vindur og ef að menn vilja ekki spila í svona veðri þá eiga þeir bara að vera heima hjá sér.” Í kvennaflokki varð það Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK sem fagnaði sigri. Ragna Björk Ólafsdóttir varð í öðru sæti og Ragnhildur Sigurðardóttir í því þriðja. Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir, landsliðskonur í körfuknatt- leik munu dagana 20.-22. júní næstkomandi standa að körfuboltabúðum fyrir stelpur á aldrinum 10-15 ára. Búðirnar fara fram að Ás- völlum í Hafnarfirði. Helena sagði í samtali við Víkurfréttir að þessi hug- mynd að stelpubúðum hefði verið nokkurn tíma í vinnslu hjá henni og Maríu. Helena sagði einnig að reynt yrði að hafa búðirnar persónulegar þar sem hún og María munu m.a. deila reynslu sinni af ferl- inum með iðkendum búðanna en í vetur léku þær báðar á sínu fyrsta ári með banda- rískum háskólaliðum. Eins og flestir vita er það töluvert stærra í sniðum en íslenskar körfuknattleikskonur eiga að þekkja hér heimafyrir. ,,Við erum búnar að vera að ákveða þetta í vetur og þegar við spjölluðum við fólk þá leist því vel á þessa hugmynd. Okkur langaði að hafa körfu- boltabúðir aðeins fyrir stelpur því það var ekki hægt þegar við vorum yngri. Okkur langar að stelpurnar upplifi al- vöru körfuboltabúðir sem eru í svipuðum stíl og í Bandaríkj- unum. Við höfum farið í körfu- boltabúðir í Bandaríkjunum og prógrammið sem við erum með er mjög svipað og þarna úti. Við ætlum að reyna að hafa þetta meira persónulegra og vera mikið með leikmönn- unum og hafa kvöldvökur þar sem við deilum okkar reynslu á körfubolta-ferlinum með stelpunum.” Skráning í körfuboltabúðirnar fer fram á netfanginu stelpubudir@visir.is AMÍ mótið hefst í dag Ólafur Jóhannesson varð afi á dögunum og fagnaði sínum fyrsta sigri á Kaupþings- mótaröðinni. Ólafur fagnaði fyrsta sigrinum og barnabarninu Alvöru körfuboltabúðir í bandarískum stíl Kef lav í kurstú l kur máttu sætta sig við slæmt tap, 1-9, gegn Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum um helgina. Mark Keflvíkinga skoraði Björg Ásta Þórðardóttir, en eftir tapið eru þær í 6. sæti deildarinnar með fimm stig. Þær mæta botnliði HK/Víkings í 6. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Leikurinn fer fram í Kópavogi. A l d u r s f l o k k a m e i s t a r a m ó t Íslands í sundi fer fram í Sundmiðstöðinni í Keflavík um helgina, en það eru sunddeildir UMFN og Kef lav í kur s em sjá um framkvæmd mótsins. Mótið hefst í dag og lýkur með lokahófi á sunnudagskvöld. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem mótið er haldið í Reykjanesbæ, en Hafnfirðingar þurftu að gefa mótið frá sér þar sem nýja sundlaugin þeirra er ekki tilbúin. Eðvarð Þór Eðvarðsson, þjálfari ÍRB, sagði í viðtali við Víkurfréttir að allur undirbúningur væri kominn á fullt og allt stefndi í spennandi og skemmtilegt mót. ÍRB hefur unnið fjóra AMÍ titla í röð, en hvernig líst Eðvarði á möguleikana á þeim fimmta? „Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta að þessu sinni því það er búið að breyta uppsetningu mótsins dálítið. Það er búið að fjölga aldurshópum og auka stigagjöf þannig að það eru nokkrir hlutir sem erfitt er að spá um, en við ætlum okkur ekkert annað en sigur.“ Ægisliðar, stærstu keppinautar ÍRB, koma til leiks með marga keppendur og verður spennandi að sjá hvernig fer.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.