Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 23
23VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. safnað fyrir minningum Ég fjárfesti í blaðinu Vinkillinn fyrir stuttu. Virkilega flott blað sem ég vona að sem flestir hafi keypt. Ekki vegna þess að það er mynd af mér í blaðinu, allir væntanlega komnir með nóg af mér hérna í Víkurfréttum. Heldur vegna þess að salan á blaðinu er fjáröflun fyrir 6. flokk Keflavíkur sem leggur brátt af stað til Vestmannaeyja á hið árlega Shellmót. Fyrir þá sem eru aðeins eldri er Shellmótið gamla Tommamótið. Stærsta og flottasta mót yngri flokka Íslands. Ég er farinn að hallast að því að ég eigi aldrei eftir að spila með íslenska landsliðinu á HM. Shellmótið fyrir mér var það næsta sem ég komst því. Stemmingin að fara nánast til útlanda, sem Vestmannaeyjar voru þá fyrir mér, að keppa í fótbolta var æðisleg. Að sofa, borða og fíflast með liðinu heila helgi og svo spila fótbolta, það gerist einfaldlega ekki betra. Þessi pistill á reyndar ekki að vera neinn áróður fyrir 6. flokk Keflavíkur. Ég vil bara hvetja fólk til þess að taka vel á móti krökkum sem eru að safna fyrir hinum og þessum æfinga- eða keppnisferðum. Að fara í keppnisferðir með liðinu var ekki bara ótrúlega skemmtilegt, heldur einnig ótrúlega þroskandi. Lítil skref í átt að standa á eigin fótum með hjálp fararstjóra og foreldra sem fylgdu með. Það var til dæmis ekkert lítið mál þegar maður fékk að heyra fyrsta dónabrandarann sinn 10 ára í Eyjum. Það var einhver galsi í strákunum þegar átti að fara að sofa og einn af fararstjórunum lofar okkur dónabrandara ef við höfum hljóð. Það varð dauðaþögn á 0,3 sekúndum. Þá var maður stór kall að hafa heyrt alvöru dónabrandara. Seinna áttaði maður sig á því að brandarinn var ekki sérlega dónalegur, en samt nóg til þess að þagga niður í okkur í smá stund. Ég fór í mína fyrstu utanlandsferð með 4. flokknum til Hjörring í Danmörku. Þá var ég 13 ára á yngra ári og spilaði með B-liðinu. Það var engin sér keppni fyrir B-liðin heldur þurftum við að spila við A-liðin hjá hinum. Það gekk ekkert allt of vel og við lentum í neðsta sæti. Ferðin var samt virkilega skemmtileg og við alls ekki ósáttir. Sól og blíða allan tímann og maður gat eytt vasapeningnum í það sem maður vildi. Öll liðin fengu bikar fyrir þátttökuna á mótinu og fyrirliðinn okkar, sem var Sigurður Aðalsteins, tók við honum. Hann var fyrstur til að taka við bikar, enda urðum við neðstir. Hann var samt ekki fúlari með úrslitin en það að hann kyssti bikarinn rembingskossi og lyfti honum svo hátt á loft. Fólk missti sig ekki alveg í fagnaðarlátunum en sumir misstu sig samt, enda var þetta frábær endir á þátttöku okkar á mótinu. Úrslitin skipta ekki öllu máli í þessum mótum. Oft er það eitthvað annað sem situr eftir og ferðin sjálf er aðalatriðið. Auðvitað vill maður alltaf vinna og ég var nokkuð lánsamur að spila í góðum flokki. Okkur gekk yfirleitt vel á þeim mótum sem við tókum þátt í. Danmörk er þar undantekningin. Sala á blöðum, bóni, mandarínum og annað eru mikilvægar fjáraflanir fyrir þessa krakka. Vonandi taka sem flestir vel á móti þeim því reynslan sem fæst úr þessum ferðum er ómetanleg. Æfir í elsta „gymminu“ í Las Vegas www.heilsuhusid.is Hringbraut 99 Keflavík Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18 Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir veitir ókeypis ráðgjöf í Heilsuhúsinu, Hringbraut 99, Reykjanesbæ þriðjudaginn 26. júní milli kl. 15:00 og 18:00. Ástrós Brynjarsdóttir er 13 ára stúlka sem æfir taekwondo með Kef lavík. Hún er með svarta beltið og ein efnilegasta taekwondo stúlka landsins. Hún er tvöfaldur Íslandsmeistari, árið 2011 og 2012. Hún keppti einnig á sínu fyrsta móti erlendis 2012, Norðurlandamóti þar sem hún fékk silfur og brons í tveimur greinum. Páll Orri Pálsson fréttamaður Víkurfrétta settist niður með henni og ræddi við hana um íþróttina taekwondo. Hvernig kom það til að þú byrjaðir í taekwondo? Ég var í 2. bekk og vinkona mín kom til mín og spurði mig hvort ég vildi koma með sér og prufa og ég var til í það. Okkur fannst þetta bara skemmtilegt svo við héldum bara áfram. Hún hætti síðar en ég hélt áfram af því að mér fannst þetta bara svo skemmtilegt. Hvað heillar þig mest við þessa íþrótt? Hvernig maður getur varið sig ef eitthvað kemur upp á. Hvernig undirbýrðu þig fyrir taekwondomót? Við gerum mikið af þrekæfingum og eftir æfingar setjumst við niður í svona 1 mínútu og hugsum um hvernig bardaginn á að vera. Hv a ð e r l e i ð i n l e g a s t v i ð æfingarnar? Þegar kennarinn segir manni að gera eitthvað og maður skilur bara ekki hvað hann er að tala um. En hvað er skemmtilegast? Það er bara allt skemmtilegt en Poomsae er skemmtilegast (Poomsae er þegar maður ímyndar sér einhvern andstæðing og maður á að verja sig og sparka í hann, eins og þú værir að keppa á móti einhverjum). Hvað ertu búin að æfa lengi? Í fimm ár. Áttu þér einhver markmið í íþróttinni? Já, fara til útlanda og vinna næsta mót. Hvað æfirðu mikið á viku? Ef það er venjuleg vika þá er það 3-4 sinnum í viku en ef það er mót framundan þá er það svona 5-6 sinnum. Hvernig nýtist taekwondo þér í daglegu lífi? Einbeitingin nýtist mér vel. Hvað þarf maður að gera til þess að fá svart belti? Maður þarf að mæta á æfingar, æfa vel kóresku orðin og æfa spörkin og allt. Svo þarf maður að brjóta múrstein og vera með spörkin á hreinu þegar mætt er í prófið. Hvað þarf maður að gera til að sigrast á andstæðingnum? Bara vera yfirvegaður og passa brynjuna og líka sparka í hana hjá andstæðingnum, þannig safnar maður stigum. Af hverju þarf maður að klæðast svona hvítum slopp, eins og margir kalla það? Þetta er bara gömul hefð í taekwondo. E r t a ek won d o ek k i f rek ar strákaíþrótt, er eitthvað verið að skjóta á þig? Nei, ég held að stelpur þori bara ekki eins mikið að fara í þetta, en þetta er klárlega fyrir bæði kynin. En hvernig er félagsskapurinn í taekwondo? Bara mjög góður. Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn? Helgi R afn (Guðmundsson) kennari minn, hann er bara góður og er alltaf að sýna okkur eitthvað nýtt og skemmtilegt. Hver er fyrirmynd þín í íþróttum? Jón Steinar bróðir minn og Helgi Rafn kennari minn. Hvað eru mörg belti? 12 belti með svarta beltinu og eftir svarta beltinu koma nokkrar gullrendur á beltið. Á næstunni mun Víkurfréttir kynna ungt og efnilegt íþróttafólk af Suðurnesjunum bæði hér í blaðinu og með myndbandi á vf.is. Umsjón með þættinum hefur Páll Orri Pálsson. STELPUR ÞORA BARA EKKI EINS MIKIÐ AÐ FARA Í ÞETTA Uppáhalds matur? Píta Sjónvarpsþáttur? 90210 Drykkur? Klárlega vatn Tónlistarmaður? Adele Skyndibiti? Subway Ávöxtur? Epli Hlutur? Bikararnir mínir Yfirheyrslan: Sjáið skemmtilegt video um þetta efni á vf.is Meiðir maður sig eitthvað í taekwondo? Maður fær alveg marbletti og slíkt en maður er eiginlega ekkert að meiða sig eða brotna eða eitthvað þannig. Svo erum við líka með hlífar, hjálm og góm og svoleiðis. Fylgistu með öðrum íþróttum og þá hverjum? Já, stundum handbolta, körfubolta og fótbolta. Ég æfði þær líka þegar ég var lítil. Áttu svo einhverja skemmtilega sögu úr íþróttum? Já, t.d. á seinasta ári á Íslandsmótinu þá var ég búin að vera með lungnabólgu og ég var ekkert búin að æfa neitt en fór samt á mótið og ég gerði bara formið og svo þegar formið var búið þá fór ég út í horn og hóstaði mikið af því að ég mátti ekki hósta í forminu, þá myndi ég fá mínusstig og vann mótið. Víkurfréttir á nýjum stað! Erum á 4. hæð í Krossmóa 4, Reykjanesbæ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.