Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Innbrot í fyrirtæki í Reykjanesbæ Brotist var inn í fyrirtæki í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags. Rúða hafði verið brotin á norðurhlið hússins og voru ummerki um að þar hefði verið farið inn. Athugun leiddi í ljós að verðmæt Apple tölva var horfin, en ekki hafði verið hreyft við öðru innandyra. Öryggiskerfi í fyrirtækinu hafði farið í gang skömmu eftir miðnætti og var þá hringt eftir aðstoð lögreglu, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Steypumótum og olíu stolið Tilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum um stuld á steypumótum um helgina. Þegar flytja átti mótin milli staða kom í ljós að hluti þeirra var horfinn, svo og klemmur, stoðir og ýmislegt fleira. Þá var tilkynnt um stuld á olíu af vinnutækjum á vinnusvæði við Reykjanesvirkjun. Olíunni var stolið af beltagröfu og tveimur öðrum vinnutækjum þar. Ekki er ljóst um hve mikið magn var að ræða. Málið er í rannsókn. Ölvaður í hraðakstri á torfæruhjóli Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið akstur karlmanns á fertugsaldri sem ók torfæruhjóli langt yfir leyfilegum hraða á Sandgerðisvegi. Mældist hjólið vera á 122 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Maðurinn bar einkenni ölvunar og var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar var hann sviptur ökuréttindum. Tíu ökumenn til viðbótar reyndust aka yfir leyfilegum hámarkshraða við umferðareftirlit lögregl- unnar um helgina. ›› FRÉTTIR ‹‹ LÖGREGLU Skemmdarvargur olli milljóna tjóni á tug bílaleigubíla í Innri Njarðvík í liðinni viku. Bílarnir voru rispaðir og dældaðir, speglar og rúður brotnar og þá var mannasaur atað á bíla. Aðkoman að bílaleigubílunum var vægast sagt ógeðsleg en inni á milli bílanna hafði skemmdarvargurinn leyst niður um sig buxurnar og skitið í nærbuxur sínar. Saurnum hafði svo verið makað og kastað í bíla. Skemmdar verkin á bí lunum hafa að öllum líkindum verið unnin á tímabilinu 20:30 til 22:00 á fimmtudagskvöldið 14. júní. Rannsóknardeild lögreglunnar var kölluð til þegar málið kom upp en nú er biðlað til vegfarenda sem voru á ferðinni við gömlu Gokart-brautina í Innri Njarðvík á þessum tíma en bílaleigan er í húsi við brautina og bílarnir sem voru skemmdir stóðu allir á, eða við gömlu Gokart-brautina. Eigendur bílaleigunnar segja tjónið bagalegt. Vont sé að missa svo marga bíla úr leigunni nú þegar vertíðin sé að byrja. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi skemmdarverkanna. Skemmdi tug bílaleigubíla og ataði mannasaur Um helgina 21.-24. júní fer fram Sólseturshátíðin í Garðinum. Sólseturshátíðin hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem hátíð fjölskyldunnar. Hátíðarhöldin fara fram á Garðskaga en þar er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar. Sólsetrið á Garðskaga er einstök sjón og tímasetning hátíðarinnar er vel við hæfi þar sem Sumarsólstöður eru nýafstaðnar og sólsetrið gyllir hafið á meðan Garðbúar og gestir þeirra syngja og gleðjast við varðeldinn. Sjá má dagskrá hátíðarinnar í auglýsingu í blaðinu og einnig á svgardur.is. Hátíðarhöldum Ferskra vinda lýkur sömu helgi með tónleikum hinnar bresku og heimsþekktu Nicolette og bandarísku tónlistarkonunni Deborah Charles. Sólseturshátíð í Garðinum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.