Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 17
17VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 með MA gráðu í kvikmyndagerð. Strax eftir skóla fór hann að vinna við gerð sjónvarpsauglýsinga og tónlistarmyndbanda. Hann hefur einnig gert heimildarmyndir og kynningarmyndir. Þá hefur hann unnið að kvikmyndum með öðrum en alltaf langað til að gera sína eigin kvikmynd. Hann er nú að láta þann draum verða að veruleika. En hvernig er að taka upp kvik­ myndir á Íslandi, þar sem það er glampandi sól og góðviðri annan daginn en súld hinn daginn? Marteinn er fljótur að svara því. Hann er fastagestur á veður.is og leitar uppi drungalega tökudaga, ef það eru útitökur. Síðan er farið í það að athuga hverjir komast. Sumir komast í dag, aðrir á morgun, þannig að við getum verið að taka upp samtalssenur þar sem leikari „A“ er að tala í dag, en það sem mótleikarinn segir getur verið tekið upp á morgun eða hinn. Til stendur að klára Zombie Island í haust til að koma myndinni inn á svokallaðar Horror Fest kvikmyndahátíðir sem eru í október. Þannig hátíðir eru haldnar víða t.d. í Edinborg, Toronto og New York. Þá er einnig stór hátíð í Suður-Kóreu þar sem markaður fyrir svona myndir er gríðarstór. Hér heima á Íslandi er áætlað að frumsýna myndina í Keflavík þann 12. desember eða 12.12.12. Forsetakosningar 30. júní 2012 Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Sandgerðisbæjar í Vörðunni, Miðnestorgi frá 20. júní fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki. Kjörstaður opnar kl. 9:00 og lokar kl. 22:00. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum í Sandgerði og í síma 899 6317 Kjörstjórn Sandgerðisbæjar. Frá tökum myndarinnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.