Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 24
Toppurinn á Tilverunni Ég fékk loksins tækifæri á því að efna loforðið mitt frá því í fyrra. Að bjóða heim. Útlendingi. Þessi líka fádæma ljúfi piltur sem þáði boðið. Dugði ekki dagur eða vika. Mánuður eða ekkert. Vertu velkominn minn kæri. Nóg að gera að sýna honum herlegheitin. Landið mitt Ísland tekur vel á móti öllum. Einstök náttúra og hrjóstrug. Hljótum að fá eins og eitt stykki eldgos til að standa undir væntingum. Hann sagði að það mætti alveg sleppa því. Hafði aldrei stigið upp í flugvél á ævinni. Foreldrarnir ekki heldur. Ætluðu að geyma það í bili. Spenningurinn því mikill fyrir litla fjölskyldu á Norður-Spáni að senda örverpið til eldfjallaeyju í ballarhafi. Byrjuðu að pakka fyrir hann mörgum vikum fyrir brottför. Sendu hann með nesti með sér. Og til okkar líka. Honum þykir fullbjart á nóttunni. Sefur þó eins og ungabarn. Rólegt og þægilegt í Njarðvíkunum. Sérstaklega eftir að loftrýmisgæslunni lauk. Langar að skoða höfuðborgina og mannlífið. Bíður spenntur eftir því að komast í Bláa lónið. Það þekkja það allir. Svo segir hann. En frúin hafði önnur áform fyrir hann. Út í sveit með drenginn. Pantaði sumarhús hjá verslunarmannafélaginu og fékk úthlutað á Flúðum. Best að bjóða honum gullna hringinn fyrst. Suðurlandið fullt af tækifærum. Fengum hann varla í burtu frá Seljalandsfossi. Sund og heitir pottar í algjöru uppáhaldi. Lofaði almættið með útbreiddan faðm þegar hann prófaði pottinn í sumarhúsinu. Fannst það toppurinn á tilverunni. Á miðnætti í miðnætursól og birtu. Það sem okkur finnst einhvern veginn svo sjálfsagt, á hann ekki til orð yfir. Ísland er einstaklega rómantískt. Veðrið hjálpar til við upplifunina. Hann vaknar að morgni í sól og blíðu. Hitinn nálægt 18 gráðum. Um hádegið dregur fyrir sólu og fer að blása. Skýin einstaklega dimm og fyrr en varir dynja haglélin á pallinum. Vara í korter. Í eftirmiðdaginn dettur allt í dúnalogn og flugurnar fara á kreik. Fuglalífið tekur undir með tónelsku ívafi. Grillað íslenskt lambakjöt og spænskt rauðvín mettar sísvangan sveitapiltinn. Vill jógúrt í eftirrétt. Heimtar að fá að vera lengur. Framlengir í hálfan mánuð í viðbót. Þjóðhátíðardagurinn heillaði líka. Sjá allt fjörið. Sendur á bílnum í bæinn og við hjónin skilin eftir. Í sveppabænum. Líður eins og í stofufangelsi. Komumst ekki lönd né strönd. Bíllaus. Reimaði á mig skóna í morgun og fór í göngutúr. Frjáls eins og fuglinn. vf.is Fimmtudagurinn 21. júní 2012 • 25. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Í HÁDEGINU ALLA DAGA SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA. Laugardagur 23. júní Sunnudagur 24. júní Kl.10:00-12:00 Sólseturshátíðarmót hjá 6 . drengja á Víðisvellinum. Kl.10:00 Sólseturshátíðarhlaup við Íþróttamiðstöðina í Garði. Boðið verður upp á 3 km og 10 km hlaup. Skráning í Íþróttahúsi Garðs eða á solseturshlaup@gmail.com. Kl.14:00 Hátíðin sett á hátíðarsvæðinu út á Garðskaga Sólborg Guðbrandsdóttir Melkorka Rós Hjartardóttir Area of Style Sveppi og Villi Atriði frá Vinnuskóla Garðs Leikir út á svæðinu á vegum Knattspyrnufélagsins Víðis Froðubolti - Hestaferðir fyrir börnin (teymt undir börnum) Karmellukast úr þyrlu (fer eir veðri) - Hoppukastali Kl.20:30-23:30 Kvölddagskrá hefst á hátíðarsvæðinu út á Garðskaga Léttsveit Tónlistarskóla Keavíkur Nicolette söngkona Línudans Blár Opal Hljómsveitin Valdimar Hljómsveitin Bógus Valgeir Guðjónsson Varðeldur Kl.17:00 Tónleikar í Miðgarði, sal Gerðaskóla Nicolette og Deborah Charles (aðgangur ókeypis) Fimmtudagur 21. júní Föstudagur 22. júní Garðurinn settur í hátíðarbúning og mælt með að íbúar skreyti hús sín og götur og taki þannig virkan þátt í að gera hátíðina og Garðinn sem glæsilegastan. Sérstök skreytinganefnd veitir verðlaun fyrir best skreytta húsið og götu bæjarins. Kl.10:00-12:00 Gerðaskóli Töfranámskeið fyrir krakka í skólanum með Einari Mikael (frítt) Einar Mikael kennir grunnatriðin í töfrabrögðum (fyrir grunnskólakrakka) Kl.20:00-22:00 Ganga frá Unu-húsi út að Garðskaga með Herði Gíslasyni. Hörður fer yr helstu kennileiti á gönguslóðum. Kl.15:00-17:00 Gerðaskóli Leikir og ör með Gauju, Brynju og Evu fyrir alla krakka. Knattspyrnufélagið Víðir gefur öllum hressum krökkum svala og prins póló. Kl.18:00-20:00 Götugrill í hverfum bæjarins, nefndin mælir með að hvern hittist á ákveðnum stöðum og götur (rauða hverð, gula hverð, græna hverð og appelsínugula hverð) grilli saman. Hermann Ingi mætir í hverfagrillin og kannar stemninguna og tekur nokkur lög. Kl.20:00 Hermann Ingi fer fyrir skrúðgöngu frá Bæjarskrifstofunni út á Víðisvöll, þar sem Víðir tekur á móti liði Grundararðar. Leikurinn hefst kl. 20:30 (Víðir keppir síðan á Grundarrði við þá á þeirra bæjarhátíð) Kl.22:00-24:00 Blakmót út á Garðskaga. Allir hvattir til að vera með lið. Þátttökugjald er 500 kr. á leikmann, greiðist á staðnum. (skráning á solsetursblakmot2012@gmail.com) Kl.23:00 Kvöldmessa í Útskálakirkju. Sölutjöld verða á svæðinu. Yngri okkar Víðis verða með ýmislegt góðgæti til sölu á svæðinu, m.a. Candy oss, Krap-ís, Ka, Kakó o.. 10. bekkur Gerðaskóla verður með hamborgara og pylsusölu M.. Víðis verður með heita súpu til sölu. Listviðburðir Ferskra vinda alla helgina sjá nánar á svgardur.is eða á fresh-winds.com ...\isn-93\götukort-litur--i93.dgn 9.1.2009 08:55:39 ...\isn-93\götukort-litur--i93.dgn 9.1.2009 08:55:39 ...\isn-93\götukort-litur--i93.dgn 9.1.2009 08:54:48 ...\isn-93\götukort-litur--i93.dgn 9.1.2009 08:55:39 Rauða grillið Gula grillið Græna grillið Appelsínugula grillið Jón Ragnar Ástþórsson formaður Víðis setur hátíðina Bryn Ballet Leikskólabörn frá Gefnarborg Kl.17:00 Sjósund í Garðhúsavík Einar Mikael töframaður frumsýnir stórkostlegt atriði Forsetaframbjóðendur á Suðurnesjum Forsetaframbjóðendurnir Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson voru á ferðinni á Suðurnesjum nýlega. Þau komu bæði við á hinum ýmsu vinnustöðum og spjölluðu við fólk og svöruðu spurningum. Meðfylgjandi mynd af Þóru var tekin á Nesvöllum en af Ólafi Ragnari og Dorrit í húsakynnum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Videoviðtöl við þau bæði má finna á vef Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.