Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Landsbankinn veitti í vikunni f imm mil ljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Veittir voru 14 styrkir, sex að upphæð 500 þúsund krónur hver og átta að fjárhæð 250 þúsund krónur. Tómas Knútsson og Blái herinn voru í þeim hópi. Ríflega 130 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Þetta er í annað sinn sem Landsbankinn v e i t i r u m h v e r f i s s t y r k i ú r Samfélagssjóði bankans. Umhverfisstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið. Þessir styrkir byggja á stefnu Landsbankans um samfélagslega ábyrgð þar sem fram kemur m.a. að bankinn hyggist flétta umverfismálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum saman við rekstur sinn. Eftirtaldir aðilar á Suðurnesjum h l u t u u m h v e r f i s s t y r k i ú r Samfélagssjóði bankans að þessu sinni: 500 þúsund króna styrkir: Blái herinn – Hreinn ávinningur Blái herinn hlýtur styrk fyrir verkefnið „Hreinn ávinningur“ sem nýta á til að kenna komandi kynslóðum að ganga vel um náttúruna og stuðla að betri vitund um umhverfið. 250 þúsund króna styrkir: Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs – Sjálfbær þróun á Suðurnesjum. Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs hlýtur styrk til að stuðla að sjálfbærri þróun á Suðurnesjum með því að nýta lífrænan úrgang til uppgræðslu á svæðinu. Blái herinn fékk hæsta umhverfisstyrkinn hjá Landsbankanum Örlítil væta um hádegisbilið á þjóðhátíðardaginn kom ekki í veg fyrir að íbúar Reykjanesbæjar legðu leið sína í Skrúðgarðinn í bænum til þess að halda upp á afmæli lýðveldisins. Veður var með besta móti þegar dagskráin hófst og var bjart yfir fólki á öllum aldri í skrúðgöngunni sem gengin var frá Keflavíkurkirkju að Skrúðgarðinum. Ýmis skemmtiatriði voru í boði og var íslenski fáninn dreginn að húni í skrúðgarðinum eins og venja er. Það gerði fyrrum skólastjóri Njarðvíkurskóla, Gylfi Guðmundsson að þessu sinni. Eyjólfur Eysteinsson formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum hélt ræðu og Karlakór Keflavíkur söng m.a. fyrir gesti ásamt því að fjöldi skemmtikrafta kom fram. Gylfi dró fánann að húni í Reykjanesbæ Fjallkonan var nýstúdentinn Andrea Björg Jónsdóttir úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja FORSETAKOSNINGAR LAUGARDAGINN 30. JÚNÍ 2012 Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar, frá miðvikudeginum 20. júní fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs fer fram á skrifstofu sýslumannsins, að Víkurbraut 25, neðri hæð. Aðeins er opið virka daga sem hér segir: Alla virka daga til og með 22. júní frá kl. 8:30 til 13:00. Dagana 25 .- 29. júní frá kl. 8:30 til 17:00. Kjörstjórn Grindavíkurbæjar Sa m k v æ m t ný ú t k o m i n n i skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í maí 2012 þá mældist atvinnuleysi á S u ð u r n e s j u n u m 9 , 4 % í maímánuði – 8,6% meðal karla og 10,5% meðal kvenna. Atvinnuleysi á landsvísu mælist 5,6%. 12,1% atvinnuleysi mældist á Suðurnesjum í maí 2011 en þá voru á Suðurnesjum 1410 á atvinnuleysisskrá í lok mánaðar en nú eru 1085 atvinnulausir á Suðurnesjum í lok mánaðar og hafa ekki færri verið á atvinnuleysisskrá hér síðan í desember 2008. Ekki verið færri á atvinnuleysisskrá síðan 2008 Eyjólfur Eysteinsson flutti ræðu dagsins. Gylfi dró fánann að húni með aðstoð skátanna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.