Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 6
Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Páll Ketilsson, ritstjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 28. júní 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Horfum fram á veginn Nú þegar sumarið er að ná hátindi sínum og allir hlakka til að njóta birtu, blíðu og yndislegrar náttúru hamast margir Suðurnesjamenn á samfélagsmiðlum og einnig í spjalli manna á milli og tala um hvað endalok Sparisjóðsins voru okkur leiðinleg og dýr. Hika ekki við að höggva mann og annan, tengdum Spkef á einn eða annan hátt eða jafnvel ekki tengdir honum. Það er deginum ljósara að það voru gerð mistök, bæði fyrir og eftir hrun í Sparisjóðnum. Rannsókn á starfsemi Spkef er í vinnslu sem Alþingi stofnaði til og er von á niðurstöðum úr henni síðla sumars eða á haustmánuðum. Víkurfréttir hafa fengið gagnrýni og spurningar á samfélagsmiðlinum Facebook um að hafa ekki fjallað nægilega um málið. Því er til að svara að fjallað hefur verið um málefni Spkef fyrir og eftir hrun í prentútgáfu og vefútgáfu VF á þann hátt sem miðillinn hefur reynt að gera um hin ýmsu mál í þrjá áratugi. Þar er þess m.a. gætt að bæjarblöð eru miðill sem eru nær fólki á þeim svæðum sem þau koma út á og þeirra óskrifaða regla hefur verið sú að vera með nærgætni í umfjöllunum en beina kröftum sínum meira að jákvæðum þáttum í samfélaginu en því sem miður fer. Í síðustu viku, þegar niðurstaða varð ljós hvað ríkið þarf að greiða ríkisbankanum Landsbankanum fyrir yfirtökuna á okkar aldagamla Spkef, kom í framhaldinu hrina frétta í ríkismiðlinum sem flestar voru gamlar, um Spkef. Í kjölfar frétta um milljarðana sem ríkið og þar með almenningur þarf að greiða tóku Víkurfréttir viðtal við fjármálaráðherra Íslands, Oddnýju Harðardóttur. Hún er þingkona Suðurnesjamanna, búsett í Garðinum þar sem Sparisjóðurinn var stofnaður. VF birti auk þess frétt frá aðalfundi Samtaka stofnfjáreigenda Spkef og þá var önnur frétt þar sem vitnað var í frétt RÚV og loks skrifaður leiðari um þetta sorglegasta mál okkar Suðurnesjamanna í langan tíma. Á sama tíma spurðu sumir hvers vegna VF gerði ekki neitt og jafnvel ýjað að því að það væri einhver tenging við Spkef, sem engin var utan eðlilegra viðskipta nema að VF leigði húsnæði af Spkef í fimmtán ár og greiddi af mánaðarlega. Engin kúlulán og engar afskriftir, hvorki hjá VF eða eiganda þess. Margir virðast þó hafa áhuga á að fjallað sé um Spkef á þann hátt sem RÚV gerði í nokkra daga í síðustu viku en þar vitnaði fréttastofan í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtæki gerði um Spkef síðustu árin fyrir hrun. RÚV eitt hefur þá skýrslu undir höndum af ókunnum ástæðum og því gera aðrir fjölmiðlar lítið annað en að vitna í RÚV, kjósi þeir svo. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir. Ekki er vitað með vissu hvernig rannsóknarvinnan gengur en eins og með rannsóknarskýrslu Alþingis verður hún birt almenningi. Þá verður hún opin fjölmiðlum. Þangað til ættum við Suðurnesjamenn að einbeita okkur að öðrum málum sem tengjast framtíð svæðisins. Forseti Íslands kom með góða ábendingu í sjónvarpsþætti í vikunni þegar hann var ítrekað spurður út í það sem hann hafði sagt um áramótin um framtíð sína í embættinu, hvort hann yrði jafnvel ekki út síðasta tímabilið, gæfi hann kost á sér áfram. Forsetinn sagðist hafa svarað þeirri spurningu í sjónvarpsþætti á sömu stöð nokkrum dögum áður en einnig oft í spjalli við fólk um allt land síðustu vikurnar. Hann sagðist frekar vilja tala um framtíðina og þá miklu möguleika sem landið hefði og gagnrýndi spyrlana fyrir að spyrja alltaf um gömul mál sem hann væri búinn að svara. Með öðrum orðum, ekki alltaf að vera að líta á það sem liðið er heldur horfa fram á veginn. Er ekki málið að gera það? (Forsetinn kom einnig inn á þetta í viðtali sem sjá má á VF.is.) Er ekki miklu mikilvægara að Suðurnesjamenn standi saman nú þegar mest ríður á í miklu ölduróti atvinnuleysis og óvissu. Látum dómstólana um þeirra hlutverk. Þeir munu án efa fá málefni Spkef inn á borð til sín. Við skulum heldur ekki gleyma því að hér varð bankahrun og það misstu margir fótanna í ótrúlegu og fölsku góðæri sem langflestir tóku þátt í á einn eða annan hátt, svo vitnað sé í orðatiltæki forsetans, sem var óbeinn þátttakandi í því þegar hann hampaði útrásarvíkingunum á margvíslegan hátt. Það er erfitt að skamma hann fyrir það núna þó margir geri það. Hann vissi ekki betur þá. Ekki við heldur. Það er auðvelt að setjast í dómarasætið eftir á. Aðalatriðið er að læra af mistökunum. Lestur er undirstaða allrar virkni og þátttöku í samfélaginu. Það hefur lengi verið vitað og mikið rætt, ekki síst á undanförnum árum, þar sem framboð afþreyingar hefur aukist. Menningar- og v í s i n d a s t o f nu n S a m e i nu ð u þjóðanna (UNESCO) nefnir örvun og styrkingu lestrarvenja barna frá unga aldri sem fyrsta lykilmarkmið í kjarnaþjónustu almenningsbókasafna. Hlutverk almenningsbókasafna er skýrt út frá lög um um almenn- ingsbókasöfn (1997 nr. 36 16. maí), sem kveða m.a. á um að þau skuli: - veita fólki, börnum og fullorðnum, greiðan aðgang að fjölbreyttum bókakosti og öðrum miðlunargögnum. - efla frjálsan og óheftan aðgang almennings að upplýsingum og þekkingarmiðlum. - efla íslenska tungu, stuðla að símenntun og örva lestraráhuga. Með þetta að leiðarljósi vill starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar stuðla að því að lestur verði lífsstíll allra íbúa bæjarfélagsins. „Þeir sem lesa mikið á barnsaldri hafa fjölbreyttari áhugamál en fólk sem les lítið í æsku.“ -Úr rannsókn Ágústu Pálsdóttur bókasafnsfræðings á lestr i í íslenskum fjölskyldum. Sumarlestur Sumarlestur fyrir grunnskólabörn hófst 1. júní s.l. og stendur til 31. ágúst. Sumarlesturinn er unninn í samstarfi við grunnskólanna enda leggja skólarnir áherslu á að lestrareflingu og yndislestur, líkt og Bókasafnið. Í sumar eru læs börn á leið í grunnskóla sérstaklega boðin velkomin. Leikskólarnir vinna með læsi, stærðfræðihugtök o g t a l n a s k i l n i ng í l e i k o g starfi samkvæmt framtíðarsýn Reykjanesbæjar í skólamálum og mörg elstu barnanna orðin læs. Sögustundir Þessi sömu leikskólabörn koma í heimsóknir á Bókasafnið yfir veturinn og fá þannig góð kynni af sínu almenningsbókasafni. Lesið er fyrir börnin í sögustundum og rabbað um bækurnar, þau fá kynningu á safninu og fróðleik um meðferð bóka. Listsýningar leikskólabarna Á safninu fá þessir ungu gestir okkar gagnkvæma virðingu sem birtist m.a. í því að leikskóla- börnum er boðið að sýna afrakstur vetrarstarfsins í mynd- og hand- mennt innan veggja safnsins. Allir leikskólarnir 10 sýna í sumar, 2 vikur í senn, frá 7. maí til 21. september. Bókakoffort í leikskólum Útibú frá Bókasafninu er staðsett í 9 leikskólum í Reykjanesbæ. Koffort fullt af bókum fer á milli deilda í hverjum skólanna 9 og auðvelda börnum og foreldrum aðgengi að fjölbreyttum bókakosti. Rúmlega 100 bókatitlar eru í hverju kofforti til útláns og þeim fjölgar í haust. Þá er fjölmenningarverkefni einnig starfandi í 9 leikskólunum en það inniheldur bækur með upplestri til að hluta á samhliða skoðun bóka, en það auðveldar tvítyngdum börnum að læra íslensku. Sögupokar Sögupokaverkefni Bókasafnsins hefur vakið mikla athygli víða um land, en sögupoki er taupoki með bók og hlutum/dóti sem tengjast sögunni. Verkefnið miðar að því að auka lesskilning barna og víkka út lestrarupplifun þeirra í gegnum lestur og leik með foreldrum eða forráðamönnum. Sögupokar eru í hnokkadeild alla opnunardaga. Fjölbreyttur bókakostur fyrir alla Eftir að Bóksafnið tók þátt í samstar fsverkefni nokkurra almenningsbókasafna, „Bækur og móðurmál“ sem hafði það að markmiði að efla bókakost fyrir almenning sem átti annað móðurmál en íslensku, á safnið gott úrval af bókum á ensku og pólsku. Kynningar á safninu Starfsfólk bókasafnsins notar ýmsar leiðir til þess að kynna fjölbreytta þjónustu safnsins og safnkost. Skólabörn koma í heimsóknir, almenningur fær leiðsögn um safnið og starfsfólk nýtir samfélagsmiðilinn Facebook og veraldarvefinn í þessu efni. Vefslóð safnsins er reykjanesbaer. is/bokasafn og safnið er skráð sem Bókasafn Reykjanesbæjar á Facebook. Notendafræðsla Lánþegum stendur til boða að fá kennslu í upplýsingalæsi og heimildaleit í gagnagrunnum á Bókasafninu yfir vetrarmánuðina. Þjónustan, sem er gjaldfrjáls, hefur það að markmiði að bæta notendur í upplýsingalæsi og heimildaleit. Upplýsingaþjónusta Sérhæft starfsfólk Bókasafnsins starfar við upplýsingaþjónustu safnsins. Lánþegar sem þurfa á sérhæfðu efni að halda fá a ð s t o ð f r á b ó k a s a f n s - o g u p p l ý s i n g a f r æ ð i n g u m v i ð efnisöflun og heimildarleit. Tölvur og þráðlaust net Almenningi gefst kostur á að nota tölvukost safnsins sem staðsettur er í almenningsrými. Þar er bæði hægt að komast á veraldarvefinn og vinna í Office forritum. Þá er þráðlaust net á safninu fyrir fólk með eigin tölvur. Allir sem eiga gild bókasafnskort á Bókasafni Reykjanesbæjar fá þjónustuna endurgjaldslaust, annars þarf að greiða fyrir hana. Heimsendingar, eldri borgarar og sjúkir Þeir lánþegar sem ekki eiga að heima gegnt geta fengið safn- gögn send heim. Þá þjónustar starf sfólk einnig eldri borgara á Nesvöllum og Hlévangi og sjúka á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Spjall, grúsk og bókmenntaarfur Yfir vetrarmánuðina er starf- and i b ók aspj a l l á s a f n i nu . Þar er rabbað um bækur sem þátttakendur Bókaspjalls hafa verið að lesa. Einnig er boðið upp á bókmenntanámskeið undir liðnum „Kynning á bókmenntaarfinum.“ Í haust ætlar Þorvaldur Sigurðsson, bókmennta- og íslenskukennari að fjalla um Njálu. Að lokum má geta þess að aðstaða á safninu hefur verið nýtt fyrir fleiri áhugahópa, t.d. ættfræðigrúskara sem hittast þar reglulega við sína iðju. Hu l d a Björ k Þ or kel s d ót t ir forstöðumaður Svanhildur Eiríksdóttir deildastjóri Viljum gera lestur að lífsstíl íbúa Reykjanesbæjar 6 FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.