Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000 „Mamma, þú ert facebook-fíkill!“ sagði eldri sonur minn einn daginn. Ég var snögg í vörn og benti honum pent á að vinna mín væri nú einu sinni þannig að ég þyrfti að vera mikið í tölvunni en ég hefði fullkomna stjórn á þessu. „Mamma, í gær var ég búin að kveðja þig 10 sinnum án þess að þú tækir eftir því svo hljópstu á eftir mér þegar þú sást mig út um eldhúsgluggann og öskraðir svo allt hverfið heyrði: blesssssss elskan, heyrði þig ekki kveðja! Nú kom stuðningur frá þeim yngri „stundum er ég að segja þér eitthvað merkilegt og þú horfir á mig með tómum augum, segir JÁ öðru hverju, gjóar svo alltaf með öðru auganu á tölvuskjáinn (heldurðu að ég taki ekki eftir því) og ég finn að þú veist ekkert um hvað ég er að tala“. Þessu var ekki lokið – „svo erum við kannski að horfa á einhverja mynd og þurfum að setja á pásu þegar þú segist ætla á klósettið og svo skilur maður ekkert hvað þú ert lengi, heyrum „pikk, pikk, pikk“ og hlátur í kjölfarið....þú komin á facebook að hlægja að status.... frá sjálfri þér“. Stundum hef ég á tilfinningunni að ég ein og óstudd beri ábyrgð á hnignun íslenska stofnsins – homo Islandius!! Þetta byrjaði allt vorið 2008 en þá ákvað ég að fjárfesta í flatskjá. Hefði svo sem getað látið gamla túbusjónvarpið sem jón vinur gaf mér duga lengur, en í einhverju kastinu var ég komin inn í Rönning og búin að fjárfesta í 42 tommu tæki og heimabíói. Ég þarf kannski ekki að hafa mörg orð um líðan mína þegar Geir bað Guð að blessa íslensku þjóðina þar sem flatskjárinn var orðin táknmynd græðgisvæðingarinnar og óráðssíunnar. Dró því gluggatjöldin fyrir þegar við fjölskyldan nutum þess að horfa á hverja stórmyndina á fætur annarri í okkar eigin bíósal. Þetta átti bara eftir að versna því mitt í þessu var ég farin að drekka kaffi latté og tilheyrði þar með aumkunarverðum hópi sem gat ekki einu sinni skolað niður íslenskum kaffisopa. Mér leið eins og landráðamanni þegar ég mætti ekki á Austurvöll til að berja potta og pönnur og fæ reglulega á tilfinninguna að ég sé álitin skoðanalaus með öllu þar sem ég finn ekki þörf á að úthrópa einstaklinga á okkar ástkæra og ilhýra. Nýjasta dæmið um þá skömm sem ég hef kallað yfir þjóðina er sú staðreynd að ég er ekki búin að kynna mér ítarlega einstaklingana sex í forsetaframboðinu, veit eitthvað um þá alla en ekki mikið um neinn (nema kannski einn!!). Til að toppa þessa lágkúru er ég facebook-fíkill skv einhverjum skilgreiningum (já og sonum mínum) – en í rannsókn sem ég fann á netinu kemur fram að: ef þú átt yfir 800 vini, skiptir oft um forsíðumynd, samþykkir fólk inn á síðuna sem þú þekkir ekki, ert alltaf að tjá þig og sækjast eftir athygli og reynir að selja öðrum þá hugmynd að líf þitt sé ævintýralega skemmtilegt, eru miklar líkur á að þú sért yfirborðskenndur, sjálfhverfur og meðalgreindur einstaklingur sem átt ekkert líf!! Þetta er ég í hnotskurn. Ég nota facebook mikið og það í allskonar yfirborðskennda hluti. Ég hef gaman af því – elska að setja inn allskonar statusa og á 809 vini!! Ég nýti miðilinn til að hvetja og sæki sjálf hvatningu þangað. Er alltaf að setja inn myndir og skipti reglulega um forsíðumynd. Mér finnst lífið yfirleitt skemmtilegt, stundum rétt þolanlegt og einstaka sinnum hund helvíti leiðinlegt. Er ég á gráu svæði skv þessari rannsókn?... já svo sannarlega. Ég fagna nýjungum og þeim breytingum sem þeim fylgja og tel eðlilegt að við þurfum tíma til að aðlagast og ráða við alla tæknina sem stendur okkur til boða. Ætla að halda áfram á facebook en geri mér grein fyrir að tæknin leysir aldrei af hólmi „alvöru“ samskipti en getur klárlega kryddað þau. Elska flatskjáinn minn og latté-ið og ætla aldrei til baka í túbu og uppáhellt. Við syni mína langar mig að segja: ég ætla að hafa í huga hvernig samskiptum mínum við tölvuna er háttað þegar fjölskyldan er saman komin, en á sama tíma þætti mér vænt um að þið keyptuð heyrnartæki fyrir FIFA-leikmennina ykkar því þeir heyra klárlega ekki í ykkur þar sem þið sitjið og öskrið úr ykkur lungun þegar þeir klúðra hverjum leiknum á fætur öðrum!! Er ekki kominn tími til að tengja, tengja....... Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Ég er meðalgreindur, latté-lepjandi facebook-fíkill! Sólseturshátíð í Garði! ADDI ROKK TRÚBADOR Föstudag og laugardag frá kl. 23.00 20 ára aldurstakmark Kahúsið opið allan daginn Girnilegir réttir af matseðli Við tökum vel á móti þér 182 útskrifaðir frá Keili Keilir útskrifaði 182 nem­endur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater sl. föstudag en þá hafa alls 1.250 fengið brautskráningu frá Keili frá stofnun skólans. 90 nemendur útskrifuðust frá Háskólabrú og þar af höfðu 30 þeirra lokið Menntastoðum sem grunni að Háskólabrú. 70 ÍAK einkaþjálfarar fengu brautskráningu og 21 nemandi úr flugtengdu námi. Valdimar Guðmundsson og Björgvin Baldursson fluttu þrenn lög við athöfnina og enduðu á laginu „Vegir liggja til allra átta“ sem átti svo sannarlega vel við. Hjálmar Árnason, framkvæmda­ stjóri hélt hátíðarræðu í tilefni dagsins og vék hann m.a. að spurningunni um gildi menntunar. Hvað kunnið þið núna? spurði hann útskrifaða. Á þar ekki við það sem stendur á skírteini ykkar. Smiður telst ekki alvöru smiður þó hann fái moðinn í hendur. Hvernig hann notar verkfærin dæmir gæði hans sem smiðs. Þannig má segja að margir þeirra einstaklinga sem sagðir eru hafa keyrt samfélag okkar í kaf hampi fallegum prófskírteinum. Notuðu þeir menntun sína til góðs? Viljum við fólk með slíka menntun? Frekar viljum við fólk eins og ykkur sem kann að setja sér göfug markmið og er tilbúið að fylgja þeim eftir. Þess vegna er þetta ykkar hátíð. Verðlaun voru veitt fyrir framúr­ skarandi náms árangur. Hildur Hrólfsdóttir dúxaði úr ÍAK einka­ þjálfun með 9,63 í meðaleinkunn, Kristjana Þórarinsdóttir hlaut í 9,02 úr Háskólabrú, Sigurður Jónsson með 8,83 úr flugumferðarstjórn, Árni Snær Brynjólfsson 8,81 ATPL og Líney Þóra Bryndísardóttir með 9,23 úr flugþjónustu. Kristjana Þórarinsdóttir var efst í Háskólabrú. Einkaþjálfarar voru með skemmtiatriði á útskriftinni. Hér má sjá hluta af stórum hópi einkaþjálfara sem útskrifuðust.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.