Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarfljónustunni Maður nokkur hafði samband og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði keypt pizzu hjá Domino’s og hugðist greiða með debetkorti. Posinn virkaði hins vegar ekki sem skyldi og eftir tvær tilraunir staðgreiddi maðurinn pizzurnar. Seinna, þegar hann skoðaði bankayfirlitið sitt, sá hann að pizzan hafði verið gjaldfærð tvisvar af kortinu hans. Hann hafði sem sagt greitt þrisvar sinnum fyrir eina pizzu. Maðurinn hafði samband við Domino’s sem endurgreiddi aðra færsluna en sagðist ekki hafa sannanir fyrir því að pizzan hefði verið staðgreidd og neitaði því að bakfæra nema aðra færsluna. Engin kvittun til Maðurinn leitaði þá til Neytendasamtakanna. Starfsmaður sam- takanna hafði samband við Domino’s og fór fram á að fyrirtækið sýndi kvittun með undirskrift mannsins því hefði debetkortafærslan farið í gegn ætti fyrirtækið að eiga afrit með undirskrift kaupanda. Eftir allmörg samtöl við Domino’s ákvað fyrirtækið að endurgreiða debetkortafærsluna enda var engin kvittun til og ekkert sem benti til annars en að maðurinn hefði staðgreitt pizzuna eins og hann hélt fram. Ekki enn fengið greitt Pizzan var keypt í mars og í júlí var maðurinn enn ekki búinn að fá seinni færsluna bakfærða þrátt fyrir mörg símtöl og tölvupóst- samskipti. Það er því ástæða til að benda fólki á að fá staðgreiðslukvittun ef staðgreitt er eftir að posinn klikkar og einnig að skoða vel banka- yfirlit og kreditkortareikning. Kona nokkur keypti flugfar til Finnlands með Icelandair. Kaupin fóru fram á netinu og fékk konan sendan útprentaðan farseðil heim til sín. Svo óheppilega vildi til að miðinn týndist og fannst hann ekki aftur þrátt fyrir mikla leit. Konan fór þá á söluskrifstofu Icelandair þar sem henni var sagt að það þyrfti að gefa miðann út aftur og það kostaði 4.000 krónur. Konunni fannst það heldur mikið og þráaðist eitthvað við en ekki virtist um annað að velja og fór svo að konan borgaði 4.000 krónur fyrir nýjan flugmiða. Þegar til kastanna kom þurfti konan aldrei að sýna flugmiðann við innritun, hvort heldur var hér heima eða úti. Konan veltir því fyrir sér hvers vegna hún hafi þurft að borga 4.000 fyrir útprentaðan miða sem reyndist með öllu óþarfur. Neytendasamtökin sendu Icelandair fyrirspurn vegna þessa og barst svar skömmu síðar. Í því segir að um mistök hafi verið að ræða og konan fengi endurgreiddar þær 4.000 krónur sem hún greiddi aukalega fyrir nýjan útprentaðan miða. Dýrt að týna miða Er posinn bilaður? Fáðu kvittun! Á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is, eru birtar upplýsingar um verð á 95 oktana bensíni og díselolíu sem byggðar eru á upplýsingum sem fram koma á heimasíðum olíufélaganna. Það voru því mikil vonbrigði þegar forráðamenn hjá N1 ákváðu að hætta að birta verð á einstökum stöðvum. Fyrirrennari N1, Esso, hafði einmitt verið til fyrirmyndar í þessum efnum og á heimasíðu þess fyrirtækis mátti sjá verð á öllum Esso-stöðvum landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa ákvörðun. Til að markaðurinn þjóni sem best hagsmunum neytenda verða þeir að hafa sem besta yfirsýn. Það er ekki gert með því að hætta að birta upplýsingar um eldsneytisverð eins og N1 hefur nú gert. Minnt er á að FÍB lét Capacent kanna hug neytenda til þessa. Í ljós kom að rúmlega 77% neytenda vilja að slíkar upplýsingar séu á heimasíðum olíufélaganna. Neytendablaðið beinir þess vegna þeim eindregnu tilmælum til forráðamanna N1 að endurskoða þessa ákvörðun og birta jafn nákvæmar upplýsingar um eldsneytisverð og Esso gerði áður. Upplýsingar um bensínverð vantar á heimasíðu N1  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.