Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 6
Þessi gæðakönnun ICRT (International Research and Testing) er hluti af reglu- legum gæðaprófunum á farsímum og er unnin í samstarfi við önnur neyt- endasamtök í Evrópu. Hún er í gangi allt árið með útgefnu gæðamati 3 til 5 sinnum á ári. Neytendasamtök í hverju landi kaupa vinsæla síma í verslun eða á netinu, hvert á sínu svæði, og senda inn í rannsóknina. Að þessu sinni voru 19 símar prófaðir í júní en niðurstaðan birtist núna í september. Prófanirnar eru framkvæmdar af óháðri þýskri rannsóknarstofu og tiltekin atriði/virkni metin og gefin einkunn eftir fyrirfram ákveðnu ferli. Frá því í janúar sl. hefur 91 farsími verið settur í gæðapróf. Hér í blaðinu eru aðalflokkarnir sýndir í töflu en á vef Neytendasamtakanna er hægt að nálgast ítarlegri töflu úr þessari gæðakönnun ásamt allnokkrum undir- flokkum og markaðskönnun sem gerð var hérlendis fyrr í haust. • Í töflunni eru helstu niðurstöður varðandi 91 farsíma sem ICRT hefur kannað í ár. Af þessum 91 síma eru 33 fáanlegir hér á landi. • Það er sjaldgæft að rekast á verulega lélegan farsíma. Aðeins 24 af 91 fengu innan við 3,50 í meðaleinkunn. Einkunnir farsímanna sem seldir eru hér á landi voru frá 3,00 til 3,93 og aðeins 6 símar fengu einkunn undir 3,50, sem verður að teljast nokkuð gott þar sem einkunnir allra símanna 91 voru frá 2,81 til 3,93. • Af 20 efstu símunum voru 11 frá Nokia, 2 frá Motorola og 7 frá Sony Ericsson. Sá ódýrasti var Nokia 2626 en hann kostaði 7.995 krónur. • Fjórir vel viðunandi Nokia-símar sem eru í gæðakönnun ICRT og fást hérlendis kosta innan við 10.000 krónur, þ.e. ef leitað er að síma sem getur lítið annað en að hringja, tekið á móti símtali og sent SMS. Markaðskönnun Neytendasamtökin unnu að markaðskönnun á GSM-símum seinni hluta ágústmánaðar og kom í ljós að hjá 13 söluaðilum á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fá 126 mismunandi tegundir af farsímum. Ódýrasti síminn er Nokia 1112 og kostar hann 3.989 krónur en sá dýrasti, HTC X 7500, kostar 109.995 krónur. Ekki er tekin afstaða til gæða heldur er eingöngu bent á hæsta og lægsta verð í markaðskönnuninni. Markaðskönnunin er birt í heild sinni á vefsvæði félagsmanna NS á www.ns.is. Vert er að benda á fyrri gæðakönnun á GSM-símum á síðasta ári hér í Neytenda- blaðinu en sú umfjöllun er einnig aðgengileg á vefsvæði félagsmanna NS. Gæði farsíma aukast  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.