Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Síða 17

Neytendablaðið - 01.09.2007, Síða 17
þær allar. Þá er eðlilegast að seljandinn sé upplýstur um hve hátt hlutfall af aug- lýsingakostnaði hann eigi að greiða sérstak- lega og að samráð sé haft við hann um birt- ingu auglýsinga. Umsýslugjald kaupenda Fyrir nokkrum árum byrjuðu fasteignasalar að innheimta sérstakt gjald, svokallaða umsýsluþóknun, úr hendi kaupenda fast- eigna. Umsýslugjaldið nemur yfirleitt nokkrum tugum þúsunda, sem er fjárhæð sem flesta kaupendur munar um þegar stað- ið er í fjárfestingum og flutningum. Hún gæti til að mynda dugað fyrir málningu á nýju eignina! Fasteignasalar byggja þessa gjaldtöku á því að þeir einir geti þinglýst gögnum vegna kaupanna, en ekkert í lögum kemur í veg fyrir að kaupendur geri þetta sjálfir. Þá er því haldið fram að þetta byggi á því að ríkir hagsmunir seljenda standi til þess að fasteignasalinn sjái um þinglýsingu gagna. Þetta eru fremur veik rök þar sem lagaskylda hvílir á fasteignasölum að gæta hagsmuna beggja aðila. Þá vaknar sú spurning hvort þinglýsingarstúss (sem óumdeilanlega er í þágu seljanda rétt eins og kaupanda) ætti ekki að vera innifalið í söluþóknuninni sem seljandi greiðir. Ef gjaldtakan er komin til vegna hagsmunagæslu í þágu seljanda er þá ekki undarlegt að kaupanda beri að greiða fyrir slíkt? Neytendasamtökin mótmæla Neytendasamtökin hafa lengi mótmælt þessari gjaldtöku og hefur Neytendastofa raunar tekið undir sjónarmið samtakanna í ákvörðun sinni frá 25. október 2006. Ekki er þó að sjá að fasteignasalar hyggist láta af þessari gjaldtöku. Kaupendum er ráðlagt að mótmæla þessu gjaldi og greiða það með fyrirvara um lögmæti þess svo framarlega sem þeir óska ekki sérstaklega eftir því að fasteignasalinn sjái um einstök verkefni fyrir þá. Vonandi fæst endanlega úr því skorið, fyrir dómstólum eða á öðrum vettvangi, hvort innheimta umsýslugjalds er yfirleitt heimil, nema sérstakur samningur sé gerður um að fasteignasali sjái um einstök verkefni fyrir kaupanda. Gallar á eignum – hvað gerist eftir kaup og sölu? Eftir að fólk hefur fengið eignina afhenta og er byrjað að koma sér fyrir koma oft ýmsir annmarkar í ljós. Eldhúskraninn lekur kannski, það eru ljót samskeyti í parketinu, stormjárnin eru laus, baðinnréttingin sjúsk- uð og silfurskottur undir teppinu sem verið er að rífa af gólfinu. Það er ef til vill móða í rúðum, rakablettir í loftinu, ofnarnir lélegir eða svalahurðin stendur á sér. Þá kemur til skoðunar hvort nýja íbúðin sé í raun gölluð vara og hvort hægt sé að krefjast afsláttar eða skaðabóta vegna kaupanna. Skoðunarskylda kaupanda Hér bera kaupendur vitaskuld nokkra ábyrgð sjálfir og á þeim hvílir ákveðin skoðunarskylda. Það sem þeir máttu sjá við almenna skoðun á íbúðinni getur ekki talist galli. Ef það vantar t.d. hurðir á eldhússkápana og þær voru heldur ekki til staðar við skoðun eignarinnar er ekki hægt að krefjast bóta vegna þess. Sama gildir um stærri annmarka sem sjá má við skoðun eignar. Mikilvægt er því að skoða eign vel áður en kaup eru gerð og vera duglegur að spyrja um hvaðeina sem skipt getur máli. Galli eða eðlilegt slit? Þegar notuð eign er keypt má gera ráð fyrir ákveðnu sliti. Þá telst notuð eign ekki gölluð samkvæmt lögum nema gallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru nemi. Í seinni tíð hafa dómstólar miðað þetta við 10% af verðmæti eignarinnar. Það þýðir í raun að sé eign keypt á 20 milljónir þarf gallinn að minnka verðgildi hennar um tvær milljónir eða leiða af sér kostnað upp á tvær milljónir vegna úrbóta. Nýir eigendur eiga skiljanlega erfitt með að sætta sig við þessa reglu, en hún er tilkomin vegna þess að dómstólar yrðu væntanlega yfirfullir af deilum um leka vatnskrana og brotin stormjárn að öðrum kosti. Rangar upplýsingar seljanda Annað er þó uppi á teningnum ef seljandi eða einhver á hans vegum hefur gefið rangar upplýsingar. Ímyndum okkur t.d. að fram komi í söluyfirliti að skipt hafi verið um þak árið áður en eignin skiptir um eigendur og að allar skólplagnir hafi verið teknar í gegn. (Eins og við vitum fara fæstir væntanlegir kaupendur upp á þak til að skoða það og erfitt er að gera sér grein fyrir ástandi skólplagna við almenna skoðun). Eftir að flutt er inn kemur svo í ljós að allar lagnir eru að hruni komnar og þakið lekur á mörgum stöðum. Í svona tilviki væri klárlega um galla að ræða enda byggt á röngum upplýsingum. Sama gildir ef seljandi eignar leynir galla vísvitandi, t.a.m. með því að sletta bara málningu á rakatauma rétt fyrir skoðun eignar en neita því að rakavandamál sé í íbúðinni. Skrifleg yfirlýsing Það er góður siður að biðja seljanda um skriflega yfirlýsingu um það sem gert hefur verið við eignina og einnig ef hann lofar ákveðnum framkvæmdum eða lagfæringum fyrir afhendingu. Þá eru báðir aðilar með sitt á hreinu; ef seljandi er ekki að fara með fleipur ætti hann að vera tilbúinn að útbúa slíkt plagg og kaupandi getur þá ekki síðar borið upp á seljanda að hann hafi sagt eitt eða annað um ástand eignarinnar enda er mjög erfitt að sanna staðhæfingar sem einungis eru settar fram munnlega. Ný eign - aðrar reglur Ef eignin er hins vegar ný og aldrei hefur verið búið í henni á kaupandi ekki að sætta sig við nein frávik frá samningum. Íbúðin á að vera í nákvæmlega því ástandi sem samið var um. Af því sem hér hefur verið fjallað um má sjá að það er að mörgu að hyggja við fast- eignakaup. Kaupum á draumahúsinu fylgja vitaskuld miklar væntingar en að sama skapi er varasamt að flana að hlutum og sitja uppi með gallað hús á óhagstæðum lánum! Best er því að fara að öllu með gát – hugsa sig vel um og leita sér ráðgjafar á sem flest- um stigum ferlisins. Ekki er hægt að kvarta eftir á vegna galla sem kaup- andi hefði mátt sjá. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.