Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 20
Íslenskur neytendamarkaður er í mörgum tilfellum einhæfur og verðmunur milli verslana lítill. Oft er hægt að gera góð kaup á internetinu og nýta sér þá samkeppni sem þar ríkir. Ef neytendur gerðu það í meira mæli byðu íslenskir seljendur betra verð en þeir gera í dag. En þá er mikilvægt að gjaldtaka og ferli innflutnings sé gagnsætt og einfalt fyrir neytendur. Hvað kostar varan? Einhverjir hafa eflaust lent í því að kaupa vörur af erlendum netverslunum þar sem endanlegt verð fyrir vörurnar var annað en gert var ráð fyrir í upphafi. Gengi gjaldmiðla breytist stöðugt og það þarf að gera sér grein fyrir þeim kostnaði sem kemur ofan á á sjálft vöruverðið í innflutningsferlinu. Hér er átt við sendingarkostnað og aðflutnings- gjöld eins og virðisaukaskatt, toll og vöru- gjald, svo ekki sé talað um kostnað vegna tollmeðferðar og tollskýrslugerðar. Samt sem áður getur það í mörgum tilfellum borgað sig að kaupa af netverslun sem sýnir hversu hátt verðlag er á mörgum sérvörum hér á landi. Kötturinn í sekknum Hættan á að varan uppfylli ekki væntingar eða skili sér seint eða jafnvel aldrei til kaupanda fælir marga frá því að versla á netinu. Ef hlutur er gallaður eða einfaldlega hentar ekki á að vera hægt að skila vörunni þegar verslað er við viðurkennda vefverslun, alla vega innan Evrópu. Því er þó ekki að neita að umstangið og tíminn sem fer í slíkt er ókostur miðað við að versla í verslun hér á landi. Til eru ráð til að tryggja að verslað sé við örugga aðila. Evrópska neytendaaðstoðin í Danmörku hefur á vefslóðinni www. forbrugereuropa.dk sett upp ráðgjafarforritið Howard til aðstoðar við kaup í evrópskum vefverslunum. Ef neytendur eru í vafa um hvort ráðlegt sé að versla í gegnum hina eða þessa heimasíðuna er sjálfsagt að spyrja Howard! Oftast er gert ráð fyrir greiðslu með kreditkorti til að kaup geti farið fram á netinu. Ein leið til að forðast misnotkun á kreditkorti er að nota plúskort sem kortafyrirtækin bjóða uppá. Þessi kort eru með fyrirfram greiddri inneign og ekki er heimilt að stofna til skuldar með þeim. Þegar vörur eru fluttar inn frá Bandaríkjunum þarf sérstaklega að hafa í huga hvort þær eru CE-merktar. Vara sem ekki er CE-merkt fær ekki tollafgreiðslu á Íslandi. Einnig geta rafvörur verið þannig búnar að þær henta ekki evrópsku rafkerfi. Gjöld á gjöld ofan Eins mikilvægt og það er fyrir íslenska neytendur að virkja samkeppnismarkaðinn með kaupum á internetinu, þá eru of margar hindranir sem stjórnvöld verða að bæta úr. Ísland er ekki hluti af samkomulagi sem mörg lönd í Evrópu hafa gert með sér um endurgjaldskerfi á virðisaukaskatti (reciprocal VAT collection scheme). Aðflutningsgjöld eru þannig lögð ofan á smásöluverðið, þar sem sendingarkostnaður og VAT er innifalið. Hægt er að skoða tollaskrá og reiknivél á www.tollur.is. Þar sem Ísland er á evrópska efnahagssvæðinu myndu margir kannski halda að vöruflæði væri frjálst eftir innkomu á innri markað ESB en svo er nú ekki. EES- samningurinn felur ekki í sér tollabandalag eins og ESB. Ef vörur eru upprunnar utan ESB en keyptar af evrópskum fyrirtækjum er best að tollafgreiða vöruna ekki inn til ESB heldur setja hana í „transit“ svo hún lendi ekki tvisvar í tollaálagningu. Til að losna við tolla þarf að fylgja svo kallað evrópskt upprunavottorð með vörum sem upprunnar eru innan ESB, en þær geta þó borið vörugjöld. Þá er kostnaðurinn við að innheimta aðflutningsgjöldin líka hár og virkar letjandi á neytendur. Tollmeðferðargjaldið er 450 kr. hjá Íslandspósti, 980 kr. hjá DHL og 1200 kr. hjá UPS. Neytandinn ræður ekki hvaða fyrirtæki flytur vöruna og getur því lítið gert til að draga sem mest úr þessum kostnaði. Innan Evrópu eru pakkar að lágmarksvirði 22€ undanskildir vsk. en hér á landi eru engin takmörk um verðmæti sendingarinnar. Neytendur þurfa alltaf að greiða vsk. og þá um leið tollmeðferðargjald. Stjórnvöld þurfa að ryðja brautina Ian Watson er lektor í félagsvísindadeild á Bifröst og sjálfstæður greinahöfundur. Hann hefur skrifað greinar um þessi mál og bent á ýmislegt sem ætti að vera einfalt að laga í innflutningsferlinu þegar einstaklingar kaupa vörur til einkaneyslu en ekki í ágóðaskyni. Hér eru nokkur áhersluatriði til að örva kaup á internetinu sem gætu um leið frelsað Íslendinga frá einhæfum markaði og háu verðlagi hér á landi. 1. Auka vald neytenda og efla möguleika á innflutningi svo seljendur (og toll- afgreiðsluaðilar) fái hvatningu (örvun) til að halda verðlagi lágu. 2. Leita leiða til að hvetja Íslendinga, líka þá sem er ekki innfæddir, til að flytja inn menningar- og fræðsluefni frá öðrum löndum. 3. Komast hjá margföldunaráhrifum vegna fjarlægðar landsins við aðra markaði, þau eru þegar of sterk. 4. Ganga frá samkomulagi við ES- og EFTA-lönd (alla vega) svo netverslanir geti falið í vöruverðinu það vsk.hlutfall sem þær vörur sem sendar eru til Íslands falla undir. 5. Undanskilja lítt verðmæta pakka frá vsk. og vörugjöldum. 6. Lækka eða leggja niður vsk. og tolla á menningar- og fræðsluefni. ÞH – til íslenskra neytenda Frelsi

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.