Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 23
Seðilgjöldin eru mörgum þyrnir í augum enda er fljótt að safnast saman þegar seðil- gjald er lagt á hvern einasta reikning í hverjum mánuði. Neytendasamtökin hafa mótmælt þessu gjaldi og telja eðlilegt að kostnaður við að greiða reikninga eigi að vera innifalinn í verði vörunnar eða þjón- ustunnar. Rafrænir greiðsluseðlar vinsælir Til að lækka eða losna við seðilgjöldin kjósa sífellt fleiri rafræna greiðsluseðla, en sú leið er aukinheldur umhverfisvænni en hefðbundna leiðin. Gallinn er bara sá að þegar greiðsluseðlarnir og reikningarnir hætta að berast inn um lúguna og eru greiddir sjálfkrafa í greiðsluþjónustu eða af kreditkortareikningi er hætt við að fólk skoði ekki reikningana reglulega. Skoðunarskylda neytenda Neytendasamtökin hafa fengið þó nokkur mál inn á borð til sín er varða greiðslu fyrir óumbeðna þjónustu eða þjónustu sem fyrirtækið veitir ekki lengur. Í mörgum tilfellum er um að ræða reikninga frá símafyrirtækjum sem hafa verið greiddir jafnvel mánuðum saman áður en upp kemst að enn er verið að greiða fyrir ADSL- tenginguna sem löngu var búið að segja upp eða farsímanúmerið sem ekki er lengur í notkun. Þegar slík mál koma upp getur verið erfitt að fá leiðréttingu mála sinna vegna þess að neytandinn ber að hluta sök. Honum ber skylda til að skoða reikningana sína og gera athugasemdir ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Greitt fyrir netfang sem sagt hafði verið upp Maður flutti netviðskipti sín frá einu fyrirtæki til annars og vissi ekki betur en allt hefði gengið vel fyrir sig. Þó hélt hann áfram símaviðskiptum hjá fyrirtækinu sem hann hafði verið í netviðskiptum við. Maðurinn hafði nokkru áður samþykkt boðgreiðslur af kreditkorti sínu til að spara seðilgjöldin. Vissulega hafði hann mögu- leika á að skoða reikninginn á læstum viðskiptasíðum hjá símafyrirtækinu með því að skrá sig inn og stofna lykilorð o.þ.h. en aldrei varð úr því. Það var ekki fyrr en 28 mánuðum síðar sem hann rakst á rafræna símareikninga í heimabankanum að hann sá að þar voru gjaldfærðir reikningar uppá 1.320 krónur í mánuði fyrir netfang sem átti að hafa verið lagt niður þegar hann skipti um netfyrirtæki. Þessi þjónusta var skuld- færð mánaðarlega allan þennan tíma án þess að hann hefði gert sér grein fyrir því. Símafyrirtækið endurgreiddi 12 mánuði þó það viðurkenndi að uppsögnin hefði farið fram 28 mánuðum fyrr. Flókinn reikningur Í öðru máli sem kom inn á borð Neytenda- samtakanna var þó ekki um að ræða rafræna greiðsluseðla. Í því máli hafði maður nokkur borgað tvöfalda ADSL-áskrift í heilt ár. Upp komst um þetta þegar maðurinn hringdi í fjarskiptafyrirtækið þar sem honum þótti símreikningur sinn óvenju hár. Þá kom í ljós að hann borgaði 4.000 krónur auka- lega á mánuði fyrir þjónustu sem hét „mán- aðargjald vegna internetáskriftar“. Hann borgaði líka mánaðargjald vegna ADSL- tengingar. Þarna hafði fyrirtækið gert mistök og þegar maðurinn leitaði réttar síns var honum boðin endurgreiðsla 6 mánuði aftur í tímann. Maðurinn leitaði til Neytendasamtakanna sem skoðuðu málið og töldu manninn eiga rétt á fullri endurgreiðslu enda hafði fyrirtækið gert mistökin í upphafi og þá voru upplýsingar á reikningum langt í frá skýrar og einfaldar. Þannig hafði t.d. ADSL-áskriftin gengið undir þremur ólíkum nöfnum á einu ári á reikningum. Fyrirtækið ákvað að endurgreiða manninum ofgreidda upphæð að öllu leyti eftir afskipti Neytendasamtakanna af málinu. Mikilvægt að skoða reikninga Skoðunarskylda hvílir vissulega á viðskipta- vininum en það er samt engin afsökun að vísa í innri eigin reglur þegar fyrirtæki fá greiðan aðgang að greiðslukerfi neytandans og misnota aðstöðu sína. Þessi sömu fyrir- tæki hika ekki við að innheimta fullt verð fyrir þjónustu hjá viðskiptavinum sem týnast í kerfinu í langan tíma. Neytendur hafa þá ekkert frekar tök á að vísa í innri reglur heimilisins. Það er brýnt að neytendur hafi yfirsýn yfir hvað er skuldfært í boðgreiðslum eða í annarri bankaþjónustu. Við viljum ekki að fyrirtæki séu áskrifendur að tekjum fyrir óunna eða óumbeðna þjónustu á okkar kostnað. Þá er ástæða til að benda lesendum á að tryggja að uppsögn sé gild þegar viðskiptum við fjarskiptafyrirtæki er sagt upp. Algengt er að fyrirtæki sjái um uppsögn fyrir viðskiptavini en upplýsingarnar virðast oft ekki skila sér. Það er því um að gera að fá skriflega staðfestingu á því að uppsögnin sé móttekin. Það getur verið gott að losna við alla pappírshrúguna en ekki má gleyma að skoða reikningana. Eru fyrirtækin áskrifendur að tekjum fyrir óunna eða óumbeðna þjónustu á kostnað neytenda? Ertu að borga tvisvar?  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.