Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 14
Fyrir nákvæmlega tíu árum var hægt að kaupa 230 fermetra einbýli í Reykjavík á innan við 14 milljónir og algengt fermetraverð í fjölbýli var um 70 þúsund krónur. Nú kostar svipað hús og nefnt var hér að ofan hins vegar 55 milljónir og fermetraverð í fjölbýli er um 250 þúsund krónur. Það þarf því engan töl- fræðisnilling til að sjá að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur þre- til fjór- faldast á þessum tíma meðan almenn launaþróun hefur verið heldur hægari. Þessi hækkun á fasteignaverði hefur raunar átt sér stað um allt land, en víða á landsbyggðinni hefur fermetraverð a.m.k. tvöfaldast. Það hefur ekkert hægt á þessari verð- þróun undanfarið og sem dæmi má nefna að vísitala fasteignaverðs á höfuðborgar- svæðinu hefur stigið um 10% undanfarna tíu mánuði. Helstu gjöld tengd kaupum og rekstri á fasteignum Það er ekki bara að íbúðaverð hafi hækkað heldur hefur einnig orðið umtalsverð hækk- un á ýmsum öðrum gjöldum sem tengjast íbúðarkaupum. Þannig eru stimpil- og lán- tökugjöld tengd fasteignaverði auk þess sem lánin eru væntanlega hærri því dýrari sem íbúðin er. Lántökugjöld Þarftu lán fyrir lántökugjaldi? Þegar tekið er lán til íbúðarkaupa þarf að greiða lántökugjald sem er yfirleitt um 1% af lánsupphæðinni. Sumar lánastofnanir lána ekki fyrir þessu gjaldi sérstaklega og því þarf að fjármagna það með öðrum hætti. Það segir sig svo sjálft að eftir því sem íbúðaverð hækkar hækka einnig lánin og þar með lántökugjöldin. Algengt er að fólk taki um 20 milljóna íbúðalán (sem fyrir um áratug hefði verið margfalt lægra) og þá þarf að greiða 200 þúsund í lántökugjald. Stimpilgjöld Skattlagning sem bitnar á kaup- endum Þrátt fyrir fögur loforð og fyrirheit virðist niðurlagning stimpilgjalda ekki enn í sjón- máli. Stimpilgjöldin eru í raun bara skattur sem fellur á lántakendur og þá sem standa í fasteignaviðskipum. Stimpilgjöldin eiga sér langa sögu og skila ríkissjóði miklu í kassann en njóta eðlilega lítillar hrifningar hjá neytendum. Kostnaður við þinglýsingu Eftir að kaupsamningur hefur verið gerður er honum þinglýst hjá sýslumanni. Við það tækifæri þarf að greiða stimpilgjald sem nemur 0,4% af fasteignamati eignarinnar. Í fljótu bragði virðast þetta vera smápeningar en ef um er að ræða eign sem er metin á 25 milljónir verða þessi 0,4% að 100 þúsund krónum sem er upphæð sem svo sannarlega getur sett strik í reikninginn hjá fólki sem stendur í íbúðarkaupum. Flestir fjármagna svo íbúðarkaup sín með láni sem veitt er gegn veði í fasteigninni. Slíku lánsskjali þarf að þinglýsa á eignina og bætist þá enn við gjöldin sem renna til ríkissjóðs. Af hverju láni sem þinglýst er á eign þarf að greiða 1,5% stimpilgjald. Af tuttugu milljón króna láni þarf því að greiða 300 þúsund krónur til ríkisins. Yfirtaka á eldra láni Sé í boði að yfirtaka eldra lán sem hvílir á eign er um að gera að skoða þann kost enda sparast við yfirtöku umtalsverðir peningar sem annars færu í stimpil- og lán- tökugjöld. Þó ber að hafa í huga að mörg af íbúðarlánum bankanna eru bundin því skilyrði að lántakandinn hafi margvísleg önnur viðskipti við bankann; annars versna lánakjörin töluvert. Samkvæmt ofansögðu er kostnaðurinn við að kaupa og þinglýsa 20 milljón króna láni á eign sem 25 milljóna virði samkvæmt fasteignamati því 600 þúsund krónur ef lántökugjaldið er tekið með og munar um minna! Auk þess er ekki auðséð fyrir hvað er verið að borga. Fá lánastofnanir ekki nægar tekjur af vöxtum og verðbótum? Þarf endilega að bæta lántökugjaldi ofan á herlegheitin? Rekstur fasteignar Fyrir þá sem eru í kauphugleiðingum er ekki nóg að taka lán og tæma sparibaukinn til að eiga fyrir lántöku- og stimpilgjöldum. Það þarf einnig að reka eignina. Meðal annars þarf að greiða lögbundna bruna- tryggingu, en ársiðgjöldin eru oft á bil- inu 15-20 þúsund krónur. Svo má ekki Fasteignir 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.