Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 5
Það getur verið erfitt að átta sig á því hvort matvæli innihalda asó-litarefni, en efnin hafa lengi verið umdeild. Tvær af stærstu matvælakeðjum Bretlands, Asda og Marks & Spencer, hafa tilkynnt að þær muni hætta að nota kemísk litar- og bragðefni í matvæli sem seld eru undir þeirra nafni og munu nota náttúruleg efni í staðinn. Er þetta m.a. gert í ljósi umræðunnar um samhengi á milli ofvirkni og asó-litarefna. Sætuefnið aspartame verður einnig fjarlægt. Samkvæmt Marks & Spencer verða 4.455 matar- og drykkjartegundir án kemískra litar- og bragðefna í lok árs 2007. Keðjan hefur þegar hætt að selja matvæli sem innihalda MSG (monosodium glutomate) og E102 (litarefnið Tartrazine). Kemísk litar- og bragðefni á undanhaldi Nokkuð umdeild reglugerð tók gildi í Bretlandi í apríl sl. Nú er bannað að auglýsa matvæli sem innihalda hátt hlutfall fitu, sykurs eða salts í kringum barnatíma og aðra þætti sem eru líklegir til að höfða til barna 9 ára og yngri. Lögin taka gildi í áföngum og mun breska matvælastofnunin (Food Standards Agency) meta árangurinn á næsta ári. Lögin ganga að fullu í gildi í desember 2008 og þá munu óhollustuauglýsingar einnig verða bannaðar í kringum þætti sem höfða til barna upp að allt að 15 ára aldri. Bannað að auglýsa óholl matvæli Neytendamálaráðherra Dana, Carina Christensen, mælir nú með því að börn drekki ekki meira en hálfan lítra af gosi á viku. Byggir hún ráðleggingarnar á áliti sérfræðinga, en í nýrri skýrslu danska manneldisráðsins kemur fram að börn á aldrinum 4-14 ára drukku að meðaltali 350 ml af sykruðum drykkjum daglega árið 2001. Það er tvöfalt meira en mælt er með. Christensen bendir á að foreldrar beri ábyrgð á sykurneyslu barna sinna og verði að setja þeim mörk. Margir foreldrar vita hinsvegar ekki hversu lítils sykurmagns er æskilegt að börn þeirra neyti. Þá segir ráðherrann að skilaboð til almennings séu alltof óskýr og það sé ekki nóg að segja „drekktu minna af gosi og ávaxtasafa“ Þess vegna leggur hún nú fram tillögur um hámarksneyslu, svipað og gert er með áfengi. Með þessu vill hún tryggja að foreldrar fái nauðsynlegar upplýsingar og eigi þannig auðveldara með að stemma stigu við sykur- neyslu barna sinna. Boðskapurinn verður kynntur í herferð danska heilbrigðismálaráðuneytisins og mat- vælastofnunarinnar. Til fróðleiks má benda á að í íslenskri rannsókn frá í fyrra á mataræði 9 og 15 ára barna og unglinga kom eftirfarandi fram: „9 ára börn drekka að meðaltali tæplega 2,5 lítra á viku af gosdrykkjum og sætum svaladrykkjum og 15 ára unglingar tæplega 4 lítra á viku.“ Í Bandaríkjunum hafa ekki verið settar neinar reglur um matvæla- auglýsingar og börn líkt og í Bretlandi. Það er þó kannski ekki vanþörf á. Samkvæmt bandarískri könnun (Kaiser Family Foundation) eru matvælaauglýsingar um helmingur allra auglýsinga sem bandarísk börn sjá í sjónvarpi, en hvert barn sér að meðaltali um 17 slíkar á dag. Könnunin leiddi í ljós að langflestar auglýsingar voru fyrir sælgæti, snakk, skyndibita. og morgunkorn. Hlutfall auglýsinga fyrir mjólkurvörur var um 3 % og ávaxtasafar komu fyrir í einungis í 1% allra auglýsinga. Athygli vekur að engin auglýsing snerist um grænmeti og ávexti enda þótt heildarfjöldi auglýsinga væri 8.854. Það er athyglisvert að matvælaauglýsingum skuli beint að börnum í þessum mæli og það gefur hugmynd um hversu mikil völd yngstu fjölskyldumeðlimirnir hafa í sambandi við matarinnkaupin. Ljóst er að auglýsendur væru ekki að eyða púðri í börnin ef það skilaði sér ekki í kassann. Matvælaauglýsingum beint að börnum Hámark hálfur lítri af gosi á viku Enn á ný er rotvarnarefnið sodium benzoate (E211) undir smásjánni. Ný könnun frá Sheffield-háskóla bendir til þess að rotvarnarefnið skaði frumur og geti þannig flýtt fyrir öldrun og ýtt undir hrörnunarsjúkdóma eins og Parkinsons. E211 er notað í fjölmargar teg-undir gosdrykkja auk þess sem það er að finna í ýmsum matvælum. Þessar fréttir setja aukinn þrýsting á gosdrykkjaframleiðendur um að finna nýjar leiðir en þetta er í þriðja sinn á einu ári sem rotvarnarefnið er í fréttum vegna skaðlegra áhrifa á heilsuna. Rotvarnarefnið E211 aftur undir  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.