Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson forma›ur Neytendasamtakanna bættri neytendalöggjöf á matvælasviði? Hvað líður Það er merkilegt hve oft íslenskir neyt- endur þurfa að bíða eftir að sett séu lög og reglur til að auka neytendavernd. Þá er ég að tala um lög og reglur sambærilegar þeim sem hafa verið settar hjá nágrönnum okkar í Evrópu. Þegar Ísland gerðist aðili að EES-svæðinu fengu íslenskir neytendur umfangsmiklar lagaúrbætur. Þessar úrbætur komu ekki til fyrir tilstilli stjórnvalda á Íslandi enda þótt Neytendasamtökin hefðu um árabil krafist þeirra. Áhugi stjórnmálamanna var því miður takmarkaður og snerist meira um hagsmuni sérhagsmunahópa en hagsmuni almennings. En margt breyttist með EES-aðildinni því þá voru lög á sviði neytendaverndar tekin upp á færibandi. Sem betur fer fyrir neytendur áttu íslenskir stjórnmálamenn ekki annað val en að samþykkja slík lög. Þannig tryggði EES- samningurinn neytendum margvísleg réttindi sem íslenskir stjórnmálamenn höfðu ekki séð ástæðu til að færa þeim. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lýst vilja sínum til að neytendavernd verði aukin verulega frá því sem nú er og eru það ánægjuleg tíðindi. En eins og ráðherra hefur réttilega bent á eru neytenda- málin það víðtækur málaflokkur að hann kemur flestum ráðuneytunum við. Það er von Neytendasamtakanna að aðrir ráð- herrar séu á sama máli og Björgvin, þ.e. að auka þurfi neytendavernd. Þetta á m.a. við um umhverfisráðherra, Þórunni Sveinbjarnardóttir, en undir það ráðuneyti falla merkingar og sala á matvælum. Einmitt þar liggja fyrir aðkallandi mál sem taka þarf á, m.a. til að tryggja að neytendur geti valið á upplýstan hátt þau matvæli sem þeir vilja kaupa. Erfðabreytt matvæli Um árabil hefur verið skylt í aðildarlöndum Evrópusambandsins að merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli. Noregur fylgdi strax í kjölfarið og setti raunar strangari kröfur. Um árabil hafa Neytendasamtökin fengið það svar frá stjórnvöldum að þau væru að bíða að evrópska tilskipunin yrði tekin upp í EES-samninginn. Þessa afstöðu hafa Neytendasamtökin gagnrýnt og hvatt til þess að farið verði að fordæmi Norðmanna. Á síðasta þingi Neytendasamtakanna, sem haldið var fyrir u.þ.b. ári, ávarpaði þáver- andi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, þingið og sagði þar m.a. að hún hefði í hyggju að setja reglugerð um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Minnt er á að slík reglugerð hefur rykfallið í skúffum umhverfisráðuneytisins. Því miður var þessi löggjöf ekki sett áður en fyrrverandi ríkistjórn fór frá völdum. Því beinast augu neytenda að núverandi umhverfisráðherra og hvetja Neytendasamtökin til þess að þessi reglugerð verði gefin út þegar í stað. Það er til vansa að íslenskir neytendur skuli vera þeir einu á EES-svæðinu sem ekki fá slíkar upplýsingar. Upprunaland matvæla Með vaxandi heimsmarkaðsviðskiptum, þar á meðal með landbúnaðarvörur, er þörfin á að upprunaland matvæla komi fram á sölustað enn brýnni en áður. Á sínum tíma reyndi Evrópusambandið að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar væru veittar þar sem litið var á þær sem tæknilegar viðskiptahömlur. Reyndar gafst Evrópusambandið upp á þessari afstöðu sinni þar sem neytendur kröfðust slíkra upplýsinga í kjölfar kúariðunnar sem mjög var til umræðu fyrir nokkrum árum. Það er eðlileg krafa íslenskra neytenda að ávallt skuli koma fram upplýsingar um upprunaland matvæla. Undir þessa kröfu eiga íslenskir bændur að taka enda ljóst að íslensk landbúnaðarframleiðsla nýtur mikillar velvildar neytenda. Notkun á transfitusýrum í matvæli Fyrir ekki svo löngu síðan var umræða um mikla notkun á transfitusýrum í sumum matvælum hér á landi, en þessar sýrur eru fyrst og fremst notaðar til lengja líftíma ýmissa matvæla. Transfitusýrur myndast þegar fiski- eða jurtaolía er hert að hluta til. Dönsk yfirvöld hafa rannsakað transfitusýrur ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að þær eru jafnvel óhollari en mettaðar fitusýrur. Þannig valda trans- fitusýrur jafn mikilli eða jafnvel meiri æðakölkun en mettaðar fitusýrur gera auk þess sem hátt hutfall transfitusýra í matvælum eykur áhættuna á ofnæmi og sykursýki af gerð 2. Í framhaldi af þessu voru sett lög í Danmörku sem takmarka notkun transfitusýra við hámark 2 g í hverjum 100 g. Evrópusamtök neytenda hafa hvatt Evrópusambandið til að fylgja fordæmi Dana. Neytendasamtökin hafa ítrekað krafist þess að hér á landi verði settar sambærilegar reglur enda mikilvægt að yfirvöld tryggi að þau matvæli sem eru boðstólum séu ekki beinlínis heilsuspillandi. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.