Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 4
Ný könnun hefur leitt í ljós samhengi
milli nokkurra algengra litarefna í mat
og hegðunarvandamála hjá börnum.
Niðurstöðurnar vekja mikla athygli enda
um að ræða algeng efni sem hingað til
hafa verið notuð í fjölmargar tegundir
matvæla. Niðurstöðurnar koma þó ekki
öllum á óvart.
Ekki nýjar fréttir
Fyrir sjö árum var birt niðurstaða rann-
sóknar (The Isle of Wight Study) sem
sýndi samhengi á milli neyslu nokkurra
algengra litarefna og ofvirkni og annarra
hegðunarvandamála hjá börnum (reiði-
kasta, skorts á einbeitingu, ofvirkni og
ofnæmisviðbragða). Í niðurstöðum þessarar
rannsóknar var m.a. ályktað að „hægt var
að framkalla martækar breytingar á hegðun
barna með því að útiloka auk- og litarefnin
úr mataræði þeirra og öll börn nutu góðs af
því en ekki einungis þau sem höfðu þegar
sýnt einkenni ofvirkni eða ofnæmis.“
Ný rannsókn - sama niðurstaða
Sérstök nefnd (Committee on Toxicity
of Chemicals in Food) á vegum bresku
matvælastofnunarinnar taldi niðurstöður
ofannefndrar rannsóknar ófullnægjandi
og ákvað að hefja nýja og umfangsmikla
rannsókn. Niðurstöður hennar hafa nú
verið birtar í breska læknaritinu Lancet og
gefa þær ákveðnar vísbendingar um að
blanda ákveðinna litarefna og benzoate
rotvarnarefna geti haft neikvæð áhrif á
hegðun barna.
Efnin umdeildu
Efnin sem rannsökuð voru á 2-3 ára og 8-9
ára gömlum börnum eru:
tartrazine (E102), Ponceau 4R (E124),
Sunset Yellow (E110), Carmoisine (E122),
Quinoiline Yellow (E104), Allura Red AC
(E129) og rotvarnarefnið Sodium Benzoate
(E211).
Asó-litarefni voru bönnuð
Litarefnin eru öll í flokki svokallaðra asó-
litarefna en þau voru m.a. bönnuð hér á
landi til ársins 1997. Þá voru þau hins vegar
leyfð í samræmi við tilskipun frá Evrópusam-
bandinu. Neytendasamtökin gerðu athuga-
semdir við rýmkun laganna á sínum tíma.
Svíar höfðu einnig efasemdir um efnin og
bönnuðu þau upphaflega fyrir sitt leyti
þrátt fyrir nýjar reglur Evrópusambandsins.
Þeir gátu hins vegar ekki sýnt fram á með
óyggjandi hætti að efnin væru skaðleg og
var því ekki stætt á banninu. Efnin hafa nú
verið leyfð í Evrópu í um áratug.
Foreldrum ráðlagt að bregðast við
Breska matvælastofnunin hefur ákveðið
að endurskoða ráðleggingar sínar og
beinir því til foreldra barna sem eiga við
hegðunarvanda að stríða að forðast asó-
litarefni og rotvarnarefnið E211. Það geta
þeir gert með því að lesa innihaldslýsingu
og forðast þann mat sem innihledur
ofantalin efni. En það er hægara sagt
en gert að rýna í innihaldslýsingar og
muna hvaða efni þarf að forðast og
hver ekki. Það er þannig gagnrýnivert
að ábyrgðin sé lögð á hendur foreldra.
Matvælaöryggistofnun Evrópu er
með málið til skoðunar og mun taka
afstöðu til þess hvort efnin verði
bönnuð.
Mikið í húfi
Áður en niðurstöður síðari
rannsóknarinnar sem greint var frá
hér fyrir ofan lágu fyrir sagði
Tim Lang, prófessor í City
háskólanum í London: „Ef
niðurstöður verða þær
sömu og fyrir 7 árum
geta afleiðingarnar orðið
gríðarlegar. Hér er mikið
í húfi, því um er að ræða
aukefni sem notuð hafa
verið í mat fyrir börn í
mörg ár“ .
Nú hefur komið í ljós
að niðurstöður síðari
rannsóknarinnar styðja niðurstöður þeirrar
fyrri og áhugavert verður að fylgjast með
því hvernig matvælaiðnaðurinn bregst
við. Þessar fréttir vekja hins vegar upp
áleitnar spurningar, því eins og bent var á
fyrr í greininni voru asó-litarefni bönnuð
hér á landi til ársins 1997. Það voru ekki
hagsmunir neytenda sem réðu því að þessi
efni voru síðar leyfð og það er áhyggjuefni.
Fjallað var um asó-litarefni í 3 tbl. Neytenda-
blaðsins árið 2003.
Samhengi
– á milli litarefna og hegðunarvanda?
NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007