Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 21
Neytandinn svarar María Kristín Gylfadóttir er neytandinn að þessu sinni. María býr í Hafnarfirði ásamt manni sínum og unglingsdóttur en fjölskyldan bjó áður Bandaríkjunum í 8 ár. María starfar sem verkefnisstjóri á lands- skrifstofu Leonardo da Vinci starfsmennta- áætlunar Evrópusambandsins en samhliða starfi leggur hún nú stund á MBA nám við Háskóla Íslands. María hefur alltaf verið virk í félagsstarfi og hefur komið víða við. Hún hefur verið formaður Heimilis og skóla - lands- samtaka foreldra frá árinu 2004. Til gamans má geta að afi Maríu, Reynir Ármannsson, var til langs tíma formaður Neytendasamtakanna. Flokkar þú heimilisúrgang? Ég flokka plast og gler og pappír. Ég verð þó að viðurkenna að pappírinn kemst ekki alltaf í endurvinnslu en bæjarfélagið mitt býður ekki ennþá upp á sérstakar tunnur fyrir pappír. Hefur ýtinn sölumaður fengið þig til að kaupa eitthvað sem þú hefðir aldrei annars keypt? Já það hefur gerst og mun sjálfsagt gerast aftur. Ég á sérstaklega erfitt með að segja nei við sölumenn sem eru að selja eitthvað til styrktar félaga- eða sjálfboðaliðasamtökum. Í stað þess að kaupa hluti sem ég mun aldrei nota vil ég frekar styrkja ákveðin samtök. Hvenær fórst þú síðast í strætó? Ég var svo heppin að eyða 3 vikum í Kaupmannahöfn í ágúst þar sem ég notaði einungis hjól og almenningssamgöngur. Mest notaði ég þó hjólið. Hefur þú notfært þér leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna? Nei. Hefur þú veitt í matinn? Nei, ekki síðan ég var barn í veiðiferðum með foreldrum mínum. Maðurinn minn er hins vegar svolítið að dunda sér við veiðar og laxinn hans bragðast ákaflega vel. Biður þú um tax free þegar þú verslar erlendis? Alltaf. Þó að það sé ákveðin fyrirhöfn þá skiptir það mig máli að fá 10-15% af söluverði vörunnar til baka. Hvenær skiptir þú síðast um banka eða tryggingarfélag? Ég tók þá „stóru“ ákvörðun að skipta um banka í fyrra og hef ekki séð eftir því. Ég skoðaði líka að skipta um tryggingarfélag fyrr á árinu en mitt tryggingarfélag bauð einfaldlega betur. Reynir þú stundum að semja um lægra verð fyrir vöru eða þjónustu? Það kemur fyrir, sérstaklega þegar galli er á vörunni eða ef ég er að kaupa ákveðið magn af vörunni. Fellurðu fyrir tilboðum? Alltof oft, sérstaklega á vöru sem ég þarf ekki að nota. Á móti lærði ég það í Bandaríkjunum að fylgjast vel með tilboðum á matvöru, sérstaklega kjöti og fiski, sem getur skipt máli fyrir budduna. Hvert er versta neytendahneykslið sem þú manst eftir? Samráð olíufélaganna hlýtur að vera versta neytendahneyksli landsins. Hverju myndir þú vilja breyta varðandi neyslu þína? Ég myndi vilja kaupa minna af því sem ég þarf ekki og meira af vöru sem er framleidd á umhverfisvænan hátt. Sniðgengur þú einhver fyrirtæki eða vörumerki? Já, en örugglega ekki eins markvisst og ég ætti að gera. Kaupir þú vörur sem eru með vottuðu umhverfismerki eða á annan hátt umhverf- isvænar? Já ég reyni að kaupa vörur merktar norræna umhverfissvaninum og matvæli sem eru lífrænt ræktuð og merkt sem slík. Mér finnst mjög mikilvægt að fyrirtæki, sérstaklega þau sem versla með matvöru, setji sér stefnu um sölu á umhverfisvænum vörum þannig að viðskiptavinurinn geti valið að versla í verslunum eða keðjum sem hafa sett sér slíka stefnu. Slíkt fyrirkomulag þekkist t.d. víða í Danmörku. Ert þú fylgjandi því að áfengi verði selt í matvöruverslunum? Já, ég er því fylgjandi að bjór og léttvín verði selt í matvöruverslunum. Það er liður í því að auka þjónustu við almenning. Það fylgir því hins vegar mjög mikil ábyrgð að selja áfengi, eins og reyndar sígarettur, og það þyrfti að skilgreina ábyrgð seljenda og viðurlög við brotum mjög vel áður en til slíks kæmi. Finnst þér íslenskir neytendur nógu með- vitaðir og kröfuharðir? Alls ekki. Við Íslendingar erum frekar lélegir neytendur. Mörgum finnst erfitt að kvarta og við gerum ekki alltaf nægilegar kröfur um gæði matvöru og merkingar á innihaldi. Þannig eigum við t.d. ekki að sætta okkur við að grænmeti í lágvöruverslunum sé lakara að gæðum en það sem er selt í öðrum verslunum og að vara á síðasta söludegi sé seld á fullu verði eins og ný vara. Við fylgjumst líka allt of lítið með verði og verðmerkingum er einnig mjög ábótavant víða. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.