Neytendablaðið - 01.10.2009, Síða 2
NEYTENDABLA‹I‹
3. tbl., 55. árg. – október 2009
Útgefandi: Neytendasamtökin,
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
Sími: 545 1200 Fax: 545 1212
Veffang: www.ns.is
Netfang: ns@ns.is
Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson
Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir
Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður
Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir
Yfirlestur: Finnur Friðriksson
Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf.
Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja
Forsíðumynd: iStockphoto
Upplag: 11.800 eintök, blaðið er sent öllum
félagsmönnum í Neytendasamtökunum
Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna
er 4.300 krónur og innifalið í því er
Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári.
Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum
fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt
er þó að birta heilar greinar eða töflur án
leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar
úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í
auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi
Neytendasamtakanna liggi fyrir.
Lykilorð á heimasíðu: pera10
Leiðari ritstjóra 2
Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan 3
Glóperur bannaðar 4
Seðilgjöld 7
Gæðakönnun á sjónvörpum 8
Viðtal við Ian Watson 10
Sparnaðarráð Ians 11
Vörugjöld á mat 12
Frá formanni 13
Saga stuttermabolsins 14
Koffíndrykkir 16
Sjúkdómavæðingin 17
Ábyrgðatími á bílum 18
Villandi lánaskilmálar 19
Hlutir sem endast 21
Kartöflur 22
Matvælamerkingar 23
Efni
Blaðið er prentað á
umhverfisvænan hátt.
Brynhildur Pétursdóttir
Óskiljanlegur hægagangur
Fyrir 18 árum stóðu Neytendasamtökin fyrir ráðstefnu um gjaldþrot heimila þar sem
nýtt úrræði var kynnt til sögunnar; greiðsluaðlögun. Lög um greiðsluaðlögun voru
þegar í gildi á hinum Norðurlöndunum og töldu Neytendasamtökin mjög mikilvægt
að tryggja réttarstöðu fólks sem stefndi í gjaldþrot.
Árið 1994 var frumvarp um greiðsluaðlögun fyrst lagt fram á Alþingi. Það var síðan
lagt fram 10 sinnum til viðbótar allt til ársins 2009 en þá brá svo við að þrjú frumvörp
sama efnis komu fram svo að segja á sama tíma. 15 árum eftir að fyrsta frumvarpið var
lagt fram voru allir flokkar loksins komnir á þá skoðun að þessi lög væru mikilvæg.
Þingmenn hefðu þó betur greitt málinu farveg í eitthvert þeirra 11 skipta sem það lá
fyrir þingi í stað þess að bíða eftir þjóðargjaldþroti. Það er verulega bagalegt að engin
reynsla sé komin á þetta úrræði núna þegar mikið mun reyna á það. Það tekur nefni
lega tíma að sníða vankanta af nýrri löggjöf, sérstaklega þegar um flókna framkvæmd
er að ræða eins og í þessu tilfelli. Þá má leiða að því líkur að lánveiting undanfarin ár
hefði verið ábyrgari ef lög um greiðsluaðlögun hefðu verið í gildi.
Annað baráttumál Neytendasamtakanna um langt skeið eru lög um ábyrgðarmenn.
Eins og margir muna eflaust var hér við lýði alveg sérstakt ábyrgðarmannakerfi þar
sem vinir og ættingjar gengu í ábyrgð hver fyrir annan enda nær ómögulegt að fá lán
út á eigið ágæti. Lánveitendur miðuðu gjarnan útlánin við stöðu ábyrgðarmanna og
ófá dæmi eru um að gengið hafi verið að húsum þeirra og þeir misst aleiguna. Árið
1997 var fyrst flutt frumvarp um ábyrgðarmenn á Alþingi en það náði ekki í gegnum
þingið. Ári síðar stóðu Neytendasamtökin fyrir mikilvægu samkomulagi við banka
og sparisjóði sem bætti réttarstöðu ábyrgðarmanna til muna en samtökin kölluðu
jafnframt eftir lagasetningu. Frumvarp um ábyrgðarmenn var ítrekað lagt fram í
þinginu næstu árin en það var ekki fyrr en í 7. atrennu að það var samþykkt og tóku
lögin gildi í apríl sl.
Lög um innheimtuþóknun eru enn eitt dæmið um forgangsröðun á Alþingi. Frumvarp
var lagt fyrir þingið 7 sinnum, fyrst árið 1998, en það varð ekki að lögum fyrr en
í fyrravor. Þessi þrjú mál vitna ekki um mikla framsýni þingmanna eða vilja til að
breyta rétt í þágu almennings. Er furða að maður velti fyrir sér hvaða hagsmunir hafi
eiginlega ráðið ríkjum í þjóðfélaginu? Það er síðan hreint með ólíkindum að sama fólk
og stóð í vegi fyrir sjálfsagðri réttarbót almenningi til handa skyldi hafa samvisku til
að rusla hinum alræmdu eftirlaunalögum í gegnum þingið. Það vafðist aldeilis ekki
fyrir mönnum og tók engin 15 ár.
Neytendasamtökin kalla eftir því að sett verði lög um hópmálssókn en þar er um að
ræða mjög mikilvægt úrræði fyrir neytendur. Þá þarf að setja lög sem skylda banka og
lánveitendur að gera raunhæft greiðslumat líkt og víða þekkist og er í raun forsendan
fyrir ábyrgum lánveitingum. Við sættum okkur ekki við að bíða í ár eða áratugi eftir
þessum breytingum.
NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009